Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. nóvember 2024 07:01 Margrét Tryggvadóttir er formaður stjórnar Rithöfundasambands Íslands. Vísir/Anton Brink Formaður Rithöfundasambands Íslands segir hvorki rithöfunda né útgefendur græða á samningum við Storytel. Vinna þeirra væri seld langt undir kostnaðarverði. Rithöfundasambandið leitar til lögfræðinga vegna mikillar óánægju innan starfsstéttarinnar. „Storytel er risinn á markaðnum og einráður, hvorki útgefendur né rithöfundar eru að koma vel út úr þessu,“ segir Margrét Tryggvadóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, um samninga við Storytel vegna afnota af hljóðbókum. Hildur Knútsdóttir rithöfundur birti ársuppgjör sitt frá útgáfufyrirtækinu sínu fyrir árið 2023. Þar bendir hún á að hversu lítið rithöfundar fái greitt fyrir hverja spilun á bók þeirra á streymisveitunni Storytel. „Við höfum séð allt niður í ellefu krónur,“ segir Margrét. Rithöfundar sjá aldrei samningana „Vandamál okkar sem höfunda er að við erum ekki með neina samninga við Storytel,“ segir Margrét. Útgefendur sjái alfarið um samningagerð við Storytel um afnot af hljóðbók. „Við sjáum þá [samningana] aldrei.“ Útgefendurnir sjá einnig alfarið um gerð hljóðbókarinnar og selja svo Storytel afnot. Samt sem áður græða þeir lítið sem ekkert á samningunum. „Ég sé sjálf hvað útgefandinn borgaði mér fyrir að lesa bókina og hann er ekki búinn að fá það til baka,“ segir Margrét. Útgefandinn greiði ekki einungis Margréti fyrir lesturinn heldur einni upptökustjóra, ritstjóra og fyrir eftirvinnslu. Hægt er að hlusta á tvær bækur eftir Margréti á Storytel. Hún fær greidd 23% af því sem útgefandinn fær fyrir hverja spilun á Storytel. Aðgangur í mánuð kosti minna en ein bók Hagnaður rithöfunda af spilun hljóðbóka fer eftir lengd bókarinnar. Þeir rithöfundar sem skrifa styttri bækur, oft barnabókarithöfundar, fá því lægri upphæðir greiddar. Margrét segir aðgang að streymisveitunni í mánuð, þar sem hægt sé að hlusta ótakmarkað, kosti minna en ein kilja. „Það sér hver maður að þessar upphæðir skipta ekki neinu máli í heimilisbókhaldi nokkurs og [eru] eiginlega arðrán.“ Margrét segir aðal vandamálið vera að Storytel sé að selja vinnu rithöfunda og afurðir á allt of lágu verði. Höfundarnir væru ekki á móti hljóðbókum en vildu ekki að verk þeirra væru seld langt undir kostnaðarverði. „Við getum ekki gefið verkin okkar,“ segir Margrét. Skoða réttarstöðu sína Rithöfundasambandið hefur leitað til lögfræðinga til að kanna réttarstöðu höfunda. Margrét segir að bæði sé vilji hjá stjórn Rithöfundasambandsins og rithöfundum almennt að hætta samstarfinu. Þau ráðleggi nú öllum rithöfundum að halda hljóðbókarréttinum fyrir sig sjálf í stað þess að selja útgefanda sínum hann. „Þetta er eins og skrímsli sem er búið að éta okkur upp,“ segir Margrét. Hlustun væri mun meiri en framleiðslan. Þá væru ekki allar bækur hentugar sem hljóðbækur. „Fólk er að hlusta á meðan það er að hjóla í vinnuna eða ryksuga, þú ert ekkert að hlusta á eitthvað mjög djúpt.“ Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira
„Storytel er risinn á markaðnum og einráður, hvorki útgefendur né rithöfundar eru að koma vel út úr þessu,“ segir Margrét Tryggvadóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, um samninga við Storytel vegna afnota af hljóðbókum. Hildur Knútsdóttir rithöfundur birti ársuppgjör sitt frá útgáfufyrirtækinu sínu fyrir árið 2023. Þar bendir hún á að hversu lítið rithöfundar fái greitt fyrir hverja spilun á bók þeirra á streymisveitunni Storytel. „Við höfum séð allt niður í ellefu krónur,“ segir Margrét. Rithöfundar sjá aldrei samningana „Vandamál okkar sem höfunda er að við erum ekki með neina samninga við Storytel,“ segir Margrét. Útgefendur sjái alfarið um samningagerð við Storytel um afnot af hljóðbók. „Við sjáum þá [samningana] aldrei.“ Útgefendurnir sjá einnig alfarið um gerð hljóðbókarinnar og selja svo Storytel afnot. Samt sem áður græða þeir lítið sem ekkert á samningunum. „Ég sé sjálf hvað útgefandinn borgaði mér fyrir að lesa bókina og hann er ekki búinn að fá það til baka,“ segir Margrét. Útgefandinn greiði ekki einungis Margréti fyrir lesturinn heldur einni upptökustjóra, ritstjóra og fyrir eftirvinnslu. Hægt er að hlusta á tvær bækur eftir Margréti á Storytel. Hún fær greidd 23% af því sem útgefandinn fær fyrir hverja spilun á Storytel. Aðgangur í mánuð kosti minna en ein bók Hagnaður rithöfunda af spilun hljóðbóka fer eftir lengd bókarinnar. Þeir rithöfundar sem skrifa styttri bækur, oft barnabókarithöfundar, fá því lægri upphæðir greiddar. Margrét segir aðgang að streymisveitunni í mánuð, þar sem hægt sé að hlusta ótakmarkað, kosti minna en ein kilja. „Það sér hver maður að þessar upphæðir skipta ekki neinu máli í heimilisbókhaldi nokkurs og [eru] eiginlega arðrán.“ Margrét segir aðal vandamálið vera að Storytel sé að selja vinnu rithöfunda og afurðir á allt of lágu verði. Höfundarnir væru ekki á móti hljóðbókum en vildu ekki að verk þeirra væru seld langt undir kostnaðarverði. „Við getum ekki gefið verkin okkar,“ segir Margrét. Skoða réttarstöðu sína Rithöfundasambandið hefur leitað til lögfræðinga til að kanna réttarstöðu höfunda. Margrét segir að bæði sé vilji hjá stjórn Rithöfundasambandsins og rithöfundum almennt að hætta samstarfinu. Þau ráðleggi nú öllum rithöfundum að halda hljóðbókarréttinum fyrir sig sjálf í stað þess að selja útgefanda sínum hann. „Þetta er eins og skrímsli sem er búið að éta okkur upp,“ segir Margrét. Hlustun væri mun meiri en framleiðslan. Þá væru ekki allar bækur hentugar sem hljóðbækur. „Fólk er að hlusta á meðan það er að hjóla í vinnuna eða ryksuga, þú ert ekkert að hlusta á eitthvað mjög djúpt.“
Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira