Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann skrifar 12. nóvember 2024 07:45 Er mennta- og barnamálaráðherra hafður í felum og er það af ástæðu? Ég væri ekki hissa ef svo væri því verklausari ráðherra, sér í lagi í málflokknum sem snýr að olnbogabörnum, held ég að við höfum ekki haft en einmitt Ásmund Einar Daðason í áratugi. Ég hef ekki breytt þeirri skoðun minni að hann ætti að segja af sér eftir brunann á Stuðlum þar sem ungur maður lést í blóma lífsins, en það hefur hann ekki gert enn. Ég ætla að minna á það enn einu sinni að hann ber ábyrgð á þessum málaflokki. Ef mannslíf hjá ungum manni er ekki nóg til þess að segja af sér, hvað þarf þá til drengurinn deyr á stofnun sem heyrir undir hans ráðuneyti og málaflokk sem hann hefur vanrækt svo árum skiptir? Á hinum Norðurlöndunum myndi ráðherra segja af sér samdægurs, kannski vegna þess að þeir vita hver ráðherraábyrgðin er þegar svona alvarleg mál koma upp. Ég ætla í þessu samhengi að benda á grein sem starfsfélagi minn til 17 ára og á tímabili yfirmaður minn, Böðvar Björnsson, skrifaði í gær á skoðun á Vísi.is með heitinu Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Sú grein gefur okkur góða innsýn í hver veruleikinn hefur verið í þessum málaflokki og það hefur tvímælalaust ekkert lagast í ráðherratíð Ásmundar Einars Daðasonar sem mennta- og barnamálaráðherra hvað þessi mál varðar, miklu frekar versnað. Glærusýningar Hann hefur átt það sameiginlegt með Sigurði Inga formanni Framsóknarflokksins að vera duglegur að halda glærusýningar, skipa í ráð og nefndir og vinna að skipulagi sem ætlar engan enda að taka eins og í húsnæðismálum og samgöngumálum hjá Sigurði en það hefur ekkert orðið úr verki Ásmundar annað en að tala við fólkið í risinu á Fílabeinsturninum og dæla peningum þangað. Núna á að reyna að bjarga sér fyrir horn með því að opna með hraði meðferðarheimili í Skálatúni í Mosfellsbæ sem sinnir engan veginn þörfinni sem samfélagið okkar þarf á að halda í dag til að meðferða börn í alvarlegum vanda. Ætli hann haldi ekki álíka flugeldasýningu þá og þegar hann skrifaði undir viljayfirlýsingu við Garðabæ um að reisa sérhæft meðferðarheimili fyrir ungmenni á aldrinum 12-18 ára 21. desember 2018 þegar hann opnar Skúlatúnsheimilið. En það stendur autt sérhæft meðferðarheimili í Skagafirði sem var sérstaklega hugsað fyrir unga afbrotamenn, af hverju fer það ekki í notkun? Hvað varð um þau áform að reisa sérhæft meðferðarheimili í Garðabæ? Eru teikningar enn í skúffu í fjármálaráðuneytinu? Á meðan kjallarinn morknar verður íburðurinn alltaf meiri í risinu, á sama tíma versnar lesskilningur drengja og staða olnbogabarna á Íslandi, og sér í lagi þeirra sem eru að glíma við fíkn og félagsleg vandamál, og úrræðum fækkar. Enn og aftur skora ég á fólk að lesa greinina hans Böðvars Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu. Frítt spil Þessi ráðherra hefur fengið algjörlega frítt spil hjá íslenskum fjölmiðlum og hann er aldrei spurður alvöru spurninga eins og hvað þarf til svo ráðherra sæti ábyrgð og segi af sér? Dugar ekki að einstaklingur í blóma lífsins láti lífið á stofnun sem er á hans ábyrgð og að hann hafi vanrækt skyldur sínar að sinna málaflokknum ungmenni í vanda svo árum skiptir? Við þurfum ekki nema að horfa til síðustu ára til að sjá hver staðan er, svo ekki sé talað um málefni ungra afbrotamanna, þar spólum við í sömu hjólförum og fyrir 30 árum síðan? Mér væri það sönn ánægja að mæta honum í fjölmiðlum og ræða þessi mál á mannamáli við hann, þá kannski fást svör við því af hverju hann hefur dregið lappirnar í þessu og af hverju hann segir ekki af sér. Ég er til hvenær sem er. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag og Miðflokksmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Er mennta- og barnamálaráðherra hafður í felum og er það af ástæðu? Ég væri ekki hissa ef svo væri því verklausari ráðherra, sér í lagi í málflokknum sem snýr að olnbogabörnum, held ég að við höfum ekki haft en einmitt Ásmund Einar Daðason í áratugi. Ég hef ekki breytt þeirri skoðun minni að hann ætti að segja af sér eftir brunann á Stuðlum þar sem ungur maður lést í blóma lífsins, en það hefur hann ekki gert enn. Ég ætla að minna á það enn einu sinni að hann ber ábyrgð á þessum málaflokki. Ef mannslíf hjá ungum manni er ekki nóg til þess að segja af sér, hvað þarf þá til drengurinn deyr á stofnun sem heyrir undir hans ráðuneyti og málaflokk sem hann hefur vanrækt svo árum skiptir? Á hinum Norðurlöndunum myndi ráðherra segja af sér samdægurs, kannski vegna þess að þeir vita hver ráðherraábyrgðin er þegar svona alvarleg mál koma upp. Ég ætla í þessu samhengi að benda á grein sem starfsfélagi minn til 17 ára og á tímabili yfirmaður minn, Böðvar Björnsson, skrifaði í gær á skoðun á Vísi.is með heitinu Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Sú grein gefur okkur góða innsýn í hver veruleikinn hefur verið í þessum málaflokki og það hefur tvímælalaust ekkert lagast í ráðherratíð Ásmundar Einars Daðasonar sem mennta- og barnamálaráðherra hvað þessi mál varðar, miklu frekar versnað. Glærusýningar Hann hefur átt það sameiginlegt með Sigurði Inga formanni Framsóknarflokksins að vera duglegur að halda glærusýningar, skipa í ráð og nefndir og vinna að skipulagi sem ætlar engan enda að taka eins og í húsnæðismálum og samgöngumálum hjá Sigurði en það hefur ekkert orðið úr verki Ásmundar annað en að tala við fólkið í risinu á Fílabeinsturninum og dæla peningum þangað. Núna á að reyna að bjarga sér fyrir horn með því að opna með hraði meðferðarheimili í Skálatúni í Mosfellsbæ sem sinnir engan veginn þörfinni sem samfélagið okkar þarf á að halda í dag til að meðferða börn í alvarlegum vanda. Ætli hann haldi ekki álíka flugeldasýningu þá og þegar hann skrifaði undir viljayfirlýsingu við Garðabæ um að reisa sérhæft meðferðarheimili fyrir ungmenni á aldrinum 12-18 ára 21. desember 2018 þegar hann opnar Skúlatúnsheimilið. En það stendur autt sérhæft meðferðarheimili í Skagafirði sem var sérstaklega hugsað fyrir unga afbrotamenn, af hverju fer það ekki í notkun? Hvað varð um þau áform að reisa sérhæft meðferðarheimili í Garðabæ? Eru teikningar enn í skúffu í fjármálaráðuneytinu? Á meðan kjallarinn morknar verður íburðurinn alltaf meiri í risinu, á sama tíma versnar lesskilningur drengja og staða olnbogabarna á Íslandi, og sér í lagi þeirra sem eru að glíma við fíkn og félagsleg vandamál, og úrræðum fækkar. Enn og aftur skora ég á fólk að lesa greinina hans Böðvars Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu. Frítt spil Þessi ráðherra hefur fengið algjörlega frítt spil hjá íslenskum fjölmiðlum og hann er aldrei spurður alvöru spurninga eins og hvað þarf til svo ráðherra sæti ábyrgð og segi af sér? Dugar ekki að einstaklingur í blóma lífsins láti lífið á stofnun sem er á hans ábyrgð og að hann hafi vanrækt skyldur sínar að sinna málaflokknum ungmenni í vanda svo árum skiptir? Við þurfum ekki nema að horfa til síðustu ára til að sjá hver staðan er, svo ekki sé talað um málefni ungra afbrotamanna, þar spólum við í sömu hjólförum og fyrir 30 árum síðan? Mér væri það sönn ánægja að mæta honum í fjölmiðlum og ræða þessi mál á mannamáli við hann, þá kannski fást svör við því af hverju hann hefur dregið lappirnar í þessu og af hverju hann segir ekki af sér. Ég er til hvenær sem er. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag og Miðflokksmaður.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar