Þórey Anna Ásgeirsdóttir skoraði sex mörk úr jafn mörgum skotum í liði Vals. Thea Imani Sturludóttir skoraði einnig sex mörk á meðan þær Hildigunnur Einarsdóttir og Sigríður Hauksdóttir skoruðu fimm hvor. Í mark Vals varði Hafdís Renötudóttur tíu skot og Elísabet Millý Elíasardóttir þrjú.
Hjá ÍR var Sara Dögg Hjaltadóttir markahæst með sex mörk á meðan Hildur Öder Einarsdóttir varði sjö skot í markinu og Ingunn María Brynjarsdóttir varði tvö.
Valur er sem fyrr á toppi deildarinnar, nú með átta sigra í átta leikjum. ÍR er á sama tíma í 7. sæti með fjögur stig eftir að vinna einn og gera tvö jafntefli til þessa.