Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar 12. nóvember 2024 14:32 Vorið 2011 samþykkti Alþingi Íslands lög um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls nr. 61/2011. Þetta var merkileg stund, ekki einungis vegna þess að íslenskt mál var lögfest sem þjóðtunga Íslendinga, heldur einnig fyrir þær sakir að íslenskt táknmál (hér eftir ÍTM) var gert jafnrétthátt íslenskunni eftir áralanga baráttu táknmálsfólks (döff). Uppi á áhorfendapöllum Alþingis sat þetta öfluga döff baráttufólk og einhver þeirra felldu tár af hamingju. Loksins var réttlætinu náð, loksins var móðurmál þeirra viðurkennt, loksins hafði baráttan skilað sér. ÍTM hafði verið lögfest og það ekki sem minnihlutamál, heldur jafn mikilvægt og íslenskan, döff og heyrandi Íslendingar urðu jöfn fyrir lögum óháð tungumáli. Framtíðin virtist björt. Síðan eru liðin meira en þrettán ár, en lítið virðist hafa breyst. Þó hafa einhverjar þingsályktanir verið lagðar fram, gjaldskrá Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH) hefur verið breytt, fréttir á RÚV táknmálstúlkaðar svo eitthvað sé nefnt. Enn er þó langt í land í að fullu jafnrétti milli heyrandi og heyrnarlausra sé náð. Aðgengi að táknmálstúlkaþjónustu er takmarkað og dæmi um að foreldrar heyrnarlausra barna flýja land vegna ófullnægjandi þjónustu á grundvelli ÍTM, í raun er sjálft táknmálið okkar í útrýmingarhættu. Undirrituð hefði til dæmis aldrei tekið ákvörðun um að fara í framboð, nema fyrir þær sakir að Samfylkingin er tilbúin að greiða fyrir nauðsynlega táknmálstúlkaþjónustu fáist ekki táknmálstúlkar frá SHH til að tryggja þátttöku í kosningabaráttunni og störfum innan flokksins. Í dag er kerfið ekki notendamiðað fyrir táknmálsfólk, til dæmis er atvinnutúlkun ekki tryggð og auk þess fer það fjármagn sem sett er í félagslega táknmálstúlkun inn í rekstur SHH sem gerir það að verkum að notendur túlkaþjónustunnar hafa ekkert val um hver túlkar fyrir þá. Þeir eru háðir því að SHH úthluti þeim túlkum og geta ekki treyst því að fá túlka sem þeir telja henta fyrir sig. Á sama tíma eru til staðar sjálfstætt starfandi táknmálstúlkar, sem kjósa að starfa utan stofnunarinnar en þeir hafa engan aðgang að þessu fjármagni og því neyðast þeir notendur sem kjósa að leita til þeirra að greiða þeim úr eigin vasa fái þeir synjun um þjónustu frá SHH fyrir félagslega túlkun. Auk þess starfa túlkar umræddrar stofnunar einungis á dagvinnutíma og ber ekki skylda til þess að sinna verkefnum um kvöld og helgar. Þetta lendir illa á þeim sem þurfa nauðsynlega á túlkaþjónustu að halda, og má hér til dæmis nefna Neyðarlínuna. Túlkar geta skráð sig á lista hjá 112, ef notandi slasar sig um miðja nótt þá hringir Neyðarlínan í þá túlka sem eru á listanum, en umræddir túlkar eru ekki á bakvakt og ber engin skylda til að taka verkefnið að sér. Það er alls ekki víst að neinn túlkur sé laus og geti brunað upp á bráðamóttöku, en það er enginn á eiginlegri bakvakt, eða á vakt yfirhöfuð. Í sterku velferðarsamfélagi á enginn að þurfa að lifa við slíkt óöryggi, upplifa sig sem byrði á kerfið, né að greiða úr eigin vasa til að fá nauðsynlega þjónustu. Núgildandi verklag samræmist ekki samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hvað segja þessi lög sem minnst var á hér fyrir ofan aftur? 3. gr. laganna fjalla um íslenskt táknmál. Þar kemur skýrt fram að íslenskt táknmál sé fyrsta mál fólks sem þurfa það til að tjá sig. Í 1. mrg. 3. gr. er lögð þú skylda á stjórnvöld að hlúa að ÍTM og styðja. Loks segir í 4. mgr. orðrétt: „Hver sem hefur þörf fyrir táknmál skal eiga þess kost að læra og nota íslenskt táknmál, jafnskjótt sem máltaka hefst eða frá þeim tíma sem heyrnarleysi, heyrnarskerðing eða [samþætting sjón- og heyrnarskerðingar] 1) hefur greinst. Sama rétt eiga nánustu aðstandendur.“ Leiðir til að bæta úr þessu er að gera heildarendurskoðun á kerfinu. Þá er brýnt að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Að lokum þarf að taka samtalið um þetta, ef enginn segir neitt um glufurnar í kerfinu gerist ekkert. Samfylkingin er með plan, vill sterka velferð og heilbrigðisþjónustu og að lögfesta umræddan samning. Höfundur er ritlistarnemi með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu sem talar bæði íslensku og íslenskt táknmál og situr i 10. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Vorið 2011 samþykkti Alþingi Íslands lög um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls nr. 61/2011. Þetta var merkileg stund, ekki einungis vegna þess að íslenskt mál var lögfest sem þjóðtunga Íslendinga, heldur einnig fyrir þær sakir að íslenskt táknmál (hér eftir ÍTM) var gert jafnrétthátt íslenskunni eftir áralanga baráttu táknmálsfólks (döff). Uppi á áhorfendapöllum Alþingis sat þetta öfluga döff baráttufólk og einhver þeirra felldu tár af hamingju. Loksins var réttlætinu náð, loksins var móðurmál þeirra viðurkennt, loksins hafði baráttan skilað sér. ÍTM hafði verið lögfest og það ekki sem minnihlutamál, heldur jafn mikilvægt og íslenskan, döff og heyrandi Íslendingar urðu jöfn fyrir lögum óháð tungumáli. Framtíðin virtist björt. Síðan eru liðin meira en þrettán ár, en lítið virðist hafa breyst. Þó hafa einhverjar þingsályktanir verið lagðar fram, gjaldskrá Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH) hefur verið breytt, fréttir á RÚV táknmálstúlkaðar svo eitthvað sé nefnt. Enn er þó langt í land í að fullu jafnrétti milli heyrandi og heyrnarlausra sé náð. Aðgengi að táknmálstúlkaþjónustu er takmarkað og dæmi um að foreldrar heyrnarlausra barna flýja land vegna ófullnægjandi þjónustu á grundvelli ÍTM, í raun er sjálft táknmálið okkar í útrýmingarhættu. Undirrituð hefði til dæmis aldrei tekið ákvörðun um að fara í framboð, nema fyrir þær sakir að Samfylkingin er tilbúin að greiða fyrir nauðsynlega táknmálstúlkaþjónustu fáist ekki táknmálstúlkar frá SHH til að tryggja þátttöku í kosningabaráttunni og störfum innan flokksins. Í dag er kerfið ekki notendamiðað fyrir táknmálsfólk, til dæmis er atvinnutúlkun ekki tryggð og auk þess fer það fjármagn sem sett er í félagslega táknmálstúlkun inn í rekstur SHH sem gerir það að verkum að notendur túlkaþjónustunnar hafa ekkert val um hver túlkar fyrir þá. Þeir eru háðir því að SHH úthluti þeim túlkum og geta ekki treyst því að fá túlka sem þeir telja henta fyrir sig. Á sama tíma eru til staðar sjálfstætt starfandi táknmálstúlkar, sem kjósa að starfa utan stofnunarinnar en þeir hafa engan aðgang að þessu fjármagni og því neyðast þeir notendur sem kjósa að leita til þeirra að greiða þeim úr eigin vasa fái þeir synjun um þjónustu frá SHH fyrir félagslega túlkun. Auk þess starfa túlkar umræddrar stofnunar einungis á dagvinnutíma og ber ekki skylda til þess að sinna verkefnum um kvöld og helgar. Þetta lendir illa á þeim sem þurfa nauðsynlega á túlkaþjónustu að halda, og má hér til dæmis nefna Neyðarlínuna. Túlkar geta skráð sig á lista hjá 112, ef notandi slasar sig um miðja nótt þá hringir Neyðarlínan í þá túlka sem eru á listanum, en umræddir túlkar eru ekki á bakvakt og ber engin skylda til að taka verkefnið að sér. Það er alls ekki víst að neinn túlkur sé laus og geti brunað upp á bráðamóttöku, en það er enginn á eiginlegri bakvakt, eða á vakt yfirhöfuð. Í sterku velferðarsamfélagi á enginn að þurfa að lifa við slíkt óöryggi, upplifa sig sem byrði á kerfið, né að greiða úr eigin vasa til að fá nauðsynlega þjónustu. Núgildandi verklag samræmist ekki samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hvað segja þessi lög sem minnst var á hér fyrir ofan aftur? 3. gr. laganna fjalla um íslenskt táknmál. Þar kemur skýrt fram að íslenskt táknmál sé fyrsta mál fólks sem þurfa það til að tjá sig. Í 1. mrg. 3. gr. er lögð þú skylda á stjórnvöld að hlúa að ÍTM og styðja. Loks segir í 4. mgr. orðrétt: „Hver sem hefur þörf fyrir táknmál skal eiga þess kost að læra og nota íslenskt táknmál, jafnskjótt sem máltaka hefst eða frá þeim tíma sem heyrnarleysi, heyrnarskerðing eða [samþætting sjón- og heyrnarskerðingar] 1) hefur greinst. Sama rétt eiga nánustu aðstandendur.“ Leiðir til að bæta úr þessu er að gera heildarendurskoðun á kerfinu. Þá er brýnt að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Að lokum þarf að taka samtalið um þetta, ef enginn segir neitt um glufurnar í kerfinu gerist ekkert. Samfylkingin er með plan, vill sterka velferð og heilbrigðisþjónustu og að lögfesta umræddan samning. Höfundur er ritlistarnemi með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu sem talar bæði íslensku og íslenskt táknmál og situr i 10. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun