Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar 8. nóvember 2024 10:47 Við sem samfélag horfum nú fram á risastórar áskoranir sem verða ekki leystar með yfirborðskenndum skammtímalausnum. Hvort sem um ræðir vaxandi vanlíðan og einmanaleika, skert aðgengi að heilbrigðisþjónustu og húsnæði, loftslagsmál eða verðbólgu. Velsæld samfélagsins okkar til framtíðar krefst stórra lausna. Við getum náð árangri með því að fara í hnitmiðaðar aðgerðir strax en þær munu missa marks ef ekki er farið samtímis í hugarfars- og kerfisbreytingar sem ráðast að rót vandans: hagkerfisins sem hefur sett vöxt og neyslu framar öllu öðru. Við höfum skapað hagkerfi sem grundvallast á hugmyndafræði um línulegan, óendanlegan hagvöxt á plánetu sem hefur ekki yfir óendanlegum auðlindum að ráða. Við erum að stela framtíðinni, selja hana í nútíðinni og köllum það verga landsframleiðslu. Þessi skammtímahugsun grefur undan langtíma velsæld samfélagsins og þarf að tilheyra fortíðinni. Úrelt hugmynd um mannlega hegðun Efnahagskerfið okkar er byggt á hugmyndum um að mannverur hegði sér með fullkomlega fyrirsjáanlegum hætti, og vinni aðeins og alltaf að því að hámarka eigin hag, hinn svokallaði “homo economicus”. Samfélagið skiptir engu máli umfram það að vera samansafn einstaklinga sem vilja einungis hámarka eigin hag. Neyta meira og meira, meir’ í dag en í gær - til þess að smyrja hjól efnahagskerfis sem verða að snúast hraðar og hraðar. Hámörkun neyslunnar er - samkvæmt þessari úreltu hugmyndafræði - sjálfstætt og réttlætanlegt markmið, og virði einstaklinga er skilgreint út frá því hversu mikið þeir geti grætt á framleiðslunni og hversu mikla neyslu þeir stunda. Hugtakið “mannauður” fær bókstaflega merkingu, mannslíf eru metin út frá peningalegu virði þeirra í hagkerfinu. Hagkerfið okkar og grunnsamfélagsgerðin hvíla þannig ekki aðeins á óumhverfisvænum og ómannúðlegum stoðum, heldur jafnframt á því sem geta ekki talist annað en úreltar og skaðlegar hugmyndir um mannlega hegðun. Samfélag án tíma er samfélag án sálar Þegar þessi hugsunarháttur ræður för verða náttúran, jöfnuður og réttlæti yfirleitt undir á kostnað hagvaxtar. Við reynum sífellt að eltast við það að setja lög, reglur og kjarasamninga sem tryggja einhvers konar lágmarksjöfnuð, en krafa hagkerfisins um vöxt er raunar sá kraftur sem stjórnar öllu. Þegar markmiðið er neysla og vöxtur, en ekki jöfnuður og velsæld verða afleiðingarnar tengslarof, sundrung, versnandi heilsa, bæði líkamleg og andleg, aukin fíknivandamál, auk alvarlegra umhverfisspjalla með ófyrirséðum afleiðingum. Við höfum skapað samfélag þar sem allir eru á hlaupum. Samfélag án tíma er samfélag án sálar. Þegar fólk er að flýta sér skortir það getu til að sýna samstöðu, styðja við hvort annað og stuðla að sameiginlegri velmegun. Samfélag á hlaupum verður aldrei samheldið samfélag. Efnahagsstefna fyrir 21. öldina Til þess að geta stigið saman skref inn í grænni og sjálfbærari framtíð velsældar þurfum við að stíga út úr hamstrahjóli hagkerfisins. Breyta forgangsröðun okkar, hlusta á náttúruna og ganga í takt við hennar hrynjanda og síðast en ekki síst - gefa okkur tíma. Við Píratar teljum mikilvægt að taka hugmyndum um skilyrðislausa grunnframfærslu alvarlega. Við vitum að þegar grunnöryggi og fjárhagslegt sjálfstæði fólks er tryggt bætir það andlega og líkamlega heilsu þeirra sem öryggisins njóta. Vellíðan foreldra skilar sér svo til vellíðunar barna. Tryggð grunnframfærsla eykur frelsi borgaranna. Samfélagsþátttaka vex og öflun þekkingar verður meira en einfalt verkfæri til að afla launa. Tími og rými gefst til þess að láta sig annað og meira varða en að draga fram lífið. Gildi fórnfýsis og umburðalyndis eflist og styrkist samhliða öflugri mannréttindavernd. 'Markmið efnahagsstefnu 21. aldarinnar þarf að vera að mæta þörfum allra innan marka nýtanlegra auðlinda, með hliðsjón af lífvænleika jarðarinnar. Við höfum alla burði til þess að skapa ríkt samfélag þar sem enginn þarf að líða skort. En það er ekki nóg að vera bara með plan, við þurfum líka að hafa ástríðu fyrir samfélaginu okkar og hafa hugrekki og framsýni til að hugsa út fyrir kassann. Það hafa Píratar. Höfundur er þingkona Pírata og frambjóðandi í 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldóra Mogensen Píratar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Sjá meira
Við sem samfélag horfum nú fram á risastórar áskoranir sem verða ekki leystar með yfirborðskenndum skammtímalausnum. Hvort sem um ræðir vaxandi vanlíðan og einmanaleika, skert aðgengi að heilbrigðisþjónustu og húsnæði, loftslagsmál eða verðbólgu. Velsæld samfélagsins okkar til framtíðar krefst stórra lausna. Við getum náð árangri með því að fara í hnitmiðaðar aðgerðir strax en þær munu missa marks ef ekki er farið samtímis í hugarfars- og kerfisbreytingar sem ráðast að rót vandans: hagkerfisins sem hefur sett vöxt og neyslu framar öllu öðru. Við höfum skapað hagkerfi sem grundvallast á hugmyndafræði um línulegan, óendanlegan hagvöxt á plánetu sem hefur ekki yfir óendanlegum auðlindum að ráða. Við erum að stela framtíðinni, selja hana í nútíðinni og köllum það verga landsframleiðslu. Þessi skammtímahugsun grefur undan langtíma velsæld samfélagsins og þarf að tilheyra fortíðinni. Úrelt hugmynd um mannlega hegðun Efnahagskerfið okkar er byggt á hugmyndum um að mannverur hegði sér með fullkomlega fyrirsjáanlegum hætti, og vinni aðeins og alltaf að því að hámarka eigin hag, hinn svokallaði “homo economicus”. Samfélagið skiptir engu máli umfram það að vera samansafn einstaklinga sem vilja einungis hámarka eigin hag. Neyta meira og meira, meir’ í dag en í gær - til þess að smyrja hjól efnahagskerfis sem verða að snúast hraðar og hraðar. Hámörkun neyslunnar er - samkvæmt þessari úreltu hugmyndafræði - sjálfstætt og réttlætanlegt markmið, og virði einstaklinga er skilgreint út frá því hversu mikið þeir geti grætt á framleiðslunni og hversu mikla neyslu þeir stunda. Hugtakið “mannauður” fær bókstaflega merkingu, mannslíf eru metin út frá peningalegu virði þeirra í hagkerfinu. Hagkerfið okkar og grunnsamfélagsgerðin hvíla þannig ekki aðeins á óumhverfisvænum og ómannúðlegum stoðum, heldur jafnframt á því sem geta ekki talist annað en úreltar og skaðlegar hugmyndir um mannlega hegðun. Samfélag án tíma er samfélag án sálar Þegar þessi hugsunarháttur ræður för verða náttúran, jöfnuður og réttlæti yfirleitt undir á kostnað hagvaxtar. Við reynum sífellt að eltast við það að setja lög, reglur og kjarasamninga sem tryggja einhvers konar lágmarksjöfnuð, en krafa hagkerfisins um vöxt er raunar sá kraftur sem stjórnar öllu. Þegar markmiðið er neysla og vöxtur, en ekki jöfnuður og velsæld verða afleiðingarnar tengslarof, sundrung, versnandi heilsa, bæði líkamleg og andleg, aukin fíknivandamál, auk alvarlegra umhverfisspjalla með ófyrirséðum afleiðingum. Við höfum skapað samfélag þar sem allir eru á hlaupum. Samfélag án tíma er samfélag án sálar. Þegar fólk er að flýta sér skortir það getu til að sýna samstöðu, styðja við hvort annað og stuðla að sameiginlegri velmegun. Samfélag á hlaupum verður aldrei samheldið samfélag. Efnahagsstefna fyrir 21. öldina Til þess að geta stigið saman skref inn í grænni og sjálfbærari framtíð velsældar þurfum við að stíga út úr hamstrahjóli hagkerfisins. Breyta forgangsröðun okkar, hlusta á náttúruna og ganga í takt við hennar hrynjanda og síðast en ekki síst - gefa okkur tíma. Við Píratar teljum mikilvægt að taka hugmyndum um skilyrðislausa grunnframfærslu alvarlega. Við vitum að þegar grunnöryggi og fjárhagslegt sjálfstæði fólks er tryggt bætir það andlega og líkamlega heilsu þeirra sem öryggisins njóta. Vellíðan foreldra skilar sér svo til vellíðunar barna. Tryggð grunnframfærsla eykur frelsi borgaranna. Samfélagsþátttaka vex og öflun þekkingar verður meira en einfalt verkfæri til að afla launa. Tími og rými gefst til þess að láta sig annað og meira varða en að draga fram lífið. Gildi fórnfýsis og umburðalyndis eflist og styrkist samhliða öflugri mannréttindavernd. 'Markmið efnahagsstefnu 21. aldarinnar þarf að vera að mæta þörfum allra innan marka nýtanlegra auðlinda, með hliðsjón af lífvænleika jarðarinnar. Við höfum alla burði til þess að skapa ríkt samfélag þar sem enginn þarf að líða skort. En það er ekki nóg að vera bara með plan, við þurfum líka að hafa ástríðu fyrir samfélaginu okkar og hafa hugrekki og framsýni til að hugsa út fyrir kassann. Það hafa Píratar. Höfundur er þingkona Pírata og frambjóðandi í 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun