11.11. - Aldrei aftur stríð Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 12. nóvember 2024 08:11 Það var á þessum degi 1918, í lok heimstyrjaldarinnar fyrri sem krafan ALDREI AFTUR STRÍÐ hljómaði um heim allan. Ekki leið á löngu þar til önnur styrjöld skall á í Evrópu og breiddist út um heiminn, enn hryllilegri en sú fyrri. Þá var kjarnorkuvopnum beitt í fyrsta sinn gegn íbúum tveggja borga í Japan, Hiroshima og Nagasaki. Hundruð þúsunda voru brennd til dauða og urðu geislun að bráð og eftirlifendur eiga enn við afleiðingar að stríða. Þar var Bandaríkjaher að verki og Truman forseti. OSLÓ OG MORÐIN Á RABIN OG ARAFAT Það vildi svo til árið 2004 að Yasser Arafat lést á þessum sama degi af óskýrðum orsökum, nema helst eitrun, en slíku vopni hafði áður verið beitt gegn palestínskum leiðtogum af Mossad, ísraelsku leyniþjónustunni. Arafat forseti hafði lengi verið á aftökulista Mossad og fleiri tilraunir verið gerðar til að taka hann af lífi. Enginn einn einstaklingur lagði meira á sig til að koma á friði milli Palestínu og Ísraels. Ef nefna ætti annan, þá er það Rabin hershöfðingi og forsætisráðherra Ísraels. Þeir undirrituðu hið umdeilda Oslóarsamkomulag 1993 og Ísak Rabin galt fyrir það með lífi síni. Það var Netanyahu, núverandi forsætisráðherra Ísraels sem kvað upp dauðadóminn yfir Rabin í æsingaræðu er hann kvað Rabin ekkert eiga skilið nema dauðann fyrir að svíkja þjóð sína og svíkja Guð með því að ætla að skila herteknu svæðunum einsog samkomulagið fól í sér. Örfáum dögum síðar var Rabin skotinn á útifundi. Ekkja hans óskaði eftir að Netanjahu og félagar yrðu ekki við jarðarförina. ALLSHERJARHERNÁM SÍÐAN 1967 OG TVEGGJA RÍKJA LAUSNIN Palestínumegin skipti mestu að Arafat tókst að sannfæra þjóðina og leiðtoga allra flokka um að söguleg eftirgjöf væri óhjákvæmileg, að sættast á alþjóðlega viðurkenndu landamærin, „grænu línuna“ sem kölluð var, hudna, vopnahléslínan frá 1949. Hún afmarkaði Gaza og Vesturbakkann í smækkkaðri mynd að meðtalinni Austur-Jerúsalem. Þetta voru 22% af sögulegri Palestínu, en nýstofnað Ísraelsríki fékk 78% landsins. Þetta fól í sér viðurkenningu á Ísraelsríki. Þessi landamæri þurrkuðust út í 6 daga stríðinu 1967, þegar Ísrael lagði alla Palestínu undir sig auk fleiri svæða í nágrannalöndum. Sameinuðu þjóðirnar hafa ávallt krafist þess að Ísrael skili herteknu svæðunum frá 1967 og græna línan er enn einu viðurkenndu landamærin, enda þótt Ísrael viðurkenni engin landamæri, hvorki fyrir sig né nágranna sína. Hún er grundvöllur tveggja ríkja lausnarinnar svokölluðu. HRYÐJUVERK, GRUNNUR AÐ ÍSRALESRÍKI - NAKBA Allt frá fyrstu tíð og áður en Ísraelsríki var stofnað voru hryðjuverkasveitir gyðinga að verki, bæði gegn breska nýlenduveldinu, en fyrst og fremst gegn palestínskum íbúum landsins. Þessar sveitir sameinuðust við stofnun Ísraelsríkis 1948 og mynduðu Varnarlið Ísraels, IDF sem er heiti Ísraelshers. Þegar nokkur arabaríki réðust inn í nýstofnað Ísraelsríki höfðu þau ekki erindi sem erfiði, í samanburði við IDF voru þetta lélegir herir og illa vopnum búnir. Ísraelsríki hefur frá fyrstu tíð haft hernaðarlega yfirburði, enda litið á sig sem útvörð vestrænna og ekki síst bandarískra hagsmuna. Síonismi er hugtak yfir þá stefnu að eignast landið Palestínu sem heimaland og helstu leiðtogar einsog David Ben Gurion fóru ekkert leynt með það í ræðu og riti, að rýma þyrfti til ef takast ætti að reisa gyðingaríki í Palestínu. NAKBA, eða hörmungarnar miklu fólu í sér dauða og eyðileggingu palestínskra byggða og landflótta 750.000 manns sem var þá nærri helmingur landsmanna. Þetta varð upphafið að einu mesta flóttamannavandamálii sögunnar, en þetta fólk og afkomendur þess, sem ekki hefur fengið að snúa heim aftur er nú yfir 5 milljónir manns. Þetta eru hörmungarnar, NAKBA eða helförin. Henni hefur í raun aldrei linnt, en verið hryllilegust nú undanfarið ár, einkum á Gaza. RÉTTURINN TIL AÐ SNÚA HEIM AFTUR Sumt af flóttafólkinu frá 1948 settist að í flóttamannabúðum á Gaza, aðrir á Vesturbakkanum og í nálægum löndum. Enn aðrir eru búsettir víðsvegar um heiminn. Ef það er eitthvað eitt sem sameinar palestínsku þjóðina umfram annað, þá er það rétturinn til að snúa heim aftur og baráttan fyrir þeim rétti. Og á móti kemur að það er fátt sem Ísraelsmenn eru eins mikið á móti og sá réttur. Ég tel að það eigi við um þá langflesta. Með fáum undantekningum mega þeir ekki heyra það nefnt, jafnvel frjálslyndir og vinstrisinnaðir einstaklingar sem eru nú einhvers staðar til ennþá. Þeir geta gagnrýnt ísraelsku ríkisstjórnina, gagnrýnt hernámið, en þegar kemur að rétti flóttafólks til að snúa heim aftur er einsog hár múr rísi, sem erfitt er að komast yfir. Þá eru rökin til dæmis þau, að með heimkomu flóttafólks væri vegiið að tilvistargrunni Ísraelsríkis. Reyni maður að minnast á grundvallarrétt hverrar manneskju og þau mannréttindi að fá að snúa aftur til heimkynna sinna að stríði loknu og þegar aðstæður leyfa, er talað fyrir daufum eyrum. STRÍÐ GEGN BÖRNUM Í fjölmiðlum er gjarnan talað um „átökin“ fyrir botni Miðjarðarhafs og „stríð“ sem nú geysi á Gaza, Netanyahu kallar það stríð gegn Hamas. Frá upphafi hefur þó verið ljóst að þetta er fyrst og fremst stríð gegn börnum, gegn mæðrum og konum almennt. Sameinuðu þjóðirnar hafa nýverið upplýst að upplýsingar sem lágu fyrir frá heilbrigðisyfirvöldum á Gaza séu fullkomlega réttar. Enda liggja fyrir nafnalistar dáinna barna og annarra, yfir 17 þúsund barna og í allt meira en 43 þúsund manns. Yfir 100 þúsund manns hafa særst og tugir þúsunda hlotið örkuml sem verða ævarandi, að ekki sé minnst á andlegar afleiðingar hernaðarins á alla, og ekki síst börnin. Nefna má að heilbrigðisþjónustan á Gaza er kostuð af stjórnvöldum í Ramallah, en ekki Hamas, einsog haldið er fram til að véfengja dánartölur. EKKI STRÍÐ EÐA ÁTÖK, HELDUR SKIPULÖGÐ ÚTRÝMING Það er ekki rétt að nota orð eins og átök eða stríð um þjóðarmorðið á Gaza sem heimurinn hefur horft upp á í meira en ár og lítið gert til að stöðva það. Það er útrýmingarherferð sem á sér stað undir forystu Netanyahu, stríðsglæpamanns sem Alþjóða glæpadómstólinn (ICC) hefur óskað eftir að verði handtekinn. Á hinn bóginn hefur Alþjóðadómstóll Sameinuðu þjóðanna í Haag (ICJ) til umfjöllunar kæru Suður-Afríkju og fleiri landa vegna þjóðarmorðs Ísraels í Palestínu. Með því að tala um átök eða stríð er gefið í skyn að tveir herir, tveir stríðsaðilar takist á, einsog til dæmis í varnarstríði Úkraínu gegn innrás Rússlands. Um slíkt er ekki að ræða á Gaza. Mörgum þykir þjóðarmorð vera of vægt orð til að lýsa framferði Ísraelshers, þjóðernishreinsunum og óhugnanlegum stríðsglæpum sem beinast einkum að börnum og konum. Þjóðarmorð er fyrst og fremst lagalegt hugtak, en auðvitað er það líka lýsandi í þessu tilviki um það hvernig ríkisstjórn Ísraels beitir einum fullkomnasta her heims og leyniþjónustu til að myrða varnarlaust fólk sem hefur ekkert til saka unnið annað en að fæðast sem Palestínumenn. Talað var um að andspyrnuhreyfing Hamas teldi um 30 þúsund manns, fyrst og fremst með frumstæð handvopn og heimagerðar eldflaugar. Netanyahu hefur beitt ekki færri en hálfrar milljóna her, fullkomnustu árásarflugvélum, F15 og F16, ógrynni eldflauga og skriðdreka, einnig herskipum. ÓLÝSANLEG GRIMMD Grimmilegasta vopnið hefur verið að skrúfa fyrir vatn, rafmagn, matvæli, lyf og sjúkragögn. Þar sem sprengjurnar og eldflaugarnar ná ekki að drepa alla, þá á að svelta fólkið til bana og skapa þær aðstæður að ekki er hægt að sinna sjúkum og særðum. Sjúkrahúsin eyðilögð, læknar og heilbrigðisstarfsfólk fangelsað, pyntað og myrt. Sumum hefur þó verið sleppt eftir ólögmæta fangelsun og pyntingar og hafa lýsingar þeirra verið hryllilegar. Það þjónar líka tilgangi fyrir Netanyahu og hans lið að skapa sem mesta skelfingu meðal íbúanna. Sú aðferð var notuð frá fyrstu dögum Nakba, þegar heilu þorpunum var gjöreytt og sérhvert mannsbarn myrt, ungir sem aldnir. Þetta var síðan útbásúnað til að skapa skelfingu og auka á landflóttann. Fólkið á Gaza upplifir þetta nú að nýju, en meiri grimmd og tortýmingu. Nú kemst enginn undan og enginn staður er öruggur fyrir árásum Ísraelshers. Um allan heim eru stríðsglæpir og þjóðarmorð Ísraelsstjórnar og hers fordæmd af alþýðu manna, en það nær ekki til valdamiðstöðva Vesturlanda. Með Bandaríkin í broddi fylkingar, styðja Evrópusambandið og NATO-ríki útrýmingarstefnu Ísraels með vopnum, fjármunum, áróðri og ýmissi ívilnan. STÖÐVA VERÐUR ÞJÓÐARMORÐIÐ Þessu verður að linna. Friðsöm leið til að stöðva glæpina er að þrýsta á Ísrael með stöðvun vopnasendinga og viðskipta á sem flestum sviðum. Baráttan gegn apartheid í Suður-Afríku vísar veginn. Nelson Mandela hafði líka gjarnan á orði, að Suður-Afríka yrði ekki frjáls fyrr en Palestína hefur fengið frelsi. Við megum líka taka það til okkar. Lifi frjáls Palestína. Aldrei aftur stríð. Höfundur er heimilislæknir og heiðursborgari í Palestínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið RS veiran – blikur á lofti Valtýr Stefánsson Thors Skoðun Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun Upplýsingaóreiða í boði ASÍ Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun Hugleiðing um listamannalaun II Þórhallur Guðmundsson Skoðun Matvælaöryggi og matvælaöryggismenning Hanna Lóa Skúladóttir,Guðrún Adolfsdóttir Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson Skoðun Lyfsalar og heilbrigðisráðuneyti - í bergmálshelli? Már Egilsson Skoðun Hryggjarstykki jólanna Árni Stefán Árnason Skoðun Eru háskólar á dagskrá? Magnús Karl Magnússon,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kórtónleikar í desember Ásdís Björg Gestsdóttir skrifar Skoðun Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir skrifar Skoðun Eru háskólar á dagskrá? Magnús Karl Magnússon,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson skrifar Skoðun Jólaóskalisti Viðskiptaráðs Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hryggjarstykki jólanna Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Lyfsalar og heilbrigðisráðuneyti - í bergmálshelli? Már Egilsson skrifar Skoðun RS veiran – blikur á lofti Valtýr Stefánsson Thors skrifar Skoðun Matvælaöryggi og matvælaöryggismenning Hanna Lóa Skúladóttir,Guðrún Adolfsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða í boði ASÍ Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun II Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Það var á þessum degi 1918, í lok heimstyrjaldarinnar fyrri sem krafan ALDREI AFTUR STRÍÐ hljómaði um heim allan. Ekki leið á löngu þar til önnur styrjöld skall á í Evrópu og breiddist út um heiminn, enn hryllilegri en sú fyrri. Þá var kjarnorkuvopnum beitt í fyrsta sinn gegn íbúum tveggja borga í Japan, Hiroshima og Nagasaki. Hundruð þúsunda voru brennd til dauða og urðu geislun að bráð og eftirlifendur eiga enn við afleiðingar að stríða. Þar var Bandaríkjaher að verki og Truman forseti. OSLÓ OG MORÐIN Á RABIN OG ARAFAT Það vildi svo til árið 2004 að Yasser Arafat lést á þessum sama degi af óskýrðum orsökum, nema helst eitrun, en slíku vopni hafði áður verið beitt gegn palestínskum leiðtogum af Mossad, ísraelsku leyniþjónustunni. Arafat forseti hafði lengi verið á aftökulista Mossad og fleiri tilraunir verið gerðar til að taka hann af lífi. Enginn einn einstaklingur lagði meira á sig til að koma á friði milli Palestínu og Ísraels. Ef nefna ætti annan, þá er það Rabin hershöfðingi og forsætisráðherra Ísraels. Þeir undirrituðu hið umdeilda Oslóarsamkomulag 1993 og Ísak Rabin galt fyrir það með lífi síni. Það var Netanyahu, núverandi forsætisráðherra Ísraels sem kvað upp dauðadóminn yfir Rabin í æsingaræðu er hann kvað Rabin ekkert eiga skilið nema dauðann fyrir að svíkja þjóð sína og svíkja Guð með því að ætla að skila herteknu svæðunum einsog samkomulagið fól í sér. Örfáum dögum síðar var Rabin skotinn á útifundi. Ekkja hans óskaði eftir að Netanjahu og félagar yrðu ekki við jarðarförina. ALLSHERJARHERNÁM SÍÐAN 1967 OG TVEGGJA RÍKJA LAUSNIN Palestínumegin skipti mestu að Arafat tókst að sannfæra þjóðina og leiðtoga allra flokka um að söguleg eftirgjöf væri óhjákvæmileg, að sættast á alþjóðlega viðurkenndu landamærin, „grænu línuna“ sem kölluð var, hudna, vopnahléslínan frá 1949. Hún afmarkaði Gaza og Vesturbakkann í smækkkaðri mynd að meðtalinni Austur-Jerúsalem. Þetta voru 22% af sögulegri Palestínu, en nýstofnað Ísraelsríki fékk 78% landsins. Þetta fól í sér viðurkenningu á Ísraelsríki. Þessi landamæri þurrkuðust út í 6 daga stríðinu 1967, þegar Ísrael lagði alla Palestínu undir sig auk fleiri svæða í nágrannalöndum. Sameinuðu þjóðirnar hafa ávallt krafist þess að Ísrael skili herteknu svæðunum frá 1967 og græna línan er enn einu viðurkenndu landamærin, enda þótt Ísrael viðurkenni engin landamæri, hvorki fyrir sig né nágranna sína. Hún er grundvöllur tveggja ríkja lausnarinnar svokölluðu. HRYÐJUVERK, GRUNNUR AÐ ÍSRALESRÍKI - NAKBA Allt frá fyrstu tíð og áður en Ísraelsríki var stofnað voru hryðjuverkasveitir gyðinga að verki, bæði gegn breska nýlenduveldinu, en fyrst og fremst gegn palestínskum íbúum landsins. Þessar sveitir sameinuðust við stofnun Ísraelsríkis 1948 og mynduðu Varnarlið Ísraels, IDF sem er heiti Ísraelshers. Þegar nokkur arabaríki réðust inn í nýstofnað Ísraelsríki höfðu þau ekki erindi sem erfiði, í samanburði við IDF voru þetta lélegir herir og illa vopnum búnir. Ísraelsríki hefur frá fyrstu tíð haft hernaðarlega yfirburði, enda litið á sig sem útvörð vestrænna og ekki síst bandarískra hagsmuna. Síonismi er hugtak yfir þá stefnu að eignast landið Palestínu sem heimaland og helstu leiðtogar einsog David Ben Gurion fóru ekkert leynt með það í ræðu og riti, að rýma þyrfti til ef takast ætti að reisa gyðingaríki í Palestínu. NAKBA, eða hörmungarnar miklu fólu í sér dauða og eyðileggingu palestínskra byggða og landflótta 750.000 manns sem var þá nærri helmingur landsmanna. Þetta varð upphafið að einu mesta flóttamannavandamálii sögunnar, en þetta fólk og afkomendur þess, sem ekki hefur fengið að snúa heim aftur er nú yfir 5 milljónir manns. Þetta eru hörmungarnar, NAKBA eða helförin. Henni hefur í raun aldrei linnt, en verið hryllilegust nú undanfarið ár, einkum á Gaza. RÉTTURINN TIL AÐ SNÚA HEIM AFTUR Sumt af flóttafólkinu frá 1948 settist að í flóttamannabúðum á Gaza, aðrir á Vesturbakkanum og í nálægum löndum. Enn aðrir eru búsettir víðsvegar um heiminn. Ef það er eitthvað eitt sem sameinar palestínsku þjóðina umfram annað, þá er það rétturinn til að snúa heim aftur og baráttan fyrir þeim rétti. Og á móti kemur að það er fátt sem Ísraelsmenn eru eins mikið á móti og sá réttur. Ég tel að það eigi við um þá langflesta. Með fáum undantekningum mega þeir ekki heyra það nefnt, jafnvel frjálslyndir og vinstrisinnaðir einstaklingar sem eru nú einhvers staðar til ennþá. Þeir geta gagnrýnt ísraelsku ríkisstjórnina, gagnrýnt hernámið, en þegar kemur að rétti flóttafólks til að snúa heim aftur er einsog hár múr rísi, sem erfitt er að komast yfir. Þá eru rökin til dæmis þau, að með heimkomu flóttafólks væri vegiið að tilvistargrunni Ísraelsríkis. Reyni maður að minnast á grundvallarrétt hverrar manneskju og þau mannréttindi að fá að snúa aftur til heimkynna sinna að stríði loknu og þegar aðstæður leyfa, er talað fyrir daufum eyrum. STRÍÐ GEGN BÖRNUM Í fjölmiðlum er gjarnan talað um „átökin“ fyrir botni Miðjarðarhafs og „stríð“ sem nú geysi á Gaza, Netanyahu kallar það stríð gegn Hamas. Frá upphafi hefur þó verið ljóst að þetta er fyrst og fremst stríð gegn börnum, gegn mæðrum og konum almennt. Sameinuðu þjóðirnar hafa nýverið upplýst að upplýsingar sem lágu fyrir frá heilbrigðisyfirvöldum á Gaza séu fullkomlega réttar. Enda liggja fyrir nafnalistar dáinna barna og annarra, yfir 17 þúsund barna og í allt meira en 43 þúsund manns. Yfir 100 þúsund manns hafa særst og tugir þúsunda hlotið örkuml sem verða ævarandi, að ekki sé minnst á andlegar afleiðingar hernaðarins á alla, og ekki síst börnin. Nefna má að heilbrigðisþjónustan á Gaza er kostuð af stjórnvöldum í Ramallah, en ekki Hamas, einsog haldið er fram til að véfengja dánartölur. EKKI STRÍÐ EÐA ÁTÖK, HELDUR SKIPULÖGÐ ÚTRÝMING Það er ekki rétt að nota orð eins og átök eða stríð um þjóðarmorðið á Gaza sem heimurinn hefur horft upp á í meira en ár og lítið gert til að stöðva það. Það er útrýmingarherferð sem á sér stað undir forystu Netanyahu, stríðsglæpamanns sem Alþjóða glæpadómstólinn (ICC) hefur óskað eftir að verði handtekinn. Á hinn bóginn hefur Alþjóðadómstóll Sameinuðu þjóðanna í Haag (ICJ) til umfjöllunar kæru Suður-Afríkju og fleiri landa vegna þjóðarmorðs Ísraels í Palestínu. Með því að tala um átök eða stríð er gefið í skyn að tveir herir, tveir stríðsaðilar takist á, einsog til dæmis í varnarstríði Úkraínu gegn innrás Rússlands. Um slíkt er ekki að ræða á Gaza. Mörgum þykir þjóðarmorð vera of vægt orð til að lýsa framferði Ísraelshers, þjóðernishreinsunum og óhugnanlegum stríðsglæpum sem beinast einkum að börnum og konum. Þjóðarmorð er fyrst og fremst lagalegt hugtak, en auðvitað er það líka lýsandi í þessu tilviki um það hvernig ríkisstjórn Ísraels beitir einum fullkomnasta her heims og leyniþjónustu til að myrða varnarlaust fólk sem hefur ekkert til saka unnið annað en að fæðast sem Palestínumenn. Talað var um að andspyrnuhreyfing Hamas teldi um 30 þúsund manns, fyrst og fremst með frumstæð handvopn og heimagerðar eldflaugar. Netanyahu hefur beitt ekki færri en hálfrar milljóna her, fullkomnustu árásarflugvélum, F15 og F16, ógrynni eldflauga og skriðdreka, einnig herskipum. ÓLÝSANLEG GRIMMD Grimmilegasta vopnið hefur verið að skrúfa fyrir vatn, rafmagn, matvæli, lyf og sjúkragögn. Þar sem sprengjurnar og eldflaugarnar ná ekki að drepa alla, þá á að svelta fólkið til bana og skapa þær aðstæður að ekki er hægt að sinna sjúkum og særðum. Sjúkrahúsin eyðilögð, læknar og heilbrigðisstarfsfólk fangelsað, pyntað og myrt. Sumum hefur þó verið sleppt eftir ólögmæta fangelsun og pyntingar og hafa lýsingar þeirra verið hryllilegar. Það þjónar líka tilgangi fyrir Netanyahu og hans lið að skapa sem mesta skelfingu meðal íbúanna. Sú aðferð var notuð frá fyrstu dögum Nakba, þegar heilu þorpunum var gjöreytt og sérhvert mannsbarn myrt, ungir sem aldnir. Þetta var síðan útbásúnað til að skapa skelfingu og auka á landflóttann. Fólkið á Gaza upplifir þetta nú að nýju, en meiri grimmd og tortýmingu. Nú kemst enginn undan og enginn staður er öruggur fyrir árásum Ísraelshers. Um allan heim eru stríðsglæpir og þjóðarmorð Ísraelsstjórnar og hers fordæmd af alþýðu manna, en það nær ekki til valdamiðstöðva Vesturlanda. Með Bandaríkin í broddi fylkingar, styðja Evrópusambandið og NATO-ríki útrýmingarstefnu Ísraels með vopnum, fjármunum, áróðri og ýmissi ívilnan. STÖÐVA VERÐUR ÞJÓÐARMORÐIÐ Þessu verður að linna. Friðsöm leið til að stöðva glæpina er að þrýsta á Ísrael með stöðvun vopnasendinga og viðskipta á sem flestum sviðum. Baráttan gegn apartheid í Suður-Afríku vísar veginn. Nelson Mandela hafði líka gjarnan á orði, að Suður-Afríka yrði ekki frjáls fyrr en Palestína hefur fengið frelsi. Við megum líka taka það til okkar. Lifi frjáls Palestína. Aldrei aftur stríð. Höfundur er heimilislæknir og heiðursborgari í Palestínu.
Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun
Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson Skoðun
Skoðun Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir skrifar
Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson skrifar
Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun
Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson Skoðun