Snorri missir ekki svefn, ennþá Valur Páll Eiríksson skrifar 6. nóvember 2024 14:31 Snorri Steinn Guðjónsson segir hvern einasta landsliðsglugga mikilvægan, sér í lagi þegar stutt er í stórmót. VÍSIR/VILHELM Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, fagnar því að fá fágætan landsliðsglugga til að fara yfir málin með strákunum okkar. Hann hlakkar til leiks kvöldsins við Bosníu í Laugardalshöll. Þrjár breytingar þurfti að gera á leikmannahópi Íslands skömmu fyrir verkefnið þar sem þeir Aron Pálmarsson, Elliði Snær Viðarsson og Sigvaldi Björn Guðjónsson neyddust til að draga sig úr hópnum vegna meiðsla. Snorri Steinn segir viðbúið að meiðsli geri vart við sig vegna álags. Klippa: Snorri missir ekki svefn „Þetta eru strákar sem eru allir að spila í erfiðum deildum og í Evrópukeppnum. Meiðsli eru bara hluti af þessu. Maður er ekkert mikið að velta þessu fyrir sér, við erum með fínt lið í höndunum og þetta truflar okkur ekkert það mikið að það raski svefni mínum. Ekki ennþá,“ segir Snorri Steinn. Hópurinn sé ekki slakur þrátt fyrir örlítil skakkaföll hér og þar. „Hópurinn er ekkert veikur en það veikir alltaf þegar menn detta út og breytir einhverjum plönum. Maður er fljótur að hrista það af sér og farinn að hugsa um það sem þú ert með í höndunum. Ég er bara brattur fyrir þessum leikjum,“ segir Snorri Steinn. Snorri Steinn fagnar því þá að fá tíma með drengjunum og leikirnir fram undan við Bosníu í kvöld og Georgíu ytra á sunnudag leggjast vel í hann. „Þetta er tvíþætt, við erum að koma okkur inn á næsta stórmót, og svo erum við að hefja undirbúning fyrir HM í janúar. Við þurfum að nýta allan þann tíma sem við fáum gríðarlega vel,“ segir Snorri Steinn en Grikkland er þriðja liðið í riðli Íslands. Riðlakeppnin hefst í kvöld og klárast í maí. „Það er smá hausverkur að rýna í Bosníu, þeir eru með smá breytt lið og nýjan þjálfara frá því í EM í janúar, og einhver ný nöfn sem við þekkjum ekki eins vel og annað. En á meðan við erum einbeittir, gerum okkar hluti vel og af krafti, líður mér vel með þennan leik,“ segir Snorri Steinn. Glugginn sé þá mikilvægur þar sem stutt er í HM í janúar. „Þú þarft að nýta þetta vel, gera hlutina vel. Það er alltaf betra að fara úr glugga með góða tilfinningu heldur en hitt. Það er stutt í janúar. Við vorum auðvitað ekki á Ólympíuleikunum í sumar og misstum þar af stórum glugga til að drilla okkur og verða betri. Það þýðir heldur ekkert að leggjast á koddann út af því. Þetta er bara staðan, við gerum gott úr hlutunum,“ segir Snorri Steinn. Ísland og Bosnía mætast klukkan 19:30 í Laugardalshöll í kvöld. Leiknum verður lýst beint á Vísi. Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
Þrjár breytingar þurfti að gera á leikmannahópi Íslands skömmu fyrir verkefnið þar sem þeir Aron Pálmarsson, Elliði Snær Viðarsson og Sigvaldi Björn Guðjónsson neyddust til að draga sig úr hópnum vegna meiðsla. Snorri Steinn segir viðbúið að meiðsli geri vart við sig vegna álags. Klippa: Snorri missir ekki svefn „Þetta eru strákar sem eru allir að spila í erfiðum deildum og í Evrópukeppnum. Meiðsli eru bara hluti af þessu. Maður er ekkert mikið að velta þessu fyrir sér, við erum með fínt lið í höndunum og þetta truflar okkur ekkert það mikið að það raski svefni mínum. Ekki ennþá,“ segir Snorri Steinn. Hópurinn sé ekki slakur þrátt fyrir örlítil skakkaföll hér og þar. „Hópurinn er ekkert veikur en það veikir alltaf þegar menn detta út og breytir einhverjum plönum. Maður er fljótur að hrista það af sér og farinn að hugsa um það sem þú ert með í höndunum. Ég er bara brattur fyrir þessum leikjum,“ segir Snorri Steinn. Snorri Steinn fagnar því þá að fá tíma með drengjunum og leikirnir fram undan við Bosníu í kvöld og Georgíu ytra á sunnudag leggjast vel í hann. „Þetta er tvíþætt, við erum að koma okkur inn á næsta stórmót, og svo erum við að hefja undirbúning fyrir HM í janúar. Við þurfum að nýta allan þann tíma sem við fáum gríðarlega vel,“ segir Snorri Steinn en Grikkland er þriðja liðið í riðli Íslands. Riðlakeppnin hefst í kvöld og klárast í maí. „Það er smá hausverkur að rýna í Bosníu, þeir eru með smá breytt lið og nýjan þjálfara frá því í EM í janúar, og einhver ný nöfn sem við þekkjum ekki eins vel og annað. En á meðan við erum einbeittir, gerum okkar hluti vel og af krafti, líður mér vel með þennan leik,“ segir Snorri Steinn. Glugginn sé þá mikilvægur þar sem stutt er í HM í janúar. „Þú þarft að nýta þetta vel, gera hlutina vel. Það er alltaf betra að fara úr glugga með góða tilfinningu heldur en hitt. Það er stutt í janúar. Við vorum auðvitað ekki á Ólympíuleikunum í sumar og misstum þar af stórum glugga til að drilla okkur og verða betri. Það þýðir heldur ekkert að leggjast á koddann út af því. Þetta er bara staðan, við gerum gott úr hlutunum,“ segir Snorri Steinn. Ísland og Bosnía mætast klukkan 19:30 í Laugardalshöll í kvöld. Leiknum verður lýst beint á Vísi.
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira