Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar 12. nóvember 2024 09:15 Margir Íslendingar þurfa reglulega að velta fyrir sér þessari spurningu. Fólk sem flutti frá æskuslóðum til að sækja menntun og reynslu annars staðar. Flest þekkjum við dæmi og jafnvel af eigin raun. Það er stórkostlegt hve margir fá tækifæri til að hleypa heimdraganum, kynnast nýjum stöðum og stækka reynsluheiminn. Sumir koma sér fyrir, stofna jafnvel fjölskyldu og ílengjast. En yfirleitt dúkkar upp spurningin á einhverjum tímapunkti. Hvenær á að flytja heim? Svarið felur kannski sjaldnast í sér nákvæma tímasetningu heldur aðstæður sem þurfa að vera fyrir hendi. Og það er eitt af því sem samfélög hringinn í kringum landið velta fyrir sér, hvað þurfi til þess að ungt fólk vilji koma aftur heim. Atvinnumöguleikar, húsnæðismál, vinir og fjölskylda, skólar, afþreying, mannlíf og nærþjónusta ýmisskonar eru dæmi um atriði sem geta skipt máli. Það var að minnsta kosti þannig þegar ég stóð í þessum sporum á sínum tíma og valdi Ísland, Akureyri nánar tiltekið. En við erum sem betur fer misjöfn og þar af leiðandi skora ólíkir búsetukostir mishátt. Samgöngur og heilbrigðisþjónusta eru grunnstoðir Að mínu mati eru þó tvö atriði sem verður að taka sérstaklega út fyrir sviga varðandi hlutverk ríkisvaldsins í byggðaþróun. Öruggar samgöngur og aðgengi að heilbrigðisþjónustu hljóta að vera allt að því nauðsynleg skilyrði fyrir því að fólk geti hugsað sér að setjast að á landsbyggðinni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur góða sögu að segja í þessum efnum, enda hefur hann verið á vaktinni í gegnum helstu framfaraskeið landsins og staðið fyrir mörgum samgönguframkvæmdum sem hafa gjörbreytt búsetuskilyrðum fólks. Hann hefur einnig lagt mikilvæg lóð á vogarskálar við að byggja upp heilbrigðiskerfið og á stundum staðið einn í baráttunni fyrir þróun og raunverulegum framförum, þegar pólitískar kreddur annarra flokka hafa staðið í vegi fyrir bættri þjónustu. Nýtum fjölbreyttar leiðir til árangurs Næsta framfaraskeið í þessum mikilvægu málaflokkum getur verið framundan. Markmiðið er að veita öllum trausta heilbrigðisþjónustu óháð búsetu og efnahag, en til þess þarf að skilgreina betur hlutverk og auka samstarf þjónustuveitenda, bæði opinberra og sjálfstætt starfandi. Við þurfum að standa vörð um fjármögnun, en jafnframt að leggja meiri áherslu á nýsköpun, stafrænar lausnir og fjarheilbrigðisþjónustu í bland við komur sérfræðinga á heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni og draga þannig úr kostnaðarsömum læknisheimsóknum til Reykjavíkur. Í þessu samhengi er vert að nefna sérstaklega Sjúkrahúsið á Akureyri sem gegnir lykilhlutverki gagnvart stóru svæði og landinu í heild sem varasjúkrahús. Við eigum framúrskarandi heilbrigðisstarfsfólk og þurfum að búa þannig um hnútana að það vilji búa hér og sinna sínum verðmætu störfum um allt land. Hvað samgöngumálin varðar þá ætti að vera forgangsmál stjórnvalda á hverjum tíma að halda við og byggja upp vegi, brýr og aðra samgönguinnviði. Stefna Sjálfstæðisflokksins er að forgangsraða fjármunum til nauðsynlegra samgönguúrbóta og beita fjölbreyttari leiðum, meðal annars í samstarfi við einkaaðila, til þess að flýta uppbyggingu. Umferð hefur stóraukist og slit á vegum sömuleiðis á meðan tekjur til viðhalds og endurbóta hafa dregist saman. Mikilvægt er að tryggja fjármögnun á vegakerfinu til framtíðar og þótt við getum deilt um leiðir og útfærslu þá hlýtur að vera eðlilegt að þeir sem nota vegina taki aukinn þátt í að halda þeim við. Að mínu mati þyrfti jafnframt að setja kraft í jarðgangaframkvæmdir enda af nógu að taka, ekki síst á Norður- og Austurlandi, og ætti að vera markmið að á hverjum tíma séu ein jarðgöng á framkvæmdastigi. Það eru sannarlega verk að vinna, en við þurfum að forgangsraða nauðsynlegum innviðum svo að fólk geti raunverulega valið sér búsetu. En til þess þurfum við líka sterkan Sjálfstæðisflokk – fyrir okkur öll. Höfundur skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Margir Íslendingar þurfa reglulega að velta fyrir sér þessari spurningu. Fólk sem flutti frá æskuslóðum til að sækja menntun og reynslu annars staðar. Flest þekkjum við dæmi og jafnvel af eigin raun. Það er stórkostlegt hve margir fá tækifæri til að hleypa heimdraganum, kynnast nýjum stöðum og stækka reynsluheiminn. Sumir koma sér fyrir, stofna jafnvel fjölskyldu og ílengjast. En yfirleitt dúkkar upp spurningin á einhverjum tímapunkti. Hvenær á að flytja heim? Svarið felur kannski sjaldnast í sér nákvæma tímasetningu heldur aðstæður sem þurfa að vera fyrir hendi. Og það er eitt af því sem samfélög hringinn í kringum landið velta fyrir sér, hvað þurfi til þess að ungt fólk vilji koma aftur heim. Atvinnumöguleikar, húsnæðismál, vinir og fjölskylda, skólar, afþreying, mannlíf og nærþjónusta ýmisskonar eru dæmi um atriði sem geta skipt máli. Það var að minnsta kosti þannig þegar ég stóð í þessum sporum á sínum tíma og valdi Ísland, Akureyri nánar tiltekið. En við erum sem betur fer misjöfn og þar af leiðandi skora ólíkir búsetukostir mishátt. Samgöngur og heilbrigðisþjónusta eru grunnstoðir Að mínu mati eru þó tvö atriði sem verður að taka sérstaklega út fyrir sviga varðandi hlutverk ríkisvaldsins í byggðaþróun. Öruggar samgöngur og aðgengi að heilbrigðisþjónustu hljóta að vera allt að því nauðsynleg skilyrði fyrir því að fólk geti hugsað sér að setjast að á landsbyggðinni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur góða sögu að segja í þessum efnum, enda hefur hann verið á vaktinni í gegnum helstu framfaraskeið landsins og staðið fyrir mörgum samgönguframkvæmdum sem hafa gjörbreytt búsetuskilyrðum fólks. Hann hefur einnig lagt mikilvæg lóð á vogarskálar við að byggja upp heilbrigðiskerfið og á stundum staðið einn í baráttunni fyrir þróun og raunverulegum framförum, þegar pólitískar kreddur annarra flokka hafa staðið í vegi fyrir bættri þjónustu. Nýtum fjölbreyttar leiðir til árangurs Næsta framfaraskeið í þessum mikilvægu málaflokkum getur verið framundan. Markmiðið er að veita öllum trausta heilbrigðisþjónustu óháð búsetu og efnahag, en til þess þarf að skilgreina betur hlutverk og auka samstarf þjónustuveitenda, bæði opinberra og sjálfstætt starfandi. Við þurfum að standa vörð um fjármögnun, en jafnframt að leggja meiri áherslu á nýsköpun, stafrænar lausnir og fjarheilbrigðisþjónustu í bland við komur sérfræðinga á heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni og draga þannig úr kostnaðarsömum læknisheimsóknum til Reykjavíkur. Í þessu samhengi er vert að nefna sérstaklega Sjúkrahúsið á Akureyri sem gegnir lykilhlutverki gagnvart stóru svæði og landinu í heild sem varasjúkrahús. Við eigum framúrskarandi heilbrigðisstarfsfólk og þurfum að búa þannig um hnútana að það vilji búa hér og sinna sínum verðmætu störfum um allt land. Hvað samgöngumálin varðar þá ætti að vera forgangsmál stjórnvalda á hverjum tíma að halda við og byggja upp vegi, brýr og aðra samgönguinnviði. Stefna Sjálfstæðisflokksins er að forgangsraða fjármunum til nauðsynlegra samgönguúrbóta og beita fjölbreyttari leiðum, meðal annars í samstarfi við einkaaðila, til þess að flýta uppbyggingu. Umferð hefur stóraukist og slit á vegum sömuleiðis á meðan tekjur til viðhalds og endurbóta hafa dregist saman. Mikilvægt er að tryggja fjármögnun á vegakerfinu til framtíðar og þótt við getum deilt um leiðir og útfærslu þá hlýtur að vera eðlilegt að þeir sem nota vegina taki aukinn þátt í að halda þeim við. Að mínu mati þyrfti jafnframt að setja kraft í jarðgangaframkvæmdir enda af nógu að taka, ekki síst á Norður- og Austurlandi, og ætti að vera markmið að á hverjum tíma séu ein jarðgöng á framkvæmdastigi. Það eru sannarlega verk að vinna, en við þurfum að forgangsraða nauðsynlegum innviðum svo að fólk geti raunverulega valið sér búsetu. En til þess þurfum við líka sterkan Sjálfstæðisflokk – fyrir okkur öll. Höfundur skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun