Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar 8. nóvember 2024 13:02 Fyrir nokkrum dögum birtist aðsend grein á Vísi frá Guðmundu G. Guðmundsdóttur þar sem hún lýsir á hjartnæman hátt hvernig skaðaminnkandi úrræði hefðu átt þátt í því að styðja son hennar til heilsu. Hún lýkur greininni með því að spyrja þá ellefu stjórnmálaflokka sem nú bjóða fram, hvað þeir ætli sér að gera fyrir fólk með vímuvanda, í löngum biðlistum barna í vanda, og heilbrigðismálum yfirleitt. Ég er starfandi sálfræðingur með sérhæfingu í flóknum áföllum og hef í gegnum tíðina lagt töluverða áherslu á annars vegar fólk með langvinn veikindi og hins vegar fólk sem hefur glímt við vímuefnavanda. Ég hef unnið að því að bæta hag fólks með vímuefnavanda, bæði sem aktívisti og sem fagmanneskja, en ég hef lagt áherslu á skaðaminnkun í minni meðferðarvinnu. Fólk með vímuefnavanda hefur löngum verið óhreinu börnin hennar Evu. Þau mega hvorki sjást né heyrast, þau missa tengsl við samfélagið og upplifa viðingarleysi og fordóma frá samborgurum sínum, sem leiðir af sér djúpstæð neikvæð viðhorf gagnvart sjálfum sér. Skaðaminnkun er gagnreynt meðferðarform sem gengur út á það að mæta einstaklingi þar sem hann er staddur hverju sinni, með mannvirðingu, kærleika og af skilningi. Það vill svo til að þegar hætt er að reyna að troða ofan í einstaklinga hvernig þeir eigi að vera eða hvað þeir eigi að gera, heldur er þeim mætt frekar á jafningjagrundvelli og án þess að þvinga eigin vilja eða skoðanir upp á það, þá hækkar sjálfsálit og sjálfstraust fólks. Það fer að líta á sjálft sig sem “manneskjur” aftur. Með meiri virðingu og trú á sjálft sig, þá sjáum við að glampinn í augum þess kemur aftur og það treystir sér til að taka þau skref sem nauðsynleg eru til að lifa því lífi sem það finnur að það á skilið. Guðmunda lýsti því í grein sinni hvað hefði breyst á þeim 11 mánuðum sem liðnir eru síðan sonur hennar var sem veikastur. Neyslurými og nýr samningur við Vog. Það sem hún lýsti þarna eru einmitt úrræði sem falla undir skaðaminnkun. Sem manneskja sem kom heilmikið að mótun heilbrigðisstefnu Pírata þá langar mig að koma með mína sýn á það sem Píratar hafa fram að færa í málaflokknum. Píratar hafa barist fyrir þennan hóp árum saman, en Píratar hafa verið brautryðjandi í nýrri hugsun og nálgun í stjórnsýslu gagnvart því vandamáli sem vímuefnavandi er. Reyndar ætla ég að fullyrða að enginn flokkur hafi verið jafn natinn og áhugasamur um að reyna að bæta hag fólks með vímuefnavanda heldur en Píratar, með Halldóru Mogensen í fararbroddi á þingi og Dóru Björt fyrir Pírata í borginni. Halldóra mætir galvösk á allar ráðstefnur sem haldnar eru hér á land um málefnið, kynnir sér málin af áhuga, og leggur fram frumvarp eftir frumvarp sem miða að því að bæta hag fólks með vímuefnavanda, og heilbrigðiskerfið í heild sinni. Í borginni hafa Píratar, með Dóru Björt í fararbroddi, unnið grettistak með því að vinna að opnun áðurnefnds neyslurýmis og með því að innleiða stefnuna “húsnæði fyrst”, sem er skaðaminnkandi úrræði til þess að fólk hafi forsendur til þess að ná bata. Píratar hugsa málið heildrænt og út frá raungögnum, og hafa því lagt áherslu á skaðaminnkandi nálgun og gagnreyndar meðferðir frá upphafi flokksins. Sökum þeirrar heildrænnar hugsunar sem einkennir vinnubrögð Pírata hefur flokkurinn ennfremur lagt mikla áherslu á heilbrigðiskerfið. Píratar gera sér grein fyrir því að það má ekki festast í þeirri hugmynd hvað kerfin kosta, heldur að horfa á hversu dýrt það er – bæði í peningum en ekki síður í sársauka og missi – að hafa kerfin ekki í lagi. Píratar leggja því áherslu á að við verðum að byrja á grunninum – sterku félagslegu velferðarkerfi sem grípur bæði börn og fullorðna sem á þurfa að halda – því velferðarkerfið og heilbrigðiskerfið er algjörlega samtvinnað. Fátækt er einn stærsti áhættuþátturinn fyrir bæði líkamleg og tilfinningaleg veikindi, og aukinn ójöfnuður, líkt og við höfum séð gerast í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri Grænna, hefur óhjákvæmilega í för með sér aukið ofbeldi – nokkuð sem við nú sjáum raungerast í mikilli öldu ofbeldis hjá bæði ungmennum og fullorðnum. Heilbrigðisstefna Pírata gerir ráð fyrir að stórauka framlög til kerfisins og innleiða bæði áfallamiðaða og skaðaminnkandi nálgun í heilbrigðiskerfinu. Yrði það gert myndi það draga úr fordómum, misgreiningum og mismeðhöndlun einkenna – bæði líkamlegra og tilfinningalegra. Píratar eins og ég, fagmanneskjur með þá brennandi hugsjón að sjá samfélagskerfin okkar VIRKA fyrir hinn almenna borgara, hafa tekið höndum saman og skrifað stefnurnar, í samráði við aðra í grasrót og frambjóðendur, og útkoman er ein sú ítarlegasta og flottasta heilbrigðisáætlun sem sögur fara af. Ástæðan fyrir því að ég valdi Pírata er sú að innanborðs eru strangheiðarlegar manneskjur sem deila sömu hugsjónum og ég. Gildi Pírata snúa að því að uppræta spillingu, auka beint lýðræði og búa til öruggt samfélag fyrir öll okkar sem hér búa. Píratar hafa sýnt það í verki inni á þingi undanfarin ár að orð þeirra eru ekki innantóm kosningafroða. Píratar láta kné fylgja kviði, og standa með mannvirðingu og mannréttindum. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Fíkn Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum birtist aðsend grein á Vísi frá Guðmundu G. Guðmundsdóttur þar sem hún lýsir á hjartnæman hátt hvernig skaðaminnkandi úrræði hefðu átt þátt í því að styðja son hennar til heilsu. Hún lýkur greininni með því að spyrja þá ellefu stjórnmálaflokka sem nú bjóða fram, hvað þeir ætli sér að gera fyrir fólk með vímuvanda, í löngum biðlistum barna í vanda, og heilbrigðismálum yfirleitt. Ég er starfandi sálfræðingur með sérhæfingu í flóknum áföllum og hef í gegnum tíðina lagt töluverða áherslu á annars vegar fólk með langvinn veikindi og hins vegar fólk sem hefur glímt við vímuefnavanda. Ég hef unnið að því að bæta hag fólks með vímuefnavanda, bæði sem aktívisti og sem fagmanneskja, en ég hef lagt áherslu á skaðaminnkun í minni meðferðarvinnu. Fólk með vímuefnavanda hefur löngum verið óhreinu börnin hennar Evu. Þau mega hvorki sjást né heyrast, þau missa tengsl við samfélagið og upplifa viðingarleysi og fordóma frá samborgurum sínum, sem leiðir af sér djúpstæð neikvæð viðhorf gagnvart sjálfum sér. Skaðaminnkun er gagnreynt meðferðarform sem gengur út á það að mæta einstaklingi þar sem hann er staddur hverju sinni, með mannvirðingu, kærleika og af skilningi. Það vill svo til að þegar hætt er að reyna að troða ofan í einstaklinga hvernig þeir eigi að vera eða hvað þeir eigi að gera, heldur er þeim mætt frekar á jafningjagrundvelli og án þess að þvinga eigin vilja eða skoðanir upp á það, þá hækkar sjálfsálit og sjálfstraust fólks. Það fer að líta á sjálft sig sem “manneskjur” aftur. Með meiri virðingu og trú á sjálft sig, þá sjáum við að glampinn í augum þess kemur aftur og það treystir sér til að taka þau skref sem nauðsynleg eru til að lifa því lífi sem það finnur að það á skilið. Guðmunda lýsti því í grein sinni hvað hefði breyst á þeim 11 mánuðum sem liðnir eru síðan sonur hennar var sem veikastur. Neyslurými og nýr samningur við Vog. Það sem hún lýsti þarna eru einmitt úrræði sem falla undir skaðaminnkun. Sem manneskja sem kom heilmikið að mótun heilbrigðisstefnu Pírata þá langar mig að koma með mína sýn á það sem Píratar hafa fram að færa í málaflokknum. Píratar hafa barist fyrir þennan hóp árum saman, en Píratar hafa verið brautryðjandi í nýrri hugsun og nálgun í stjórnsýslu gagnvart því vandamáli sem vímuefnavandi er. Reyndar ætla ég að fullyrða að enginn flokkur hafi verið jafn natinn og áhugasamur um að reyna að bæta hag fólks með vímuefnavanda heldur en Píratar, með Halldóru Mogensen í fararbroddi á þingi og Dóru Björt fyrir Pírata í borginni. Halldóra mætir galvösk á allar ráðstefnur sem haldnar eru hér á land um málefnið, kynnir sér málin af áhuga, og leggur fram frumvarp eftir frumvarp sem miða að því að bæta hag fólks með vímuefnavanda, og heilbrigðiskerfið í heild sinni. Í borginni hafa Píratar, með Dóru Björt í fararbroddi, unnið grettistak með því að vinna að opnun áðurnefnds neyslurýmis og með því að innleiða stefnuna “húsnæði fyrst”, sem er skaðaminnkandi úrræði til þess að fólk hafi forsendur til þess að ná bata. Píratar hugsa málið heildrænt og út frá raungögnum, og hafa því lagt áherslu á skaðaminnkandi nálgun og gagnreyndar meðferðir frá upphafi flokksins. Sökum þeirrar heildrænnar hugsunar sem einkennir vinnubrögð Pírata hefur flokkurinn ennfremur lagt mikla áherslu á heilbrigðiskerfið. Píratar gera sér grein fyrir því að það má ekki festast í þeirri hugmynd hvað kerfin kosta, heldur að horfa á hversu dýrt það er – bæði í peningum en ekki síður í sársauka og missi – að hafa kerfin ekki í lagi. Píratar leggja því áherslu á að við verðum að byrja á grunninum – sterku félagslegu velferðarkerfi sem grípur bæði börn og fullorðna sem á þurfa að halda – því velferðarkerfið og heilbrigðiskerfið er algjörlega samtvinnað. Fátækt er einn stærsti áhættuþátturinn fyrir bæði líkamleg og tilfinningaleg veikindi, og aukinn ójöfnuður, líkt og við höfum séð gerast í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri Grænna, hefur óhjákvæmilega í för með sér aukið ofbeldi – nokkuð sem við nú sjáum raungerast í mikilli öldu ofbeldis hjá bæði ungmennum og fullorðnum. Heilbrigðisstefna Pírata gerir ráð fyrir að stórauka framlög til kerfisins og innleiða bæði áfallamiðaða og skaðaminnkandi nálgun í heilbrigðiskerfinu. Yrði það gert myndi það draga úr fordómum, misgreiningum og mismeðhöndlun einkenna – bæði líkamlegra og tilfinningalegra. Píratar eins og ég, fagmanneskjur með þá brennandi hugsjón að sjá samfélagskerfin okkar VIRKA fyrir hinn almenna borgara, hafa tekið höndum saman og skrifað stefnurnar, í samráði við aðra í grasrót og frambjóðendur, og útkoman er ein sú ítarlegasta og flottasta heilbrigðisáætlun sem sögur fara af. Ástæðan fyrir því að ég valdi Pírata er sú að innanborðs eru strangheiðarlegar manneskjur sem deila sömu hugsjónum og ég. Gildi Pírata snúa að því að uppræta spillingu, auka beint lýðræði og búa til öruggt samfélag fyrir öll okkar sem hér búa. Píratar hafa sýnt það í verki inni á þingi undanfarin ár að orð þeirra eru ekki innantóm kosningafroða. Píratar láta kné fylgja kviði, og standa með mannvirðingu og mannréttindum. Höfundur er sálfræðingur.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun