Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. nóvember 2024 08:36 Aðeins einn af hverjum tíu þolendum kynferðisofbeldis segist myndu leita aftur til lögreglu að fenginni reynslu. Getty Um það bil 75 prósent þolenda kynferðisofbeldis á Englandi og í Wales segja meðferð lögreglu á máli þeirra hafa valdið þeim andlegum skaða. Aðeins einn af hverjum tíu þolendum segist myndu tilkynna mál sitt að fenginni reynslu. Þetta eru niðurstöður viðamikillar rannsóknar á upplifun um 5.000 þolenda en tveir af hverjum fimm svarendum sögðust sammála því að lögregla hefði staðið sig vel og einn af fimm sagði lögreglu hafa þrýst á sig að draga málið til baka. Ráðist var í yfirhalningu á meðferð kynferðisbrotamála í kjölfar rannsóknar árið 2021, eftir að ákærum í kynferðisbrotamálum fækkaði um 60 prósent frá 2016/2017 til 2019/2020. Fór fjöldi mála úr 5.190 í 2.102 á tímabilinu. Aðgerðirnar hófust af fullum þunga í fyrra og á sama ári fjölgaði ákærum vegna kynferðisbrota um 18 prósent og ákærum vegna nauðgana um 38 prósent. Að sögn Katrin Hohl, sem fór fyrir rannsókninni og er sjálfstæður ráðgjafi stjórnvalda í málaflokknum, gefa niðurstöðurnar til kynna að aðgerðir yfirvalda séu að skila árangri. Langt sé þó í land en nærri helmingur þolenda segist til að mynda á biðlista eftir aðstoð eða ekki hafa fengið neinn stuðning. Könnunin meðal þolenda leiddi einnig í ljós að þegar þeir voru beðnir um að forgangsraða sjö „jákvæðum niðurstöðum“ var sakfelling neðst á lista. Um 88 prósent sögðu afar mikilvægt að koma í veg fyrir að gerandinn bryti gegn öðrum en aðeins 56 prósent sögðu sakfellingu skipta sköpum. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið. England Wales Kynferðisofbeldi Bretland Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Þetta eru niðurstöður viðamikillar rannsóknar á upplifun um 5.000 þolenda en tveir af hverjum fimm svarendum sögðust sammála því að lögregla hefði staðið sig vel og einn af fimm sagði lögreglu hafa þrýst á sig að draga málið til baka. Ráðist var í yfirhalningu á meðferð kynferðisbrotamála í kjölfar rannsóknar árið 2021, eftir að ákærum í kynferðisbrotamálum fækkaði um 60 prósent frá 2016/2017 til 2019/2020. Fór fjöldi mála úr 5.190 í 2.102 á tímabilinu. Aðgerðirnar hófust af fullum þunga í fyrra og á sama ári fjölgaði ákærum vegna kynferðisbrota um 18 prósent og ákærum vegna nauðgana um 38 prósent. Að sögn Katrin Hohl, sem fór fyrir rannsókninni og er sjálfstæður ráðgjafi stjórnvalda í málaflokknum, gefa niðurstöðurnar til kynna að aðgerðir yfirvalda séu að skila árangri. Langt sé þó í land en nærri helmingur þolenda segist til að mynda á biðlista eftir aðstoð eða ekki hafa fengið neinn stuðning. Könnunin meðal þolenda leiddi einnig í ljós að þegar þeir voru beðnir um að forgangsraða sjö „jákvæðum niðurstöðum“ var sakfelling neðst á lista. Um 88 prósent sögðu afar mikilvægt að koma í veg fyrir að gerandinn bryti gegn öðrum en aðeins 56 prósent sögðu sakfellingu skipta sköpum. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið.
England Wales Kynferðisofbeldi Bretland Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira