„Gæsahúð, án gríns“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 11. nóvember 2024 19:02 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. vísir/einar Ný sýning verður opnuð á laugardaginn, degi íslenskrar tungu, í Eddu, húsi íslenskunnar, en þar munu sum af verðmætustu handritum Íslendinga vera til sýnis. Fréttastofa fékk forskot á sæluna þegar að handritin voru flutt á milli húsa í dag. Um tuttugu handrit voru flutt frá Árnastofnun yfir í Eddu, hús íslenskunnar í hádeginu. Handritunum var pakkað saman á bak við luktar dyr og síðan trillað út á kerru af forstöðumanni Árnastofnunar og menningarmálaráðherra. Mikil spenna greip um sig meðal viðstaddra við það að sjá jafn sögufræga muni flutta. Hvernig er tilfinningin að flytja svona mikil verðmæti á kerru? „Gæsahúð, án gríns,“ sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, þegar hún stóð ásamt Guðrúnu Norðdal, forstöðumanni Stofnunar Árna Magnússona, úti í rigningu með fjölda handrita í ýmis konar kössum sem voru allir vafðir í plast. Fyrir utan Árnagarð. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra og Guðrún Norðdal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar.Vísir/Einar Flutt með lögreglufylgd Handritin voru síðan flutt á milli húsa í lögreglufylgd. Konungsbók Snorra-Eddu og Flateyjarbók var stillt upp til sýnis fyrir fréttamenn en á laugardag, á degi íslenskrar tungu, verður ný sýning opnuð. Mun almenningur hafa aðgang að hluta handritanna ótímabundið. Guðrún segir að um mikil tímamót sé að ræða. „Sýningin, við köllum hana, Heimur í orðum, hún fjallar um þessa fjölbreytni og ríkidæmi sem er í handritamenningunni. En þetta er ákveðin tenging við söguna, þessi bók er til dæmis 700 ára gömul og maður getur hugsað sér hvernig hún hefur lifað af aldirnar í höndum fólksins í landinu,“ sagði Guðrún í samtali við fréttastofu. Konungsbók Snorra-Eddu og Flateyjarbók.vísir/einar Tuttugu handrit flutt til landsins frá Danmörku Jafnframt verða um tuttugu handrit sem eru nú í Danmörku flutt til landsins og sett upp til sýnis, tímabundið. Guðrún hvetur fólk eindregið til að leggja leið sína á sýninguna. „Við þurfum auðvitað að skipta handritum út, þau þurfa að hvíla sig á milli. Það er ekki hægt að hafa sama handritið lengi á sýningu. Þannig það þarf að fara í hvíld og það kemur annað í staðinn. Þegar yfir lýkur verður búið að sýna vel á annað hundrað handrit.“ FlateyjarbókVísir/Einar Lilja Dögg fagnar því að það handritin séu loksins komin í Eddu og að þetta hafi verið lengi í bígerð. Hún segir að þetta sé í fyrsta sinn sem að handritin verði til sýnis allt árið í kring. Hún segir mikilvægt að miðla þessari ríku og flottu sögu og sérstaklega til ungs fólks. „Þetta hefur mjög mikla þýðingu, því þetta hefur verið mitt hjartans mál að þetta sé aðgengilegt, að Eddu-kvæðin og norræna goðafræðin og Íslendingasögunnar og allt þetta, að uppruni okkar menningar sé svona aðgengileg. Þetta er algjör draumur að rætast,“ sagði Lilja. Bókmenntir Handritasafn Árna Magnússonar Reykjavík Fornminjar Menning Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Um tuttugu handrit voru flutt frá Árnastofnun yfir í Eddu, hús íslenskunnar í hádeginu. Handritunum var pakkað saman á bak við luktar dyr og síðan trillað út á kerru af forstöðumanni Árnastofnunar og menningarmálaráðherra. Mikil spenna greip um sig meðal viðstaddra við það að sjá jafn sögufræga muni flutta. Hvernig er tilfinningin að flytja svona mikil verðmæti á kerru? „Gæsahúð, án gríns,“ sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, þegar hún stóð ásamt Guðrúnu Norðdal, forstöðumanni Stofnunar Árna Magnússona, úti í rigningu með fjölda handrita í ýmis konar kössum sem voru allir vafðir í plast. Fyrir utan Árnagarð. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra og Guðrún Norðdal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar.Vísir/Einar Flutt með lögreglufylgd Handritin voru síðan flutt á milli húsa í lögreglufylgd. Konungsbók Snorra-Eddu og Flateyjarbók var stillt upp til sýnis fyrir fréttamenn en á laugardag, á degi íslenskrar tungu, verður ný sýning opnuð. Mun almenningur hafa aðgang að hluta handritanna ótímabundið. Guðrún segir að um mikil tímamót sé að ræða. „Sýningin, við köllum hana, Heimur í orðum, hún fjallar um þessa fjölbreytni og ríkidæmi sem er í handritamenningunni. En þetta er ákveðin tenging við söguna, þessi bók er til dæmis 700 ára gömul og maður getur hugsað sér hvernig hún hefur lifað af aldirnar í höndum fólksins í landinu,“ sagði Guðrún í samtali við fréttastofu. Konungsbók Snorra-Eddu og Flateyjarbók.vísir/einar Tuttugu handrit flutt til landsins frá Danmörku Jafnframt verða um tuttugu handrit sem eru nú í Danmörku flutt til landsins og sett upp til sýnis, tímabundið. Guðrún hvetur fólk eindregið til að leggja leið sína á sýninguna. „Við þurfum auðvitað að skipta handritum út, þau þurfa að hvíla sig á milli. Það er ekki hægt að hafa sama handritið lengi á sýningu. Þannig það þarf að fara í hvíld og það kemur annað í staðinn. Þegar yfir lýkur verður búið að sýna vel á annað hundrað handrit.“ FlateyjarbókVísir/Einar Lilja Dögg fagnar því að það handritin séu loksins komin í Eddu og að þetta hafi verið lengi í bígerð. Hún segir að þetta sé í fyrsta sinn sem að handritin verði til sýnis allt árið í kring. Hún segir mikilvægt að miðla þessari ríku og flottu sögu og sérstaklega til ungs fólks. „Þetta hefur mjög mikla þýðingu, því þetta hefur verið mitt hjartans mál að þetta sé aðgengilegt, að Eddu-kvæðin og norræna goðafræðin og Íslendingasögunnar og allt þetta, að uppruni okkar menningar sé svona aðgengileg. Þetta er algjör draumur að rætast,“ sagði Lilja.
Bókmenntir Handritasafn Árna Magnússonar Reykjavík Fornminjar Menning Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira