Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar 11. nóvember 2024 09:45 Nýverið heyrði ég í ungum frumkvöðli sem stofnaði sprotafyrirtæki fyrir nokkrum árum og hefur lagt allt í sölurnar til að byggja undir reksturinn. Það hefur gengið upp og ofan eins og svo oft í heimi frumkvöðla. Fyrirtækið hefur tekið þátt í ýmsum hröðlum, frumkvöðlakeppnum og sótt um styrki svo hægt sé að halda áfram þróun og greiða laun. En þessi tiltekni frumkvöðull var eitt sinn sem oft áður að fara í gegnum flókið ferli við styrkumsókn og þurfti að skila af sér ítarlegri umsókn sem tók að minnsta kosti hundrað tíma að undirbúa. Þar voru allar upplýsingar um fyrirtækið í löngu máli ásamt fyrirsögnum og millifyrirsögnum. En nokkru síðar kom neitun frá styrkveitanda. Fyrirtækið var ekki gjaldgengt til að fá styrk því það var misræmi í einni millifyrirsögn. Í stað þess að standa Útgáfa I stóð þar Haust 2024. Og það eitt var nóg til þess að umsóknin væri ekki einu sinni tekin til skoðunar. Computer says no. Ein millifyrirsögn dæmir þannig keppandann úr leik. Finnum lausnir Ég hef heyrt sögur sem eru sambærilegar við sögu unga frumkvöðulsins á ferðum mínum um Norðvesturkjördæmi. Ungt og kjarkað fólk með stórar hugmyndir fyrir svæðið sitt. Sem vill búa í sinni heimabyggð og byggja þar upp fjölbreytt atvinnulíf. En hnökrar og tafir kerfisins tæma allt súrefni. Og þá stöndum við frammi fyrir því að fólkið okkar fer að leita annað – jafnvel út fyrir landsteinana. Þannig töpum við dýrmætum tækifærum til að stuðla að fjölbreyttari atvinnuvegum. Oft á svæðum sem þyrftu svo sannarlega á því að halda. Við hljótum að vera sammála um að kerfin eigi að virka - fyrir fólkið í landinu. Það á ekki bara við um kerfin sem frumkvöðlar sækja í. Heldur einnig kerfin sem eiga að grípa fólk sem bíður eftir heilbrigðisþjónustu, börn sem eru föst á biðlistum, fjölskyldufólk sem safnar skuldum í fæðingarorlofi, ungt fólk sem kemst ekki inn á húsnæðismarkaðinn, ungmenni sem fóta sig ekki í hefðbundnu menntakerfi svo dæmi séu tekin. Öll kerfi eru mannanna verk. Gleymum því ekki. Breytum þessu Við Íslendingar erum rík þjóð. Við erum rík af auðlindum, hreinu vatni, jarðvarma, fiski í sjónum, fersku lofti og fallegri náttúru. En hvernig stendur þá á því að okkur tekst ekki betur að þjóna fólkinu okkar? Ætti rík þjóð ekki að geta búið þegnum sínum samfélag þar sem velmegun og jöfn tækifæri er forsendan? Þar sem fólk þarf ekki að tapa heilsunni og jafnvel aleigunni við að glíma við kerfi sem ekki þjónar því? Við getum sannarlega gert betur. Við göngum brátt til kosninga og höfum tækifæri til að kjósa nýja ríkisstjórn. Það er von mín að sú ríkisstjórn verði ríkisstjórn breytinga. Ríkisstjórn sem hefur hagsmuni fólksins í landinu að leiðarljósi en ekki sérhagsmuni þeirra sem halda í stjórnartaumana. Viðreisn er tilbúin að taka þátt í slíkri ríkisstjórn - og þannig stjórnmálum. Því við segjum: „Almannahagsmunir framar sérhagsmunum“ og við meinum það. Ekki bara í orði heldur líka á borði. Breytum þessu. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið heyrði ég í ungum frumkvöðli sem stofnaði sprotafyrirtæki fyrir nokkrum árum og hefur lagt allt í sölurnar til að byggja undir reksturinn. Það hefur gengið upp og ofan eins og svo oft í heimi frumkvöðla. Fyrirtækið hefur tekið þátt í ýmsum hröðlum, frumkvöðlakeppnum og sótt um styrki svo hægt sé að halda áfram þróun og greiða laun. En þessi tiltekni frumkvöðull var eitt sinn sem oft áður að fara í gegnum flókið ferli við styrkumsókn og þurfti að skila af sér ítarlegri umsókn sem tók að minnsta kosti hundrað tíma að undirbúa. Þar voru allar upplýsingar um fyrirtækið í löngu máli ásamt fyrirsögnum og millifyrirsögnum. En nokkru síðar kom neitun frá styrkveitanda. Fyrirtækið var ekki gjaldgengt til að fá styrk því það var misræmi í einni millifyrirsögn. Í stað þess að standa Útgáfa I stóð þar Haust 2024. Og það eitt var nóg til þess að umsóknin væri ekki einu sinni tekin til skoðunar. Computer says no. Ein millifyrirsögn dæmir þannig keppandann úr leik. Finnum lausnir Ég hef heyrt sögur sem eru sambærilegar við sögu unga frumkvöðulsins á ferðum mínum um Norðvesturkjördæmi. Ungt og kjarkað fólk með stórar hugmyndir fyrir svæðið sitt. Sem vill búa í sinni heimabyggð og byggja þar upp fjölbreytt atvinnulíf. En hnökrar og tafir kerfisins tæma allt súrefni. Og þá stöndum við frammi fyrir því að fólkið okkar fer að leita annað – jafnvel út fyrir landsteinana. Þannig töpum við dýrmætum tækifærum til að stuðla að fjölbreyttari atvinnuvegum. Oft á svæðum sem þyrftu svo sannarlega á því að halda. Við hljótum að vera sammála um að kerfin eigi að virka - fyrir fólkið í landinu. Það á ekki bara við um kerfin sem frumkvöðlar sækja í. Heldur einnig kerfin sem eiga að grípa fólk sem bíður eftir heilbrigðisþjónustu, börn sem eru föst á biðlistum, fjölskyldufólk sem safnar skuldum í fæðingarorlofi, ungt fólk sem kemst ekki inn á húsnæðismarkaðinn, ungmenni sem fóta sig ekki í hefðbundnu menntakerfi svo dæmi séu tekin. Öll kerfi eru mannanna verk. Gleymum því ekki. Breytum þessu Við Íslendingar erum rík þjóð. Við erum rík af auðlindum, hreinu vatni, jarðvarma, fiski í sjónum, fersku lofti og fallegri náttúru. En hvernig stendur þá á því að okkur tekst ekki betur að þjóna fólkinu okkar? Ætti rík þjóð ekki að geta búið þegnum sínum samfélag þar sem velmegun og jöfn tækifæri er forsendan? Þar sem fólk þarf ekki að tapa heilsunni og jafnvel aleigunni við að glíma við kerfi sem ekki þjónar því? Við getum sannarlega gert betur. Við göngum brátt til kosninga og höfum tækifæri til að kjósa nýja ríkisstjórn. Það er von mín að sú ríkisstjórn verði ríkisstjórn breytinga. Ríkisstjórn sem hefur hagsmuni fólksins í landinu að leiðarljósi en ekki sérhagsmuni þeirra sem halda í stjórnartaumana. Viðreisn er tilbúin að taka þátt í slíkri ríkisstjórn - og þannig stjórnmálum. Því við segjum: „Almannahagsmunir framar sérhagsmunum“ og við meinum það. Ekki bara í orði heldur líka á borði. Breytum þessu. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun