Innlent

Trump snýr aftur með öruggum sigri

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum verða kosningarnar í Bandaríkjunum að sjálfsögðu fyrirferðarmiklar. 

Donald Trump verður næsti forseti Bandaríkjanna og endurtekur því leikinn frá árinu 2016, sem aðeins einn annar Bandaríkjaforseti hefur gert í sögunni. Hann er einnig elsti maðurinn til að ná kjöri í forsetakosningum vestan hafs. 

Við förum yfir það hvernig kosninganóttin þróaðist og fáum álit sérfræðinga á því hvað þetta kann að þýða fyrir heiminn í heild sinni, stjórnmálalega og viðskiptalega séð.

Þá segjum við frá dómi sem féll í morgun þar sem kona var dæmd í átján ára fangelsi fyrir að verða barni sínu að bana og fyrir að reyna að myrða annað.

Einnig tökum við stöðuna á kjaradeilu kennara en þeir hafa boðað til samstöðufundar í Háskólabíói í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×