Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 6. nóvember 2024 10:15 Silfrið var á dagskrá sjónvarpsins í vikunni. Einn af gestunum var Davíð Þór Jónsson, prestur og frambjóðandi sósíalista. Meðal umræðuefna voru heilbrigðismálin og rak þar Davíð hvernig heilbrigðiskerfið hefur verið holað að innan undanfarna áratugi. Í dag væri fólk rukkað fyrir læknisþjónustu sem ekki hafi verið gert áður, fólk veigri sér við að kaupa nauðsynleg lyf vegna kostnaðar og börn deyji á meðan þau biðu eftir að komast á spítala. Plássleysið sé orðið það mikið. Heilbrigðisráðherra ætti að vita betur Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra var einnig gestur í þættinum. Hann viðurkenndi ekki þá punkta sem Davíð minntist á. Vildi sem minnst af þeim heyra. Þess í stað maldaði hann í móinn og hélt því fram, í fullri alvöru, að aðgengi að heilbrigðisþjónustu hafi „aukist til muna.” Mig grunar að allt það fólk sem hafi þurft að nýta sér læknisþjónustu viti betur. Á minni heilsugæslu lenti ég í því í fyrsta skipti síðasta vetur að ekki var lengur tekið við tímapöntunum til læknis. Var vinsamlegast beðinn um að hringja í lok mánaðar. Er þetta aukna aðgengið sem Willum talar um? Nú nýlega var kerfinu breytt þannig að fólk hefur verið beðið um að hringja stundvíslega klukkan 8:00 á föstudögum. Þannig sé möguleiki að fá tíma vikuna eftir. Valið um lækni og fyrirsjáanleiki tímans er enginn. Þetta þurfti ég að reyna þrjá föstudaga í röð. Í fyrstu tvö skiptin fékk ég þau svör að allt væri fullbókað. Samt hringdi ég á slaginu. Það voru bara svo margir aðrir sem hringdu líka. Þetta er ekki að auka aðgengið og er í skásta falli plástur á ónýtt kerfi. Fyrir 20 árum var bið eftir heimilislækni minni en vika Þegar ég var fimm ára gamall greindist ég með perthes sjúkdóm í mjöðminni. Móðir mín hefur margoft talað um þá reynslu sem dæmi um hrörnun heilbrigðiskerfisins. Bið eftir tíma hjá heimilislækni var á þeim tíma innan við vika. Þá er ég ekki að tala um hvaða lausa lækni sem er, heldur heimilislækninn okkar. Ég var sárþjáður af verkjum og því var gott að biðin var ekki lengri en í dag. Heimilislæknirinn fylgdi málinu vel eftir. Hann var í stöðugu sambandi við foreldra mína um næstu skref. Var í samskiptum við sérfræðinga og til staðar fyrir okkur. Það tók mjög skamman tíma að komast að þeirri niðurstöðu, að þessi litli drengur væri með sjúkdóm og hægt var að greina hratt hver næstu skref yrðu. Versta aðgengi á ævi minni Í dag þyrfti þetta 5 ára barn að bíða í meira en mánuð eftir tíma hjá lækni. Ef það er í boði að panta hann á annað borð. Það væri ekki hjá heimilislækninum, enda er hann nánast aldrei laus, ef maður er skráður hjá slíkum á annað borð. Þangað til þyrfti barnið og foreldrarnir að bíða í margar vikur, ekki vitandi hvers vegna barnið sé að þjást. Þannig að þegar Willum talar um að aðgengið sé búið að aukast, er það ekkert annað en haugalygi. Það er óboðlegt að stjórnmálamenn leyfi sér að tala svona. Allir vita að heilsugæslan hefur aldrei verið á verri stað hvað aðgengi varðar. Þetta er orðið þannig ástand að manni stendur ekki á sama. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokk Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Silfrið var á dagskrá sjónvarpsins í vikunni. Einn af gestunum var Davíð Þór Jónsson, prestur og frambjóðandi sósíalista. Meðal umræðuefna voru heilbrigðismálin og rak þar Davíð hvernig heilbrigðiskerfið hefur verið holað að innan undanfarna áratugi. Í dag væri fólk rukkað fyrir læknisþjónustu sem ekki hafi verið gert áður, fólk veigri sér við að kaupa nauðsynleg lyf vegna kostnaðar og börn deyji á meðan þau biðu eftir að komast á spítala. Plássleysið sé orðið það mikið. Heilbrigðisráðherra ætti að vita betur Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra var einnig gestur í þættinum. Hann viðurkenndi ekki þá punkta sem Davíð minntist á. Vildi sem minnst af þeim heyra. Þess í stað maldaði hann í móinn og hélt því fram, í fullri alvöru, að aðgengi að heilbrigðisþjónustu hafi „aukist til muna.” Mig grunar að allt það fólk sem hafi þurft að nýta sér læknisþjónustu viti betur. Á minni heilsugæslu lenti ég í því í fyrsta skipti síðasta vetur að ekki var lengur tekið við tímapöntunum til læknis. Var vinsamlegast beðinn um að hringja í lok mánaðar. Er þetta aukna aðgengið sem Willum talar um? Nú nýlega var kerfinu breytt þannig að fólk hefur verið beðið um að hringja stundvíslega klukkan 8:00 á föstudögum. Þannig sé möguleiki að fá tíma vikuna eftir. Valið um lækni og fyrirsjáanleiki tímans er enginn. Þetta þurfti ég að reyna þrjá föstudaga í röð. Í fyrstu tvö skiptin fékk ég þau svör að allt væri fullbókað. Samt hringdi ég á slaginu. Það voru bara svo margir aðrir sem hringdu líka. Þetta er ekki að auka aðgengið og er í skásta falli plástur á ónýtt kerfi. Fyrir 20 árum var bið eftir heimilislækni minni en vika Þegar ég var fimm ára gamall greindist ég með perthes sjúkdóm í mjöðminni. Móðir mín hefur margoft talað um þá reynslu sem dæmi um hrörnun heilbrigðiskerfisins. Bið eftir tíma hjá heimilislækni var á þeim tíma innan við vika. Þá er ég ekki að tala um hvaða lausa lækni sem er, heldur heimilislækninn okkar. Ég var sárþjáður af verkjum og því var gott að biðin var ekki lengri en í dag. Heimilislæknirinn fylgdi málinu vel eftir. Hann var í stöðugu sambandi við foreldra mína um næstu skref. Var í samskiptum við sérfræðinga og til staðar fyrir okkur. Það tók mjög skamman tíma að komast að þeirri niðurstöðu, að þessi litli drengur væri með sjúkdóm og hægt var að greina hratt hver næstu skref yrðu. Versta aðgengi á ævi minni Í dag þyrfti þetta 5 ára barn að bíða í meira en mánuð eftir tíma hjá lækni. Ef það er í boði að panta hann á annað borð. Það væri ekki hjá heimilislækninum, enda er hann nánast aldrei laus, ef maður er skráður hjá slíkum á annað borð. Þangað til þyrfti barnið og foreldrarnir að bíða í margar vikur, ekki vitandi hvers vegna barnið sé að þjást. Þannig að þegar Willum talar um að aðgengið sé búið að aukast, er það ekkert annað en haugalygi. Það er óboðlegt að stjórnmálamenn leyfi sér að tala svona. Allir vita að heilsugæslan hefur aldrei verið á verri stað hvað aðgengi varðar. Þetta er orðið þannig ástand að manni stendur ekki á sama. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokk Íslands.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar