Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar 12. nóvember 2024 10:47 Mig dreymdi martröð í nótt og vaknaði upp með andköfum og kvíðahnút í maganum. Í draumnum var leikskóli dóttur minnar lokaður í marga mánuði vegna kennaraverkfalls. Engar skýringar voru gefnar á því hvers vegna hennar leikskóli var valinn og enginn svaraði spurningum örvæntingafullra foreldra um hversu lengi lokunin myndi standa yfir. Ráðamenn þjóðarinnar, ráðherrar, forseti og frambjóðendur kepptust við að tala um mikilvægi þess að hlúa að börnunum og stuðla að geðheilbrigði barna og unglinga. Þegar á þetta var bent hlógu þau öll og sögðust ekki ætla að skipta sér af - endu væru þau að gegna mikilvægari málum, þ.e. koma sér á framfæri og hefðu ekki tíma í svona smáatriði. Foreldrar fatlaðra barna reyndu að fá undanþágu fyrir sín börn en fengu heldur engin svör. Ég og hinir foreldrarnir komumst ekki í vinnuna og þurftum að taka út orlofsdaga eða launalaust leyfi - mjög hentugt svona rétt fyrir jól. Sumir foreldrar gátu ekki fengið frí frá vinnu og mættu með börnin sín í vinnuna, til dæmis að þrífa fyrirtæki og stofnanir. Ég sjálf reyndi að mæta í vinnu þegar ég gat, tróð dagskrá vikunnar inn á færri daga og reyndi að hlaupa hraðar. Ég starfaði sem læknir og var á mínu tíunda ári í námi til þess að verða sérfræðingur í geðlækningum. Námi sem myndi nú lengjast enn frekar vegna aðgerðanna. Inn á milli vinnudaga sat ég í dúkkuleik með dóttur minni og gat um fátt annað hugsað en hvernig hægt væri að leysa þessa stöðu. Börnin spurðu ítrekað um leikskólann sinn, vinina og kennarana sína og höfðu auðvitað engan skilning á stöðunni. Þau misstu af mörgum dýrmætum og mjög mikilvægum vikum þar sem þau fengu ekki að leika, læra og þroskast eins og jafnaldrar þeirra, fengu ekki að fara í samsöng, föndra fyrir jólin eða fara í gönguferðir með krökkunum. Foreldrar gerðu sitt besta til að halda rútínu og hafa dagskrá, fara á bókasafnið í þrítugasta sinn, hitta aðra bugaða foreldra og börn þeirra á yfirgefnum róló við leikskólann og baka köku númer sjötíu. Martröðin hélt áfram. Foreldrar reyndu að gagnrýna aðferðafræði verkfallsins og fá forystu Kennarasambandsins til að sjá að svona máttlausar aðgerðir settu enga pressu á samningsaðila og gerðu fátt annað en valda miklu uppnámi, óöryggi og ráðaleysi hjá örfáum börnum og fjölskyldum þeirra. Við þetta forhertust forystumenn KÍ og sögðust ekki ætla breyta neinu, enda væru til milljarðar í verkfallssjóði og þeir gætu allt eins haldið þessu til streitu fram á næsta sumar. “Skítt með börnin” sögðu þeir. Þeim fannst eðlilegt að láta nokkur tveggja til sex ára börn bera hitann og þungan af sinni kjarabaráttu. Aðspurðir um sínar kröfur komu heldur engin skýr svör og samningsaðilar virtust ekki hafa hugmynd um hverjar kröfurnar væru. Þegar þeim var ítrekað bent á að skynsamlegra væri að dreifa verkfallinu á fleiri skóla og setja inn tímabundnar lokanir á hverjum stað létu þeir það sem vind um eyru þjóta. Þeir hlustuðu ekki á óp foreldra um fáir væru meðvitaðir um verkfallsaðgerðirnar og flestum væri sama. Draumurinn batnaði aðeins þegar Umboðsmaður Barna steig inn í og benti á að verið væri að mismuna börnum harkalega og það gengi þvert á samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna. Hún benti jafnframt á að verkfallið myndi hafa verulega alvarlegar afleiðingar fyrir börnin. En allt kom fyrir ekki. Enginn hlustaði eða greip inn í. Eftir margar vikur og mánuði í baráttu höfðu foreldrar ekki lengur þrótt til að berjast - enda hafði baráttan engu skilað. Börnin höfðu gleymt leikskólanum og vissu ekki lengur hvernig rútínan þeirra væri. Þau voru orðin vön að flakka á milli heimila foreldra, ömmu og afa og annarra sem gættu þeirra á daginn. Mörg barnanna fundu fyrir auknum kvíða og óöryggi þar sem leikskólinn hafði verið þeirra griðarstaður en það öryggi var hrifsað frá þeim á einu augnabliki. Að vinda ofan af afleiðingum verkfallsins átti eftir að taka marga mánuði og ár og sum börnin jöfnuðu sig aldrei. Þetta var einn af þeim óþægilegu draumum þar sem maður kemst ekki úr sporunum og öskrar út í myrkrið en allir ganga fram hjá þér og enginn hlustar. Gott að þetta var bara draumur…. Höfundur er læknir og móðir þriggja ára leikskólabarns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Leikskólar Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Þitt er valið Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mig dreymdi martröð í nótt og vaknaði upp með andköfum og kvíðahnút í maganum. Í draumnum var leikskóli dóttur minnar lokaður í marga mánuði vegna kennaraverkfalls. Engar skýringar voru gefnar á því hvers vegna hennar leikskóli var valinn og enginn svaraði spurningum örvæntingafullra foreldra um hversu lengi lokunin myndi standa yfir. Ráðamenn þjóðarinnar, ráðherrar, forseti og frambjóðendur kepptust við að tala um mikilvægi þess að hlúa að börnunum og stuðla að geðheilbrigði barna og unglinga. Þegar á þetta var bent hlógu þau öll og sögðust ekki ætla að skipta sér af - endu væru þau að gegna mikilvægari málum, þ.e. koma sér á framfæri og hefðu ekki tíma í svona smáatriði. Foreldrar fatlaðra barna reyndu að fá undanþágu fyrir sín börn en fengu heldur engin svör. Ég og hinir foreldrarnir komumst ekki í vinnuna og þurftum að taka út orlofsdaga eða launalaust leyfi - mjög hentugt svona rétt fyrir jól. Sumir foreldrar gátu ekki fengið frí frá vinnu og mættu með börnin sín í vinnuna, til dæmis að þrífa fyrirtæki og stofnanir. Ég sjálf reyndi að mæta í vinnu þegar ég gat, tróð dagskrá vikunnar inn á færri daga og reyndi að hlaupa hraðar. Ég starfaði sem læknir og var á mínu tíunda ári í námi til þess að verða sérfræðingur í geðlækningum. Námi sem myndi nú lengjast enn frekar vegna aðgerðanna. Inn á milli vinnudaga sat ég í dúkkuleik með dóttur minni og gat um fátt annað hugsað en hvernig hægt væri að leysa þessa stöðu. Börnin spurðu ítrekað um leikskólann sinn, vinina og kennarana sína og höfðu auðvitað engan skilning á stöðunni. Þau misstu af mörgum dýrmætum og mjög mikilvægum vikum þar sem þau fengu ekki að leika, læra og þroskast eins og jafnaldrar þeirra, fengu ekki að fara í samsöng, föndra fyrir jólin eða fara í gönguferðir með krökkunum. Foreldrar gerðu sitt besta til að halda rútínu og hafa dagskrá, fara á bókasafnið í þrítugasta sinn, hitta aðra bugaða foreldra og börn þeirra á yfirgefnum róló við leikskólann og baka köku númer sjötíu. Martröðin hélt áfram. Foreldrar reyndu að gagnrýna aðferðafræði verkfallsins og fá forystu Kennarasambandsins til að sjá að svona máttlausar aðgerðir settu enga pressu á samningsaðila og gerðu fátt annað en valda miklu uppnámi, óöryggi og ráðaleysi hjá örfáum börnum og fjölskyldum þeirra. Við þetta forhertust forystumenn KÍ og sögðust ekki ætla breyta neinu, enda væru til milljarðar í verkfallssjóði og þeir gætu allt eins haldið þessu til streitu fram á næsta sumar. “Skítt með börnin” sögðu þeir. Þeim fannst eðlilegt að láta nokkur tveggja til sex ára börn bera hitann og þungan af sinni kjarabaráttu. Aðspurðir um sínar kröfur komu heldur engin skýr svör og samningsaðilar virtust ekki hafa hugmynd um hverjar kröfurnar væru. Þegar þeim var ítrekað bent á að skynsamlegra væri að dreifa verkfallinu á fleiri skóla og setja inn tímabundnar lokanir á hverjum stað létu þeir það sem vind um eyru þjóta. Þeir hlustuðu ekki á óp foreldra um fáir væru meðvitaðir um verkfallsaðgerðirnar og flestum væri sama. Draumurinn batnaði aðeins þegar Umboðsmaður Barna steig inn í og benti á að verið væri að mismuna börnum harkalega og það gengi þvert á samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna. Hún benti jafnframt á að verkfallið myndi hafa verulega alvarlegar afleiðingar fyrir börnin. En allt kom fyrir ekki. Enginn hlustaði eða greip inn í. Eftir margar vikur og mánuði í baráttu höfðu foreldrar ekki lengur þrótt til að berjast - enda hafði baráttan engu skilað. Börnin höfðu gleymt leikskólanum og vissu ekki lengur hvernig rútínan þeirra væri. Þau voru orðin vön að flakka á milli heimila foreldra, ömmu og afa og annarra sem gættu þeirra á daginn. Mörg barnanna fundu fyrir auknum kvíða og óöryggi þar sem leikskólinn hafði verið þeirra griðarstaður en það öryggi var hrifsað frá þeim á einu augnabliki. Að vinda ofan af afleiðingum verkfallsins átti eftir að taka marga mánuði og ár og sum börnin jöfnuðu sig aldrei. Þetta var einn af þeim óþægilegu draumum þar sem maður kemst ekki úr sporunum og öskrar út í myrkrið en allir ganga fram hjá þér og enginn hlustar. Gott að þetta var bara draumur…. Höfundur er læknir og móðir þriggja ára leikskólabarns.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun