Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar 8. nóvember 2024 10:16 Frá örófi alda hafa margs konar slys og ólán dunið yfir mennina og híbýli þeirra og gera enn. Tjón sem verða á fasteignum eða vegna þeirra geta orðið mikil og gríðarlega kostnaðarsöm fyrir eigendur. Húseigendafélagið fær oft og tíðum til sín eigendur fjöleignarhúsa sem velta því fyrir sér hvort skynsamlegt sé að vátryggja fasteignir sínar. Vátryggingar geta bætt tjón Oft bera tjón á fasteignum skyndilega að og eru ófyrirséð, koma þau jafnvel til vegna slæmra veðurskilyrða hér á landi. Í verstu veðrum verða oft tjón á fasteignum, sem rekja má til annarra fasteigna. Þó eru ekki öll tjón, sem verða á fasteignum ófyrirséð, heldur má oft og tíðum rekja þau til lélegs viðhalds, athafnaleysis, slæmrar umhirðu og svona mætti lengi telja. Óháð því, til hvaða atvika má rekja tjón á fasteignum er ljóst að erfitt getur reynst fyrir eigendur fjöleignarhúsa að standa straum af slíkum kostnaði, enda geta tjónin verið margvísleg og kostnaður vegna þeirra hlaupið á hundruðum þúsundum eða jafnvel milljónum. Bæta vátryggingar oft tjón er verður á fasteignum og af völdum þeirra, ýmist vegna þess að tjónþoli hefur keypt vátryggingu eða, að sá sem bótaskyldur er, er ábyrgðartryggður. Skyldutryggingar og aðrar tryggingar Samkvæmt lögum um brunatryggingar er húseigendum skylt að brunatryggja allar húseignir, þ.á m. fjöleignarhús. Þá er að finna skyldu til að tryggja allar húseignir í lögum um Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Nær trygging sú til tjóns af völdum náttúruhamfara. Að öðru leyti ráða húseigendur því sjálfir hvort þeir kaupi aðrar vátryggingar. Til að mæta áhættu og ábyrgð sem hvílir á eigendum fjöleignahúsa, bjóða vátryggingarfélög upp á húseigendatryggingu, eða svokallaða fasteignatryggingu eins og hún er einnig nefnd. Fasteignatrygging er samsett vátrygging sem veitir fasteignareiganda margs konar vernd, bæði vegna tjóns á fasteigninni sjálfri, t.d. af völdum leka úr vatnsleiðslum eða asahláku, svo og vernd vegna tjóns fasteignareiganda er leiðir af skaðabótaskyldu hans samkvæmt lögum (ábyrgðartrygging). Sú trygging er ekki skyldutrygging hér á landi, líkt og brunatrygging og náttúruhamfaratrygging. Fasteignatrygging er æskileg Af frumvarpi því sem varð að lögum um fjöleignarhús má ráða að til þess hefur verið ætlast eða vænst að eigendur fjöleignarhúsa kaupi sér fasteignatryggingu, einkum til þess að mæta ábyrgð sem felst í skaðabótaábyrgð eiganda og húsfélags. Sú hefur ekki orðið raunin og þrátt fyrir að margir eigendur fjöleignarhúsa séu með slíka vátryggingu í gildi, er það alls ekki algilt. Þegar tjón verður vegna fasteigna og skaðabótareglur laga um fjöleignarhús eiga við, getur ábyrgðin komið mjög harkalega niður á þeim eigendum og/eða húsfélögum sem ekki hafa keypt tryggingu til að mæta henni, enda þurfa þeir þá að greiða tjónið úr eigin vasa. Má því segja að mjög áríðandi sé fyrir fasteignareigendur að ganga vel frá vátryggingum fasteignar sinnar og hefði mögulega verið farsælast að lögbjóða skylduábyrgðartryggingu eigenda og húsfélaga samhliða ákvæðum laga um fjöleignarhús sem fjalla um skaðabótaábyrgð. Mikilvægi húsfunda Húsfélag fjöleignarhúss getur með samþykki einfalds meirihluta á löglega boðuðum húsfundi ákveðið að kaupa fasteignatryggingu fyrir húsið. Er það vegna þess, að talið er að slík nauðsyn sé að umræddri ábyrgð verði mætt með tryggingu, að meirihluti eigenda geti tekið bindandi ákvörðun um að kaupa vátryggingu fyrir alla húseignina. Sé samþykkt að kaupa vátryggingu, á hvort heldur aðalfundi eða hefðbundnum húsfundi, skal kaupa slíka tryggingu fyrir húsið allt, bæði fyrir séreignarhluta og sameign. Ákvörðun um það hvers konar trygging sé tekin og við hvaða tryggingafélag sé skipt, er í höndum húsfélagsins, sé ákvörðun löglega tekin. Hagræði fólgið í sameiginlegri fasteignatryggingu Mikið hagræði getur verið fólgið í því að eigendur fjöleignarhúss fjárfesti í sameiginlegri fasteignatryggingu. Komi til tjóns sem húsfélag er ábyrgt fyrir er auðveldara fyrir tjónþola að snúa sér til eins vátryggingarfélags, sem annast alla afgreiðslu málsins í kjölfarið. Mun torveldara er fyrir tjónþola ef að eigendur hússins eru allir vátryggðir hjá sitthvoru vátryggingarfélaginu, verður afgreiðsla slíkra mála oftar en ekki snúin og seinleg. Til hvaða muna tekur fasteignatrygging Fasteignatrygging takmarkast samkvæmt orðanna hljóðan við fasteignina sjálfa. Því tekur hún eðli málsins samkvæmt ekki til tjóns er verður vegna lausafjármuna sem eru ekki hluti af húsinu sjálfu, t.d. þegar grill, trampólín eða aðrir lausafjármunir á lóð húss fjúka og valda tjóni. Ljóst er þó að vátryggingar á bæði fasteignum og lausafé, skipa veigamikinn sess í efnahagslífi allra þjóða heims, og veita fólki fjárhagslegt öryggi á margan hátt. Höfundur er lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fjölbýlishúsa Tryggingar Mest lesið Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Frá örófi alda hafa margs konar slys og ólán dunið yfir mennina og híbýli þeirra og gera enn. Tjón sem verða á fasteignum eða vegna þeirra geta orðið mikil og gríðarlega kostnaðarsöm fyrir eigendur. Húseigendafélagið fær oft og tíðum til sín eigendur fjöleignarhúsa sem velta því fyrir sér hvort skynsamlegt sé að vátryggja fasteignir sínar. Vátryggingar geta bætt tjón Oft bera tjón á fasteignum skyndilega að og eru ófyrirséð, koma þau jafnvel til vegna slæmra veðurskilyrða hér á landi. Í verstu veðrum verða oft tjón á fasteignum, sem rekja má til annarra fasteigna. Þó eru ekki öll tjón, sem verða á fasteignum ófyrirséð, heldur má oft og tíðum rekja þau til lélegs viðhalds, athafnaleysis, slæmrar umhirðu og svona mætti lengi telja. Óháð því, til hvaða atvika má rekja tjón á fasteignum er ljóst að erfitt getur reynst fyrir eigendur fjöleignarhúsa að standa straum af slíkum kostnaði, enda geta tjónin verið margvísleg og kostnaður vegna þeirra hlaupið á hundruðum þúsundum eða jafnvel milljónum. Bæta vátryggingar oft tjón er verður á fasteignum og af völdum þeirra, ýmist vegna þess að tjónþoli hefur keypt vátryggingu eða, að sá sem bótaskyldur er, er ábyrgðartryggður. Skyldutryggingar og aðrar tryggingar Samkvæmt lögum um brunatryggingar er húseigendum skylt að brunatryggja allar húseignir, þ.á m. fjöleignarhús. Þá er að finna skyldu til að tryggja allar húseignir í lögum um Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Nær trygging sú til tjóns af völdum náttúruhamfara. Að öðru leyti ráða húseigendur því sjálfir hvort þeir kaupi aðrar vátryggingar. Til að mæta áhættu og ábyrgð sem hvílir á eigendum fjöleignahúsa, bjóða vátryggingarfélög upp á húseigendatryggingu, eða svokallaða fasteignatryggingu eins og hún er einnig nefnd. Fasteignatrygging er samsett vátrygging sem veitir fasteignareiganda margs konar vernd, bæði vegna tjóns á fasteigninni sjálfri, t.d. af völdum leka úr vatnsleiðslum eða asahláku, svo og vernd vegna tjóns fasteignareiganda er leiðir af skaðabótaskyldu hans samkvæmt lögum (ábyrgðartrygging). Sú trygging er ekki skyldutrygging hér á landi, líkt og brunatrygging og náttúruhamfaratrygging. Fasteignatrygging er æskileg Af frumvarpi því sem varð að lögum um fjöleignarhús má ráða að til þess hefur verið ætlast eða vænst að eigendur fjöleignarhúsa kaupi sér fasteignatryggingu, einkum til þess að mæta ábyrgð sem felst í skaðabótaábyrgð eiganda og húsfélags. Sú hefur ekki orðið raunin og þrátt fyrir að margir eigendur fjöleignarhúsa séu með slíka vátryggingu í gildi, er það alls ekki algilt. Þegar tjón verður vegna fasteigna og skaðabótareglur laga um fjöleignarhús eiga við, getur ábyrgðin komið mjög harkalega niður á þeim eigendum og/eða húsfélögum sem ekki hafa keypt tryggingu til að mæta henni, enda þurfa þeir þá að greiða tjónið úr eigin vasa. Má því segja að mjög áríðandi sé fyrir fasteignareigendur að ganga vel frá vátryggingum fasteignar sinnar og hefði mögulega verið farsælast að lögbjóða skylduábyrgðartryggingu eigenda og húsfélaga samhliða ákvæðum laga um fjöleignarhús sem fjalla um skaðabótaábyrgð. Mikilvægi húsfunda Húsfélag fjöleignarhúss getur með samþykki einfalds meirihluta á löglega boðuðum húsfundi ákveðið að kaupa fasteignatryggingu fyrir húsið. Er það vegna þess, að talið er að slík nauðsyn sé að umræddri ábyrgð verði mætt með tryggingu, að meirihluti eigenda geti tekið bindandi ákvörðun um að kaupa vátryggingu fyrir alla húseignina. Sé samþykkt að kaupa vátryggingu, á hvort heldur aðalfundi eða hefðbundnum húsfundi, skal kaupa slíka tryggingu fyrir húsið allt, bæði fyrir séreignarhluta og sameign. Ákvörðun um það hvers konar trygging sé tekin og við hvaða tryggingafélag sé skipt, er í höndum húsfélagsins, sé ákvörðun löglega tekin. Hagræði fólgið í sameiginlegri fasteignatryggingu Mikið hagræði getur verið fólgið í því að eigendur fjöleignarhúss fjárfesti í sameiginlegri fasteignatryggingu. Komi til tjóns sem húsfélag er ábyrgt fyrir er auðveldara fyrir tjónþola að snúa sér til eins vátryggingarfélags, sem annast alla afgreiðslu málsins í kjölfarið. Mun torveldara er fyrir tjónþola ef að eigendur hússins eru allir vátryggðir hjá sitthvoru vátryggingarfélaginu, verður afgreiðsla slíkra mála oftar en ekki snúin og seinleg. Til hvaða muna tekur fasteignatrygging Fasteignatrygging takmarkast samkvæmt orðanna hljóðan við fasteignina sjálfa. Því tekur hún eðli málsins samkvæmt ekki til tjóns er verður vegna lausafjármuna sem eru ekki hluti af húsinu sjálfu, t.d. þegar grill, trampólín eða aðrir lausafjármunir á lóð húss fjúka og valda tjóni. Ljóst er þó að vátryggingar á bæði fasteignum og lausafé, skipa veigamikinn sess í efnahagslífi allra þjóða heims, og veita fólki fjárhagslegt öryggi á margan hátt. Höfundur er lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun