„Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Andri Már Eggertsson skrifar 7. nóvember 2024 22:23 Benedikt Guðmundsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Anton Brink Íslenska landsliðið í körfubolta tapaði gegn Slóvakíu 70-78 í undankeppni EM. Benedikt Guðmundsson, þjálfari liðsins, var svekktur með niðurstöðuna en var þó jákvæður. „Við vorum yfir þremur mínútum lengur en þær í leiknum. Fyrir mér var þetta jafn leikur en þær settu stóra þrista í fjórða leikhluta og hver þristur var eiginlega meira en þrjú stig og á meðan vorum við ekki að setja okkar skot ofan í,“ sagði Benedikt Guðmundsson í viðtali við Vísi eftir leik. Benedikt var ánægður með kraftinn í íslenska liðinu sem byrjaði leikinn mjög vel og gerði átta stig í röð í fyrsta leikhluta. „Þetta var frábær byrjun. Við lögðum upp með að fyrstu fimm mínúturnar myndu setja tóninn sem það gerði bæði í byrjun fyrri hálfleiks og seinni hálfleiks. Mér fannst allar skila baráttu og orku. Þetta var hrikalega erfitt og ég held að staðan í frákastabaráttunni hafi verið 8-29. En við vorum að taka spretti út um allt og hlaupa inn í teig og út aftur. Ég get ekki annað en hrósað mínu liði.“ Íslensku stelpurnar byrjuðu seinni hálfleik af krafti á báðum endum vallarins og gerðu fyrstu tíu stigin. „Það hefði verið auðvelt að vera litlar og að stóra liðið myndi taka yfir en þær voru ekkert að leyfa það. Við fórum að vera villtar og tókum snögga þrista og það var það sem við þurftum að gera. Við erum með mjög lágvaxið lið í þessum glugga og við þurfum að vera villingar og taka þristana sem við fáum og taka áhættu.“ Danielle Rodriguez og Kolbrún María Ármannsdóttir voru báðar í byrjunarliðinu í sínum fyrsta A-landsleik og Benedikt hrósaði þeim í hástert. „Danielle var frábær frá byrjun og eðlilega var Kolbrún stressuð í byrjun en síðan mætti hún í seinni hálfleik og var geggjuð. Hún er sextán ára og það á engin sextán ára að byrja inn á í landsliði. Þetta er topp leikmaður sem er í landsliðsklassa og hún er ógn sóknarlega og spilar frábæra vörn. Hún er rétt að byrja sinn langa landsliðsferil,“ sagði Benedikt Guðmundsson að lokum. Landslið kvenna í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Sjá meira
„Við vorum yfir þremur mínútum lengur en þær í leiknum. Fyrir mér var þetta jafn leikur en þær settu stóra þrista í fjórða leikhluta og hver þristur var eiginlega meira en þrjú stig og á meðan vorum við ekki að setja okkar skot ofan í,“ sagði Benedikt Guðmundsson í viðtali við Vísi eftir leik. Benedikt var ánægður með kraftinn í íslenska liðinu sem byrjaði leikinn mjög vel og gerði átta stig í röð í fyrsta leikhluta. „Þetta var frábær byrjun. Við lögðum upp með að fyrstu fimm mínúturnar myndu setja tóninn sem það gerði bæði í byrjun fyrri hálfleiks og seinni hálfleiks. Mér fannst allar skila baráttu og orku. Þetta var hrikalega erfitt og ég held að staðan í frákastabaráttunni hafi verið 8-29. En við vorum að taka spretti út um allt og hlaupa inn í teig og út aftur. Ég get ekki annað en hrósað mínu liði.“ Íslensku stelpurnar byrjuðu seinni hálfleik af krafti á báðum endum vallarins og gerðu fyrstu tíu stigin. „Það hefði verið auðvelt að vera litlar og að stóra liðið myndi taka yfir en þær voru ekkert að leyfa það. Við fórum að vera villtar og tókum snögga þrista og það var það sem við þurftum að gera. Við erum með mjög lágvaxið lið í þessum glugga og við þurfum að vera villingar og taka þristana sem við fáum og taka áhættu.“ Danielle Rodriguez og Kolbrún María Ármannsdóttir voru báðar í byrjunarliðinu í sínum fyrsta A-landsleik og Benedikt hrósaði þeim í hástert. „Danielle var frábær frá byrjun og eðlilega var Kolbrún stressuð í byrjun en síðan mætti hún í seinni hálfleik og var geggjuð. Hún er sextán ára og það á engin sextán ára að byrja inn á í landsliði. Þetta er topp leikmaður sem er í landsliðsklassa og hún er ógn sóknarlega og spilar frábæra vörn. Hún er rétt að byrja sinn langa landsliðsferil,“ sagði Benedikt Guðmundsson að lokum.
Landslið kvenna í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Sjá meira