Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar 12. nóvember 2024 08:21 „Vertu ekki að plata mig, þú ert bara að nota mig“. Þessi fleygu orð Siggu Beinteins koma upp í hugann núna í aðdraganda kosninga þegar flokkar reyna að setja á sig hina ýmsu hatta í þeirri von einni að sækja atkvæði tiltekinni hópa. Það er í sjálfu sér enginn nýjung. Hingað til hafa hins vegar ekki margir flokkar, sem mælast inn á þing í skoðanakönnunum, gefið sig út fyrir hægristefnu, að Sjálfstæðisflokknum undanskildum. Hafa nú bæst við tveir flokkar, Viðreisn og Miðflokkur. Hafa þeir a.m.k. náð að telja einhverjum í trú um að þeir bjóði upp á sannfærandi hægristefnu. Þegar betur er að gáð er innihaldið heldur rýrt. Töfralausnir Byrjum á Viðreisn. Flokk sem hefur ekki boðað neina sérstaka hægristefnu hingað til. Lausn Viðreisnar við svo gott sem öllum heimsins vandamálum er alltaf sú sama; að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Heilbrigðiskerfið? ESB. Menntamálin? ESB. Húsnæðisvandinn? Ekkert sem evran getur ekki lagað. Deilir þú, lesandi góður, þessari ofurtrú Viðreisnar á að ESB lagi allt á milli himins og jarðar getur þú með góðri samvisku greitt Viðreisn atkvæði þitt í 30. nóvember næstkomandi. Aðhyllist þú aftur á móti hægristefnu munt þú ekki fá mikið fyrir sinn snúð. Markmið Viðreisnar er enda að koma á vinstristjórn. Ekki hefur verið farið í neinar grafgötur með þær fyrirætlanir. Til dæmis lýsti oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður því nýlega yfir að hún kysi frekar ríkisstjórnarsamstarf með Samfylkingunni en Sjálfstæðisflokknum. Draumur um samstarf með vinstriflokk, sem lofað hefur stórauknum ríkisútgjöldum og skattahækkunum, er ekki lýsandi fyrir merkilega hægristefnu. Þess utan hefur Viðreisn markaðssett sig sem frjálslyndan flokk, án þess að þó að málflutningur flokksins beri þess sérstaklega merki. Vissulega hefur Viðreisn viðhaft frjálslyndari stefnu en systurflokkur hennar Samfylkingin, en má vart á milli sjá í viðhorfi Viðreisnar og annarra vinstriflokka til frelsi einstaklingsins. Flokkurinn hefur t.d. stutt frumvörp um auknar og takmarkanir á atvinnufrelsi og tjáningarfrelsi. Þá reis Viðreisn upp á afturlappirnar þegar eina mannréttindalöggjöf seinasta kjörtímabils, um félagafrelsi á vinnumarkaði, var til umræðu á Alþingi og mælti sérstaklega gegn því. Ekki verður því séð að Viðreisn sé haldin sérstakri frelsisást umfram aðra, þótt síður sé. Óheillandi ferilskrá Fyrir áhugamenn um ábyrgan ríkisrekstur er Viðreisn tæplega heillandi kostur. Á sveitarstjórnarstigi hefur flokkurinn myndað meirihluta með Samfylkingunni sl. sex ár með alvarlegum afleiðingum, sérílagi fyrir þau sem eiga börn á leikskólaaldri. Ekkert bendir til þess að annað verði á boðstólnum í ríkisstjórn þessara flokka. Ef litið er til afreka Viðreisnar í ríkisstjórn þá er þeirra helsta arfleið að þröngva í gegn íþyngjandi kvöð á alla vinnustaði, þar sem starfa 25 eða fleiri, sem gengur undir nafninu jafnlaunavottun og hefur þau áhrif ein að auka útgjöld. Enginn marktækur munur mælist á kynbundnum launamun hjá þeim aðilum sem hafa jafnlaunavottun og þeim sem gera það ekki. Hefur vottunin hlotið viðurnefnið láglaunavottun í daglegu tali. Lögbundinn miðjuflokkur Hinn flokkurinn í umræðunni um hægriflokka er Miðflokkurinn. Ákveðin mótsögn er falin í því enda ætti nafn flokksins að vera augljós vísbending um staðsetningu hans á stjórnmálaásnum. Sjálfur oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður varaði kjósendur við því að kjósa vinstristjórn til valda og hvatti þá til að „kjósa til hægri“ í útvarpsviðtali á dögunum. Gluggum nú lítið eitt í lög Miðflokksins, en þar segir strax í 2. grein að „Miðflokkurinn er flokkur með djúpar rætur á miðju stjórnmálanna." Svo mörg voru þau orð. Það leikur enginn vafi um að oddvitinn er gegnheil hægrikona, en allt stefnir í að hún vakni upp við vondan draum þegar hún áttar sig á því að samflokksmenn hennar deila ekki pólitískri sýn hennar. Hugsanlega ætti oddvitinn frekar að vera í framboði fyrir einhvern annan flokk, jafnvel einhvern borgarasinnaðan hægriflokk sem tæki henni vel. Mér dettur strax einn í hug. Statler og Waldorf Alþingis Undirritaður hefur engu að síður afskaplega gaman af þingmönnum Miðflokksins, þeim Sigmundi Davíð og Bergþóri Ólasyni. Þeir minna oft á gömlu kallana á svölunum í Prúðuleikurunum, sem sitja uppi í rjáfri reytandi af sér háðsglósurnar á meðan vesalings Kermit reynir að halda sýningunni gangandi. Þeir eru oft og tíðum hnyttnir og skemmtilegir en gera afskaplega takmarkað gagn. Það er nefnilega auðvelt að koma með stanslausar aðfinnslur og þeim mun auðveldara að mæta sem sjaldnast í þingsal. Langþægilegast er svo að bíða og sjá hvar hentugast er að safna atkvæðum og haga málflutningi eftir því. Er það þekkt aðferðarfærði miðjuflokka og svo sem ekki að undra að klofningsframboð úr Framsóknarflokknum beiti þeirri aðferð. Það er mun erfiðara að bjóða upp á skýra stefnu og raunhæfar lausnir. Það er auðvitað freistandi að velja auðveldustu leiðina. Það er mikilvægt að til séu flokkar sem standast þá freistingu og geta staðið með sinni sannfæringu, jafnvel þó hún sé óvinsæl, enda byggi hún á skýrri stefnu og hugmyndafræði. Slíkir flokkar eru hins vegar sjaldnast miðjuflokkar. Stjórnarandstöðulúxus Rétt er að hafa á bak við eyrað að hvorki Viðreisn né Miðflokkurinn hafa þurft að gera eina einustu málamiðlum á seinustu tveimur kjörtímabilum. Ekki vegna þess að stefna þeirra sé svo óumdeild að málamyndanir gerist ekki þörf. Nei, flokkarnir hafa búið við þann lúxus sem stjórnarandstöðuflokkar búa eðli máls samkvæmt við, að þurfa aldrei að miðla málum eða bera ábyrgð á orðum sínum. Komi til þess að umræddir flokkar setjist í ríkisstjórn verður erfitt fyrir þá að þykjast heilagri en aðrir. Munu þeir þá neyðast til þess að miðla málum og samþykkja eitt og annað sem þeim er þvert um geð. Það yrði fróðlegt að sjá. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Sjá meira
„Vertu ekki að plata mig, þú ert bara að nota mig“. Þessi fleygu orð Siggu Beinteins koma upp í hugann núna í aðdraganda kosninga þegar flokkar reyna að setja á sig hina ýmsu hatta í þeirri von einni að sækja atkvæði tiltekinni hópa. Það er í sjálfu sér enginn nýjung. Hingað til hafa hins vegar ekki margir flokkar, sem mælast inn á þing í skoðanakönnunum, gefið sig út fyrir hægristefnu, að Sjálfstæðisflokknum undanskildum. Hafa nú bæst við tveir flokkar, Viðreisn og Miðflokkur. Hafa þeir a.m.k. náð að telja einhverjum í trú um að þeir bjóði upp á sannfærandi hægristefnu. Þegar betur er að gáð er innihaldið heldur rýrt. Töfralausnir Byrjum á Viðreisn. Flokk sem hefur ekki boðað neina sérstaka hægristefnu hingað til. Lausn Viðreisnar við svo gott sem öllum heimsins vandamálum er alltaf sú sama; að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Heilbrigðiskerfið? ESB. Menntamálin? ESB. Húsnæðisvandinn? Ekkert sem evran getur ekki lagað. Deilir þú, lesandi góður, þessari ofurtrú Viðreisnar á að ESB lagi allt á milli himins og jarðar getur þú með góðri samvisku greitt Viðreisn atkvæði þitt í 30. nóvember næstkomandi. Aðhyllist þú aftur á móti hægristefnu munt þú ekki fá mikið fyrir sinn snúð. Markmið Viðreisnar er enda að koma á vinstristjórn. Ekki hefur verið farið í neinar grafgötur með þær fyrirætlanir. Til dæmis lýsti oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður því nýlega yfir að hún kysi frekar ríkisstjórnarsamstarf með Samfylkingunni en Sjálfstæðisflokknum. Draumur um samstarf með vinstriflokk, sem lofað hefur stórauknum ríkisútgjöldum og skattahækkunum, er ekki lýsandi fyrir merkilega hægristefnu. Þess utan hefur Viðreisn markaðssett sig sem frjálslyndan flokk, án þess að þó að málflutningur flokksins beri þess sérstaklega merki. Vissulega hefur Viðreisn viðhaft frjálslyndari stefnu en systurflokkur hennar Samfylkingin, en má vart á milli sjá í viðhorfi Viðreisnar og annarra vinstriflokka til frelsi einstaklingsins. Flokkurinn hefur t.d. stutt frumvörp um auknar og takmarkanir á atvinnufrelsi og tjáningarfrelsi. Þá reis Viðreisn upp á afturlappirnar þegar eina mannréttindalöggjöf seinasta kjörtímabils, um félagafrelsi á vinnumarkaði, var til umræðu á Alþingi og mælti sérstaklega gegn því. Ekki verður því séð að Viðreisn sé haldin sérstakri frelsisást umfram aðra, þótt síður sé. Óheillandi ferilskrá Fyrir áhugamenn um ábyrgan ríkisrekstur er Viðreisn tæplega heillandi kostur. Á sveitarstjórnarstigi hefur flokkurinn myndað meirihluta með Samfylkingunni sl. sex ár með alvarlegum afleiðingum, sérílagi fyrir þau sem eiga börn á leikskólaaldri. Ekkert bendir til þess að annað verði á boðstólnum í ríkisstjórn þessara flokka. Ef litið er til afreka Viðreisnar í ríkisstjórn þá er þeirra helsta arfleið að þröngva í gegn íþyngjandi kvöð á alla vinnustaði, þar sem starfa 25 eða fleiri, sem gengur undir nafninu jafnlaunavottun og hefur þau áhrif ein að auka útgjöld. Enginn marktækur munur mælist á kynbundnum launamun hjá þeim aðilum sem hafa jafnlaunavottun og þeim sem gera það ekki. Hefur vottunin hlotið viðurnefnið láglaunavottun í daglegu tali. Lögbundinn miðjuflokkur Hinn flokkurinn í umræðunni um hægriflokka er Miðflokkurinn. Ákveðin mótsögn er falin í því enda ætti nafn flokksins að vera augljós vísbending um staðsetningu hans á stjórnmálaásnum. Sjálfur oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður varaði kjósendur við því að kjósa vinstristjórn til valda og hvatti þá til að „kjósa til hægri“ í útvarpsviðtali á dögunum. Gluggum nú lítið eitt í lög Miðflokksins, en þar segir strax í 2. grein að „Miðflokkurinn er flokkur með djúpar rætur á miðju stjórnmálanna." Svo mörg voru þau orð. Það leikur enginn vafi um að oddvitinn er gegnheil hægrikona, en allt stefnir í að hún vakni upp við vondan draum þegar hún áttar sig á því að samflokksmenn hennar deila ekki pólitískri sýn hennar. Hugsanlega ætti oddvitinn frekar að vera í framboði fyrir einhvern annan flokk, jafnvel einhvern borgarasinnaðan hægriflokk sem tæki henni vel. Mér dettur strax einn í hug. Statler og Waldorf Alþingis Undirritaður hefur engu að síður afskaplega gaman af þingmönnum Miðflokksins, þeim Sigmundi Davíð og Bergþóri Ólasyni. Þeir minna oft á gömlu kallana á svölunum í Prúðuleikurunum, sem sitja uppi í rjáfri reytandi af sér háðsglósurnar á meðan vesalings Kermit reynir að halda sýningunni gangandi. Þeir eru oft og tíðum hnyttnir og skemmtilegir en gera afskaplega takmarkað gagn. Það er nefnilega auðvelt að koma með stanslausar aðfinnslur og þeim mun auðveldara að mæta sem sjaldnast í þingsal. Langþægilegast er svo að bíða og sjá hvar hentugast er að safna atkvæðum og haga málflutningi eftir því. Er það þekkt aðferðarfærði miðjuflokka og svo sem ekki að undra að klofningsframboð úr Framsóknarflokknum beiti þeirri aðferð. Það er mun erfiðara að bjóða upp á skýra stefnu og raunhæfar lausnir. Það er auðvitað freistandi að velja auðveldustu leiðina. Það er mikilvægt að til séu flokkar sem standast þá freistingu og geta staðið með sinni sannfæringu, jafnvel þó hún sé óvinsæl, enda byggi hún á skýrri stefnu og hugmyndafræði. Slíkir flokkar eru hins vegar sjaldnast miðjuflokkar. Stjórnarandstöðulúxus Rétt er að hafa á bak við eyrað að hvorki Viðreisn né Miðflokkurinn hafa þurft að gera eina einustu málamiðlum á seinustu tveimur kjörtímabilum. Ekki vegna þess að stefna þeirra sé svo óumdeild að málamyndanir gerist ekki þörf. Nei, flokkarnir hafa búið við þann lúxus sem stjórnarandstöðuflokkar búa eðli máls samkvæmt við, að þurfa aldrei að miðla málum eða bera ábyrgð á orðum sínum. Komi til þess að umræddir flokkar setjist í ríkisstjórn verður erfitt fyrir þá að þykjast heilagri en aðrir. Munu þeir þá neyðast til þess að miðla málum og samþykkja eitt og annað sem þeim er þvert um geð. Það yrði fróðlegt að sjá. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun