Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. nóvember 2024 19:32 Leo Chenal stal fyrirsögnunum eftir ótrúlegan sigur Chiefs. Kansas City Chiefs Kansas City Chiefs eru á einhvern ótrúlegan hátt enn ósigraðir í NFL-deildinni. Liðið hefur nú unnið níu leiki í röð en það má segja að liðið lifi á lyginni. Strax í 1. umferð NFL-deildarinnar tókst Chiefs á einhvern ótrúlegan hátt að landa sigri þegar leikmaður Baltimore Ravens var gripinn í landhelgi. Væri sá leikmaður með fætur hálfu skónúmeri minni þá hefði leikurinn farið í framlengingu. Patrick Mahomes, Travis Kelce og félagar þurftu svo framlengingu til að leggja Tampa Bay Buccaneers að velli þann 5. nóvember og þá vann liðið eins stigs sigur á Cincinnati Bengals í 2. umferð. Hvað leik Chiefs gegn Denver Broncos á Arrowhead-vellinum í Kansas City þá tókst heimamönnum að vinna tveggja stiga sigur, 16-14. Undir loks leiks stefndi hins vegar allt í að gestirnir myndu vinna leikinn. Sóknarleikur Chiefs hefur oft verið betri en það verður ekki tekið af meisturunum að meiðslalisti þeirra er ógnvænlegur. Þeim hefur hins vegar á einhvern ótrúlegan hátt tekist að finna leiðir til að vinna leiki sína til þessa og það tókst þeim aftur í gær. TRAVIS FINDS THE END ZONE‼️ pic.twitter.com/jOEgziget1— Kansas City Chiefs (@Chiefs) November 10, 2024 Mahomes hafði fundið vin sinn Kelce fyrir einu snertimarki og þá hafði Harrison Butker sparkað fyrir tíu stigum. Liðinu gekk hins vegar illa að klára sóknirnar sínar og endaði tvívegis með að sætta sig við vallarmark þegar liðið var hársbreidd frá endamarkinu. Eftir að hafa tekið Andy Reid, þjálfari Chiefs, hafði tekið sitt síðasta leikhlé var ljóst að Denver gat spilað klukkuna niður og unnið leikinn með vallarmarki án þess að Chiefs gæti brugðist við. Það var nákvæmlega það sem gestirnir gerðu, boltanum var stillt upp fyrir Wil Lutz. Á einhvern ótrúlegan hátt tókst Leo Chenal hins vegar að komast framhjá manninum sem átti að hindra för hans og stökkva fyrir spark Lutz. Í kjölfarið náði Chiefs boltanum og leiktíminn rann út. Sjón er sögu ríkari en myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan. NOT IN OUR HOUSE 👆 pic.twitter.com/CnXgKHl3jU— Kansas City Chiefs (@Chiefs) November 10, 2024 Lokatölur á Arrowhead 16-14 og Chiefs nú unnið níu leiki í röð. Ekkert annað lið NFL-deildarinnar hefur unnið alla sína leiki til þessa. Detroit Lions hefur unnið átta leik og tapað einum á meðan Buffalo Bills hefur unnið átta og tapað tveimur. Önnur úrslit Baltimore Ravens 35 – 34 Cincinnati Bengals Carolina Panthers 20 – 17 New York Giants Cleveland Bears 3 – 19 New England Patriots Tampa Bay Buccaneers 20 – 23 San Francisco 49ers Indianapolis Colts 20 – 30 Buffalo Bills Washington Commanders 27 – 28 Pittsburgh Steelers Los Angeles Chargers 27 – 17 Tennessee Titans Arizona Cardinals 31 – 6 New York Jets Dallas Cowboys 6 – 34 Philadelphia Eagles Houston Texans 23 – 26 Detroit Lions NFL Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira
Strax í 1. umferð NFL-deildarinnar tókst Chiefs á einhvern ótrúlegan hátt að landa sigri þegar leikmaður Baltimore Ravens var gripinn í landhelgi. Væri sá leikmaður með fætur hálfu skónúmeri minni þá hefði leikurinn farið í framlengingu. Patrick Mahomes, Travis Kelce og félagar þurftu svo framlengingu til að leggja Tampa Bay Buccaneers að velli þann 5. nóvember og þá vann liðið eins stigs sigur á Cincinnati Bengals í 2. umferð. Hvað leik Chiefs gegn Denver Broncos á Arrowhead-vellinum í Kansas City þá tókst heimamönnum að vinna tveggja stiga sigur, 16-14. Undir loks leiks stefndi hins vegar allt í að gestirnir myndu vinna leikinn. Sóknarleikur Chiefs hefur oft verið betri en það verður ekki tekið af meisturunum að meiðslalisti þeirra er ógnvænlegur. Þeim hefur hins vegar á einhvern ótrúlegan hátt tekist að finna leiðir til að vinna leiki sína til þessa og það tókst þeim aftur í gær. TRAVIS FINDS THE END ZONE‼️ pic.twitter.com/jOEgziget1— Kansas City Chiefs (@Chiefs) November 10, 2024 Mahomes hafði fundið vin sinn Kelce fyrir einu snertimarki og þá hafði Harrison Butker sparkað fyrir tíu stigum. Liðinu gekk hins vegar illa að klára sóknirnar sínar og endaði tvívegis með að sætta sig við vallarmark þegar liðið var hársbreidd frá endamarkinu. Eftir að hafa tekið Andy Reid, þjálfari Chiefs, hafði tekið sitt síðasta leikhlé var ljóst að Denver gat spilað klukkuna niður og unnið leikinn með vallarmarki án þess að Chiefs gæti brugðist við. Það var nákvæmlega það sem gestirnir gerðu, boltanum var stillt upp fyrir Wil Lutz. Á einhvern ótrúlegan hátt tókst Leo Chenal hins vegar að komast framhjá manninum sem átti að hindra för hans og stökkva fyrir spark Lutz. Í kjölfarið náði Chiefs boltanum og leiktíminn rann út. Sjón er sögu ríkari en myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan. NOT IN OUR HOUSE 👆 pic.twitter.com/CnXgKHl3jU— Kansas City Chiefs (@Chiefs) November 10, 2024 Lokatölur á Arrowhead 16-14 og Chiefs nú unnið níu leiki í röð. Ekkert annað lið NFL-deildarinnar hefur unnið alla sína leiki til þessa. Detroit Lions hefur unnið átta leik og tapað einum á meðan Buffalo Bills hefur unnið átta og tapað tveimur. Önnur úrslit Baltimore Ravens 35 – 34 Cincinnati Bengals Carolina Panthers 20 – 17 New York Giants Cleveland Bears 3 – 19 New England Patriots Tampa Bay Buccaneers 20 – 23 San Francisco 49ers Indianapolis Colts 20 – 30 Buffalo Bills Washington Commanders 27 – 28 Pittsburgh Steelers Los Angeles Chargers 27 – 17 Tennessee Titans Arizona Cardinals 31 – 6 New York Jets Dallas Cowboys 6 – 34 Philadelphia Eagles Houston Texans 23 – 26 Detroit Lions
NFL Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira