Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. nóvember 2024 07:01 Margrét Tryggvadóttir er formaður stjórnar Rithöfundasambands Íslands. Vísir/Anton Brink Formaður Rithöfundasambands Íslands segir hvorki rithöfunda né útgefendur græða á samningum við Storytel. Vinna þeirra væri seld langt undir kostnaðarverði. Rithöfundasambandið leitar til lögfræðinga vegna mikillar óánægju innan starfsstéttarinnar. „Storytel er risinn á markaðnum og einráður, hvorki útgefendur né rithöfundar eru að koma vel út úr þessu,“ segir Margrét Tryggvadóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, um samninga við Storytel vegna afnota af hljóðbókum. Hildur Knútsdóttir rithöfundur birti ársuppgjör sitt frá útgáfufyrirtækinu sínu fyrir árið 2023. Þar bendir hún á að hversu lítið rithöfundar fái greitt fyrir hverja spilun á bók þeirra á streymisveitunni Storytel. „Við höfum séð allt niður í ellefu krónur,“ segir Margrét. Rithöfundar sjá aldrei samningana „Vandamál okkar sem höfunda er að við erum ekki með neina samninga við Storytel,“ segir Margrét. Útgefendur sjái alfarið um samningagerð við Storytel um afnot af hljóðbók. „Við sjáum þá [samningana] aldrei.“ Útgefendurnir sjá einnig alfarið um gerð hljóðbókarinnar og selja svo Storytel afnot. Samt sem áður græða þeir lítið sem ekkert á samningunum. „Ég sé sjálf hvað útgefandinn borgaði mér fyrir að lesa bókina og hann er ekki búinn að fá það til baka,“ segir Margrét. Útgefandinn greiði ekki einungis Margréti fyrir lesturinn heldur einni upptökustjóra, ritstjóra og fyrir eftirvinnslu. Hægt er að hlusta á tvær bækur eftir Margréti á Storytel. Hún fær greidd 23% af því sem útgefandinn fær fyrir hverja spilun á Storytel. Aðgangur í mánuð kosti minna en ein bók Hagnaður rithöfunda af spilun hljóðbóka fer eftir lengd bókarinnar. Þeir rithöfundar sem skrifa styttri bækur, oft barnabókarithöfundar, fá því lægri upphæðir greiddar. Margrét segir aðgang að streymisveitunni í mánuð, þar sem hægt sé að hlusta ótakmarkað, kosti minna en ein kilja. „Það sér hver maður að þessar upphæðir skipta ekki neinu máli í heimilisbókhaldi nokkurs og [eru] eiginlega arðrán.“ Margrét segir aðal vandamálið vera að Storytel sé að selja vinnu rithöfunda og afurðir á allt of lágu verði. Höfundarnir væru ekki á móti hljóðbókum en vildu ekki að verk þeirra væru seld langt undir kostnaðarverði. „Við getum ekki gefið verkin okkar,“ segir Margrét. Skoða réttarstöðu sína Rithöfundasambandið hefur leitað til lögfræðinga til að kanna réttarstöðu höfunda. Margrét segir að bæði sé vilji hjá stjórn Rithöfundasambandsins og rithöfundum almennt að hætta samstarfinu. Þau ráðleggi nú öllum rithöfundum að halda hljóðbókarréttinum fyrir sig sjálf í stað þess að selja útgefanda sínum hann. „Þetta er eins og skrímsli sem er búið að éta okkur upp,“ segir Margrét. Hlustun væri mun meiri en framleiðslan. Þá væru ekki allar bækur hentugar sem hljóðbækur. „Fólk er að hlusta á meðan það er að hjóla í vinnuna eða ryksuga, þú ert ekkert að hlusta á eitthvað mjög djúpt.“ Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
„Storytel er risinn á markaðnum og einráður, hvorki útgefendur né rithöfundar eru að koma vel út úr þessu,“ segir Margrét Tryggvadóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, um samninga við Storytel vegna afnota af hljóðbókum. Hildur Knútsdóttir rithöfundur birti ársuppgjör sitt frá útgáfufyrirtækinu sínu fyrir árið 2023. Þar bendir hún á að hversu lítið rithöfundar fái greitt fyrir hverja spilun á bók þeirra á streymisveitunni Storytel. „Við höfum séð allt niður í ellefu krónur,“ segir Margrét. Rithöfundar sjá aldrei samningana „Vandamál okkar sem höfunda er að við erum ekki með neina samninga við Storytel,“ segir Margrét. Útgefendur sjái alfarið um samningagerð við Storytel um afnot af hljóðbók. „Við sjáum þá [samningana] aldrei.“ Útgefendurnir sjá einnig alfarið um gerð hljóðbókarinnar og selja svo Storytel afnot. Samt sem áður græða þeir lítið sem ekkert á samningunum. „Ég sé sjálf hvað útgefandinn borgaði mér fyrir að lesa bókina og hann er ekki búinn að fá það til baka,“ segir Margrét. Útgefandinn greiði ekki einungis Margréti fyrir lesturinn heldur einni upptökustjóra, ritstjóra og fyrir eftirvinnslu. Hægt er að hlusta á tvær bækur eftir Margréti á Storytel. Hún fær greidd 23% af því sem útgefandinn fær fyrir hverja spilun á Storytel. Aðgangur í mánuð kosti minna en ein bók Hagnaður rithöfunda af spilun hljóðbóka fer eftir lengd bókarinnar. Þeir rithöfundar sem skrifa styttri bækur, oft barnabókarithöfundar, fá því lægri upphæðir greiddar. Margrét segir aðgang að streymisveitunni í mánuð, þar sem hægt sé að hlusta ótakmarkað, kosti minna en ein kilja. „Það sér hver maður að þessar upphæðir skipta ekki neinu máli í heimilisbókhaldi nokkurs og [eru] eiginlega arðrán.“ Margrét segir aðal vandamálið vera að Storytel sé að selja vinnu rithöfunda og afurðir á allt of lágu verði. Höfundarnir væru ekki á móti hljóðbókum en vildu ekki að verk þeirra væru seld langt undir kostnaðarverði. „Við getum ekki gefið verkin okkar,“ segir Margrét. Skoða réttarstöðu sína Rithöfundasambandið hefur leitað til lögfræðinga til að kanna réttarstöðu höfunda. Margrét segir að bæði sé vilji hjá stjórn Rithöfundasambandsins og rithöfundum almennt að hætta samstarfinu. Þau ráðleggi nú öllum rithöfundum að halda hljóðbókarréttinum fyrir sig sjálf í stað þess að selja útgefanda sínum hann. „Þetta er eins og skrímsli sem er búið að éta okkur upp,“ segir Margrét. Hlustun væri mun meiri en framleiðslan. Þá væru ekki allar bækur hentugar sem hljóðbækur. „Fólk er að hlusta á meðan það er að hjóla í vinnuna eða ryksuga, þú ert ekkert að hlusta á eitthvað mjög djúpt.“
Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira