Lögreglan bannaði bjór á B5 Bjarki Sigurðsson skrifar 9. nóvember 2024 15:37 Bjórinn sem Gunnar heldur á er óáfengur á íslenskum mælikvarða. Einungis 0,5 prósent áfengismagn. Samband ungra framsóknarmanna fékk ekki að bjóða upp á áfengi þegar kosningamiðstöð þeirra var opnuð við Bankastræti 5 í gær. Formaðurinn segir að einhverjir hafi verið súrir þegar þeir gátu eingöngu fengið óáfenga drykki á staðnum en þeir boða til nýrrar veislu í næstu viku. Framsóknarmenn höfðu ætlað sér að bjóða gestum og gangandi í kosningamiðstöðina í gærkvöldi. Planið var að bjóða upp á léttar veigar, áfengar sem óáfengar, fyrir þá sem mættu. Ekkert varð þó úr því eftir að Gunnar Ásgrímsson, formaður Sambands ungra framsóknarmanna, fékk símtal frá lögreglunni í gær. „Við fengum símtal frá lögreglunni í hádeginu þar sem þeir voru að spyrja um viðburðinn. Við útskýrðum fyrirkomulagið og að við ætluðum ekki að vera fram á nótt, bara létta og skemmtilega stemningu. Þeir sögðu að við hefðum þurft tækifærisleyfi fyrir þessum viðburði. Sem ég hef ekki vitað til að þurfi almennt við opnun kosningamiðstöðva,“ segir Gunnar í samtali við fréttastofu. Góðtemplararnir á B5 Hann segir það hafa verið smá vonbrigði að hafa þurft að breyta viðburðinum með svo skömmum fyrirvara. Eina leiðin til að ná að fagna opnuninni hafi verið að sleppa áfenginu. Taka hlutina í góðtemplarastíl eins og Gunnar orðar það. „Við vorum með dyravörð því við vissum nú að á föstudagskvöldi getur alltaf verið vesen þarna niðri í bæ. Hann átti fyrst að passa það að enginn undir lögaldri kæmi en fór í það frekar að enginn tæki inn áfengi. En þetta var fín stemning,“ segir Gunnar. Láta þetta ekki stoppa sig Mætingin var góð þó Gunnar hafi fyrst um sinn haft áhyggjur af því að enginn myndi mæta í áfengisleysinu. Fólk streymdi inn og út allt kvöldið. Sumir urðu súrir þegar bjórinn sem þeir fengu var með einungis 0,5 prósent áfengismagn. „Það sýndu allir þessu mjög mikinn skilning og við útskýrðum að því miður höfum við þurft að breyta þessu á síðustu stundu. En næstu helgi verður allt klappað og klárt. Við látum þetta ekki stoppa okkur þótt þessi eini viðburður hafi verið aðeins öðruvísi en við ætluðum fyrst,“ segir Gunnar. Áfengi og tóbak Reykjavík Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Næturlíf Lögreglumál Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Framsóknarmenn höfðu ætlað sér að bjóða gestum og gangandi í kosningamiðstöðina í gærkvöldi. Planið var að bjóða upp á léttar veigar, áfengar sem óáfengar, fyrir þá sem mættu. Ekkert varð þó úr því eftir að Gunnar Ásgrímsson, formaður Sambands ungra framsóknarmanna, fékk símtal frá lögreglunni í gær. „Við fengum símtal frá lögreglunni í hádeginu þar sem þeir voru að spyrja um viðburðinn. Við útskýrðum fyrirkomulagið og að við ætluðum ekki að vera fram á nótt, bara létta og skemmtilega stemningu. Þeir sögðu að við hefðum þurft tækifærisleyfi fyrir þessum viðburði. Sem ég hef ekki vitað til að þurfi almennt við opnun kosningamiðstöðva,“ segir Gunnar í samtali við fréttastofu. Góðtemplararnir á B5 Hann segir það hafa verið smá vonbrigði að hafa þurft að breyta viðburðinum með svo skömmum fyrirvara. Eina leiðin til að ná að fagna opnuninni hafi verið að sleppa áfenginu. Taka hlutina í góðtemplarastíl eins og Gunnar orðar það. „Við vorum með dyravörð því við vissum nú að á föstudagskvöldi getur alltaf verið vesen þarna niðri í bæ. Hann átti fyrst að passa það að enginn undir lögaldri kæmi en fór í það frekar að enginn tæki inn áfengi. En þetta var fín stemning,“ segir Gunnar. Láta þetta ekki stoppa sig Mætingin var góð þó Gunnar hafi fyrst um sinn haft áhyggjur af því að enginn myndi mæta í áfengisleysinu. Fólk streymdi inn og út allt kvöldið. Sumir urðu súrir þegar bjórinn sem þeir fengu var með einungis 0,5 prósent áfengismagn. „Það sýndu allir þessu mjög mikinn skilning og við útskýrðum að því miður höfum við þurft að breyta þessu á síðustu stundu. En næstu helgi verður allt klappað og klárt. Við látum þetta ekki stoppa okkur þótt þessi eini viðburður hafi verið aðeins öðruvísi en við ætluðum fyrst,“ segir Gunnar.
Áfengi og tóbak Reykjavík Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Næturlíf Lögreglumál Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira