Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Sindri Sverrisson skrifar 8. nóvember 2024 14:45 Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon munu lýsa leik ÍR og Keflavíkur í kvöld með sínum einstaka hætti. Stöð 2 Sport Pavel Ermolinskij fékk Helga Má Magnússon með sér í að „gaza“ um leik ÍR og Keflavíkur sem er einnig Gaz-leikur kvöldsins á Stöð 2 BD. Upphitun þeirra má nú sjá á Vísi. Pavel og Helgi ræddu meðal annars brottrekstur Wendell Green í vikunni og áhrifin sem það hefði á leikinn. ÍR er í leit að sínum fyrsta sigri og Keflavík hefur valdið miklum vonbrigðum það sem af er leiktíð, í Bónus-deildinni í körfubolta. Upphitunina má sjá hér að neðan en bein útsending frá Gaz-leiknum, þar sem Pavel og Helgi lýsa leiknum með sínum einstaka hætti, hefst á Stöð 2 BD klukkan 19:10 í kvöld. „Maður sér alveg einhverja leið fyrir ÍR-inga til að loka þessum leik. Það þurfa ekkert einhverjir ótrúlegir hlutir að gerast,“ sagði Helgi og Pavel tók undir það: „Alls ekki. ÍR-ingar áttu flottan leik síðast á móti Álftnesingum. Voru nálægt sigri þar. Eru núna að fara að mæta þessu Keflavíkurliði og manni líður eins og að Keflavík gæti núna unnið besta liðið í deildinni, en líka tapað fyrir neðsta liðinu, sem er ÍR núna. Dagsformið skiptir Keflvíkinga rosalega miklu máli. Þeir treysta mjög mikið á það að eiga góða „skotdaga“. Góða sóknarleiki. Sem þeir hafa í raun og veru ekkert átt í vetur. Við teljum Keflvíkinga alveg sigurstranglegri í þessum leik, en við sjáum alveg leið fyrir ÍR-inga til að vinna.“ Eina spurningin hvort Keflavík muni hitta Keflavík vann KR í síðustu umferð, 94-88, og hefur þar með unnið tvo af fyrstu fimm leikjum sínum. „Keflvíkingar unnu loksins sigur í síðasta leik og mögulega hjálpar það eitthvað aðeins upp á sjálfstraustið. Að sama skapi hefðu ÍR-ingar lokað þessum leik gegn Álftanesi í síðustu umferð, ef þeir hefðu haft smá sjálfstraust. ÍR-ingar þurfa að byggja ofan á þennan síðasta leik, þar sem þeir voru flottir og við stjórnvölinn langan kafla leiksins,“ sagði Helgi. „Eina spurningin sem að situr eftir er hvort að Keflavík sé að fara að hitta eða ekki. Ef þeir gera það ekki þá er ekkert ólíklegt að ÍR sé að fara að vinna þennan leik,“ sagði Pavel. Brotthvarf Green gæti losað um aðra Þeir Helgi voru sammála um að brottrekstur Bandaríkjamannsins Wendell Green gæti haft alls konar áhrif á bæði lið, og til að mynda orðið blóð á tennurnar fyrir ÍR-inga sem gætu séð góða möguleika á sigri. Helgi segir þetta einnig geta orðið til þess að aðrir í Keflavíkurliðinu láti betur ljós sitt skína: „Wendell Green er frábær leikmaður en þetta small bara ekki allt saman. Núna er hann farinn og maður sér alveg leið til þess að þá losni um aðra leikmenn, eins og Hilmar og Sigga, og fleiri leikmenn. Að þeir fái einhverja ábyrgðartilfinningu. „Það er búið að láta leikmann fara. Við erum augljóslega ekki að standa okkur eins og við ætluðum okkur, og það er kannski á mér að stíga núna upp og sýna úr hverju við erum gerðir.““ Bónus-deild karla Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira
Pavel og Helgi ræddu meðal annars brottrekstur Wendell Green í vikunni og áhrifin sem það hefði á leikinn. ÍR er í leit að sínum fyrsta sigri og Keflavík hefur valdið miklum vonbrigðum það sem af er leiktíð, í Bónus-deildinni í körfubolta. Upphitunina má sjá hér að neðan en bein útsending frá Gaz-leiknum, þar sem Pavel og Helgi lýsa leiknum með sínum einstaka hætti, hefst á Stöð 2 BD klukkan 19:10 í kvöld. „Maður sér alveg einhverja leið fyrir ÍR-inga til að loka þessum leik. Það þurfa ekkert einhverjir ótrúlegir hlutir að gerast,“ sagði Helgi og Pavel tók undir það: „Alls ekki. ÍR-ingar áttu flottan leik síðast á móti Álftnesingum. Voru nálægt sigri þar. Eru núna að fara að mæta þessu Keflavíkurliði og manni líður eins og að Keflavík gæti núna unnið besta liðið í deildinni, en líka tapað fyrir neðsta liðinu, sem er ÍR núna. Dagsformið skiptir Keflvíkinga rosalega miklu máli. Þeir treysta mjög mikið á það að eiga góða „skotdaga“. Góða sóknarleiki. Sem þeir hafa í raun og veru ekkert átt í vetur. Við teljum Keflvíkinga alveg sigurstranglegri í þessum leik, en við sjáum alveg leið fyrir ÍR-inga til að vinna.“ Eina spurningin hvort Keflavík muni hitta Keflavík vann KR í síðustu umferð, 94-88, og hefur þar með unnið tvo af fyrstu fimm leikjum sínum. „Keflvíkingar unnu loksins sigur í síðasta leik og mögulega hjálpar það eitthvað aðeins upp á sjálfstraustið. Að sama skapi hefðu ÍR-ingar lokað þessum leik gegn Álftanesi í síðustu umferð, ef þeir hefðu haft smá sjálfstraust. ÍR-ingar þurfa að byggja ofan á þennan síðasta leik, þar sem þeir voru flottir og við stjórnvölinn langan kafla leiksins,“ sagði Helgi. „Eina spurningin sem að situr eftir er hvort að Keflavík sé að fara að hitta eða ekki. Ef þeir gera það ekki þá er ekkert ólíklegt að ÍR sé að fara að vinna þennan leik,“ sagði Pavel. Brotthvarf Green gæti losað um aðra Þeir Helgi voru sammála um að brottrekstur Bandaríkjamannsins Wendell Green gæti haft alls konar áhrif á bæði lið, og til að mynda orðið blóð á tennurnar fyrir ÍR-inga sem gætu séð góða möguleika á sigri. Helgi segir þetta einnig geta orðið til þess að aðrir í Keflavíkurliðinu láti betur ljós sitt skína: „Wendell Green er frábær leikmaður en þetta small bara ekki allt saman. Núna er hann farinn og maður sér alveg leið til þess að þá losni um aðra leikmenn, eins og Hilmar og Sigga, og fleiri leikmenn. Að þeir fái einhverja ábyrgðartilfinningu. „Það er búið að láta leikmann fara. Við erum augljóslega ekki að standa okkur eins og við ætluðum okkur, og það er kannski á mér að stíga núna upp og sýna úr hverju við erum gerðir.““
Bónus-deild karla Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira