Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sindri Sverrisson skrifar 8. nóvember 2024 14:01 Matt Choi þótti fara yfir strikið með framgöngu sinni í New York maraþoninu. Samsett/Getty/Instagram Hinn 29 ára gamli Matt Choi frá Texas, áhrifavaldur á samfélagsmiðlum, hefur verið úrskurðaður í ævilangt bann frá New York maraþoninu vegna hegðunar sinnar í þessu gríðarlega vinsæla maraþonhlaupi. Choi tók þátt í hlaupinu um síðustu helgi en var með myndatökumenn með sér sem fylgdu honum á rafmagnshjólum, og trufluðu aðra keppendur í hlaupinu. New York Road Runners, sem skipuleggur hlaupið, segir í yfirlýsingu að Choi hafi með þessu brotið keppnisreglur hlaupsins sem og reglur alþjóða frjálsíþróttasambandsins. View this post on Instagram A post shared by Matt Choi (@mattchoi_6) „Eitt af því sem NYRR var tilkynnt um var að Choi hefði hlaupið með aðstoð tveggja manna, án heimildar, sem ferðuðust um brautina á rafmagnshjólum og hindruðu aðra hlaupara,“ segir í yfirlýsingu NYRR. Choi kláraði hlaupið á 2:57:15 klukkustundum, eða um 50 mínútum á eftir Abdi Nageeye sem fór með sigur af hólmi í karlaflokki. Vakti reiði annarra hlaupara Ljóst er að hegðun Choi vakti pirring og reiði annarra hlaupara. AP vitnar í skrif eins þeirra á Reddit sem sagði: „Fyrir mig sem hlaupara þá var stórkostlegt að sjá hann. Það gaf mér enn meira hungur í að fara framhjá honum og sjá til þess að ég þyrfti ekki að sjá hann eða þessa heimsku myndatökumenn hans það sem eftir var hlaupsins.“ Choi, sem er með yfir 400.000 fylgjendur á Instagram, virðist hafa séð að sér því hann hefur nú beðist afsökunar í myndbandsfærslu. Choi viðurkennir þar að með því að láta taka upp hlaup sitt hafi hann stofnað öðrum keppendum í hættu og mögulega komið í veg fyrir að þeir næðu sínum besta tíma, eða kæmust til að ná sér í drykki á drykkjarstöðvum. Yfir 55.000 manns kláruðu hlaupið, þar sem farið var í gegnum stóru hverfin fimm í New York. View this post on Instagram A post shared by Matt Choi (@mattchoi_6) „Það er ekkert sem afsakar það sem ég gerði. Ég var eigingjarn á sunnudaginn, með því að fá bróður minn og myndatökumanninn minn til að fylgja mér eftir á rafmagnshjólum, og það hafði alvarlegar afleiðingar. Á meðan að New York maraþonið á að snúast um alla aðra og samfélagið þá lét ég það snúast um sjálfan mig. Ég vil biðja alla sem þetta bitnaði á afsökunar. Svo það sé á hreinu þá átti ég 100% sök á þessu,“ segir Choi sem kveðst ekki ætla að áfrýja banni NYRR. Hlaup Mest lesið Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland Körfubolti EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Íslenski boltinn „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ Sport Real Madrid áfram á sigurbraut Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Fleiri fréttir Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ EM í dag: Fimm mínútna martröð Real Madrid áfram á sigurbraut Valur meistari meistaranna Doncic og félagar í brasi Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Skýrsla Vals: Illt í sálinni Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Sjá meira
Choi tók þátt í hlaupinu um síðustu helgi en var með myndatökumenn með sér sem fylgdu honum á rafmagnshjólum, og trufluðu aðra keppendur í hlaupinu. New York Road Runners, sem skipuleggur hlaupið, segir í yfirlýsingu að Choi hafi með þessu brotið keppnisreglur hlaupsins sem og reglur alþjóða frjálsíþróttasambandsins. View this post on Instagram A post shared by Matt Choi (@mattchoi_6) „Eitt af því sem NYRR var tilkynnt um var að Choi hefði hlaupið með aðstoð tveggja manna, án heimildar, sem ferðuðust um brautina á rafmagnshjólum og hindruðu aðra hlaupara,“ segir í yfirlýsingu NYRR. Choi kláraði hlaupið á 2:57:15 klukkustundum, eða um 50 mínútum á eftir Abdi Nageeye sem fór með sigur af hólmi í karlaflokki. Vakti reiði annarra hlaupara Ljóst er að hegðun Choi vakti pirring og reiði annarra hlaupara. AP vitnar í skrif eins þeirra á Reddit sem sagði: „Fyrir mig sem hlaupara þá var stórkostlegt að sjá hann. Það gaf mér enn meira hungur í að fara framhjá honum og sjá til þess að ég þyrfti ekki að sjá hann eða þessa heimsku myndatökumenn hans það sem eftir var hlaupsins.“ Choi, sem er með yfir 400.000 fylgjendur á Instagram, virðist hafa séð að sér því hann hefur nú beðist afsökunar í myndbandsfærslu. Choi viðurkennir þar að með því að láta taka upp hlaup sitt hafi hann stofnað öðrum keppendum í hættu og mögulega komið í veg fyrir að þeir næðu sínum besta tíma, eða kæmust til að ná sér í drykki á drykkjarstöðvum. Yfir 55.000 manns kláruðu hlaupið, þar sem farið var í gegnum stóru hverfin fimm í New York. View this post on Instagram A post shared by Matt Choi (@mattchoi_6) „Það er ekkert sem afsakar það sem ég gerði. Ég var eigingjarn á sunnudaginn, með því að fá bróður minn og myndatökumanninn minn til að fylgja mér eftir á rafmagnshjólum, og það hafði alvarlegar afleiðingar. Á meðan að New York maraþonið á að snúast um alla aðra og samfélagið þá lét ég það snúast um sjálfan mig. Ég vil biðja alla sem þetta bitnaði á afsökunar. Svo það sé á hreinu þá átti ég 100% sök á þessu,“ segir Choi sem kveðst ekki ætla að áfrýja banni NYRR.
Hlaup Mest lesið Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland Körfubolti EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Íslenski boltinn „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ Sport Real Madrid áfram á sigurbraut Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Fleiri fréttir Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ EM í dag: Fimm mínútna martröð Real Madrid áfram á sigurbraut Valur meistari meistaranna Doncic og félagar í brasi Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Skýrsla Vals: Illt í sálinni Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Sjá meira