Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Lovísa Arnardóttir skrifar 11. nóvember 2024 09:28 Engin götulýsing er víða í Kópavogsbæ. Vísir/Vilhelm Bilun er í götulýsingu víða í Kópavogi og hefur verið frá því fyrir helgi. Unnið er að lagfæringu en vatn komst í rafstreng sem liggur nærri bilun. Búið er að koma umferðarljósum í gang sem einnig biluðu í morgun. Bilun í jarðstreng veldur ljósleysi á götuljósum í kringum Sundlaug Kópavogs, nánar tiltekið á Borgarholtsbraut og Urðarbraut. Í svari frá bænum varðandi bilunina segir að þar sé gamall jarðstrengur og að líklega hafi komist bleyta í hann með þeim afleiðingum að rafmagn sló út. Ljósleysið nær frá Bókasafni Kópavogs og niður að gatnamótum Borgarholtsbrautum og Urðarbrautar. „Unnið er að því að staðsetja bilunina og viðgerð verður framkvæmd þegar staðsetning hennar er fundin. Einnig er bilun í jarðstreng á gatnamótum Dalvegar og Digranesvegar sem veldur rafmagnsleysi á götuljósum þar. Þar er unnið að staðsetningu og viðgerð í kjölfarið,“ segir í svari frá bænum um bilunina. Erfitt fyrir börn á leið í skóla Bilunin hefur verið rædd þó nokkuð í hverfishópnum Kársnesið okkar á Facebook segir að götulýsingin hafi verið biluð á Borgarholtsbraut í morgun. Auk þess hafi umferðarljós dottið út í morgun og því hafi það reynst börnum erfitt að komast yfir götuna í morgun á leið í skólann. „Það voru hrædd og ringluð börn sem reyndu að fara yfir gatnamót Borgarholtsbrautar og Urðarbrautar í morgun, það var ekki nóg með að slökkt væri á ljósastaurunum, umferðarljósin voru líka biluð. Ég hringdi í lögguna til að biðja um aðstoð,“ segir ein kona í hópnum og önnur að lögreglan hafi komið á vettvang. „Það er verið að vinna í þessu. Það eru tvö teymi að reyna að finna út úr þeim bilunum sem eru í gangi í augnablikinu. Sem eru óvenju margar og á óvenju mörgum stöðum í augnablikinu,“ sagði Gestur Valdimar Bjarnason verkefnastjóri götulýsingar í samtali við fréttastofu í morgun. Ljóslaust frá bókasafni að sundlaug Þar lýsa fleiri því að hafa tilkynnt ljósleysið til bæjarins en fyrsta umræða um málið er á föstudag. Í gær kemur fram í umræðu að ljóslaust hafi verið frá bókasafni og að sundlaug. Þá segir annar að einnig hafi verið ljóslaust í Smáranum og því virðist það ekki einskorðast við Kársnesið. Fram kemur í umræðunum að einhverjir sem hafi tilkynnt málið hafi verið bent á fyrirtækið Rafal sem sjái um lýsingu í bænum. Samkvæmt upplýsingum frá þeim er teymi frá þeim að vinna að lagfæringu. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu eða myndir á ritstjorn@visir.is. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um uppruna bilunarinnar. Uppfærð klukkan 11:26 þann 11.11.2024. Kópavogur Umferðaröryggi Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Bilun í jarðstreng veldur ljósleysi á götuljósum í kringum Sundlaug Kópavogs, nánar tiltekið á Borgarholtsbraut og Urðarbraut. Í svari frá bænum varðandi bilunina segir að þar sé gamall jarðstrengur og að líklega hafi komist bleyta í hann með þeim afleiðingum að rafmagn sló út. Ljósleysið nær frá Bókasafni Kópavogs og niður að gatnamótum Borgarholtsbrautum og Urðarbrautar. „Unnið er að því að staðsetja bilunina og viðgerð verður framkvæmd þegar staðsetning hennar er fundin. Einnig er bilun í jarðstreng á gatnamótum Dalvegar og Digranesvegar sem veldur rafmagnsleysi á götuljósum þar. Þar er unnið að staðsetningu og viðgerð í kjölfarið,“ segir í svari frá bænum um bilunina. Erfitt fyrir börn á leið í skóla Bilunin hefur verið rædd þó nokkuð í hverfishópnum Kársnesið okkar á Facebook segir að götulýsingin hafi verið biluð á Borgarholtsbraut í morgun. Auk þess hafi umferðarljós dottið út í morgun og því hafi það reynst börnum erfitt að komast yfir götuna í morgun á leið í skólann. „Það voru hrædd og ringluð börn sem reyndu að fara yfir gatnamót Borgarholtsbrautar og Urðarbrautar í morgun, það var ekki nóg með að slökkt væri á ljósastaurunum, umferðarljósin voru líka biluð. Ég hringdi í lögguna til að biðja um aðstoð,“ segir ein kona í hópnum og önnur að lögreglan hafi komið á vettvang. „Það er verið að vinna í þessu. Það eru tvö teymi að reyna að finna út úr þeim bilunum sem eru í gangi í augnablikinu. Sem eru óvenju margar og á óvenju mörgum stöðum í augnablikinu,“ sagði Gestur Valdimar Bjarnason verkefnastjóri götulýsingar í samtali við fréttastofu í morgun. Ljóslaust frá bókasafni að sundlaug Þar lýsa fleiri því að hafa tilkynnt ljósleysið til bæjarins en fyrsta umræða um málið er á föstudag. Í gær kemur fram í umræðu að ljóslaust hafi verið frá bókasafni og að sundlaug. Þá segir annar að einnig hafi verið ljóslaust í Smáranum og því virðist það ekki einskorðast við Kársnesið. Fram kemur í umræðunum að einhverjir sem hafi tilkynnt málið hafi verið bent á fyrirtækið Rafal sem sjái um lýsingu í bænum. Samkvæmt upplýsingum frá þeim er teymi frá þeim að vinna að lagfæringu. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu eða myndir á ritstjorn@visir.is. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um uppruna bilunarinnar. Uppfærð klukkan 11:26 þann 11.11.2024.
Kópavogur Umferðaröryggi Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira