Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Jón Þór Stefánsson skrifar 5. nóvember 2024 11:09 Mynd úr skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. RNSA Karlmaður hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að aka bíl á 49 ára gamlan mann við Höfðabakka í Reykjavík í desember 2022, en ákvörðun um refsingu ökumannsins er frestað. Maðurinn sem varð fyrir bílnum lést á Landspítalanum skömmu eftir áreksturinn. Atvik málsins, samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, voru á þann veg að vegfarandinn, hinn látni, var að fara yfir Höfðabakka, en á sama tíma var bíl ekið niður götuna og hann endaði á manninum. Sá ökumaður er ekki sá sem var sakfelldur, en hann fór af vettvangi án þess að tilkynna um atvikið og hefur aldrei fundist. Sjá nánar: Ók af vettvangi banaslyss og hefur aldrei fundist Eftir áreksturinn lá vegfarandinn í götunni. Stuttu síðar kom annar bíll, en ökumaður hans kom auga á vegfarandann og reyndi að sveigja sér frá, en náði ekki að forðast áreksturinn. Það var sá ökumaður sem var ákærður og sakfelldur vegna málsins. Líkt og áður segir lést vegfarandinn eftir áreksturinn. Fyrri áreksturinn meginörsökin Það var niðurstaða rannsóknarnefndar að fyrri áreksturinn hefði verið meginorsök slyssins. Fleiri ástæður voru nefndar, þar á meðal að ökumaður fyrri bílsins hafi farið af vettvangi og ekki tilkynnt áreksturinn. Þess má þó geta að ekki er heimilt að nota gögn eða skýrslur nefndarinnar sem sönnunargagn í dómsmálum. Mynd sem sýnir slysstaðinn.RNSA Í símanum við akstur Ökumaðurinn var ákærður fyrir að aka bíl sínum án nægilegrar varúðar og aðgæslu, og fyrir að nota farsíma við aksturinn. Bíll hans hafi hafnað á ökumanninum sem hafi kropið á veginum. Í fyrstu neitaði ökumaðurinn sök, en ákæruvaldið féll síðan frá hluta ákærunnar og þá játaði hann sök. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að eftir atvikið hafi ökumaðurinn átt erfitt með andlega líðan eftir atburðinn. Í dómnum segir að atvik málsins hafi verið fremur sérstæð og að taka verði tillit til þess. Þá hafi tafir orðið á meðferð málsins sem varð til þess að dómurinn yrði mildaður. Líkt og áður segir er ákvörðun um refsingu á hendur manninum frestað, og mun hún falla niður haldi hann skilorð. Dómsmál Reykjavík Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Atvik málsins, samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, voru á þann veg að vegfarandinn, hinn látni, var að fara yfir Höfðabakka, en á sama tíma var bíl ekið niður götuna og hann endaði á manninum. Sá ökumaður er ekki sá sem var sakfelldur, en hann fór af vettvangi án þess að tilkynna um atvikið og hefur aldrei fundist. Sjá nánar: Ók af vettvangi banaslyss og hefur aldrei fundist Eftir áreksturinn lá vegfarandinn í götunni. Stuttu síðar kom annar bíll, en ökumaður hans kom auga á vegfarandann og reyndi að sveigja sér frá, en náði ekki að forðast áreksturinn. Það var sá ökumaður sem var ákærður og sakfelldur vegna málsins. Líkt og áður segir lést vegfarandinn eftir áreksturinn. Fyrri áreksturinn meginörsökin Það var niðurstaða rannsóknarnefndar að fyrri áreksturinn hefði verið meginorsök slyssins. Fleiri ástæður voru nefndar, þar á meðal að ökumaður fyrri bílsins hafi farið af vettvangi og ekki tilkynnt áreksturinn. Þess má þó geta að ekki er heimilt að nota gögn eða skýrslur nefndarinnar sem sönnunargagn í dómsmálum. Mynd sem sýnir slysstaðinn.RNSA Í símanum við akstur Ökumaðurinn var ákærður fyrir að aka bíl sínum án nægilegrar varúðar og aðgæslu, og fyrir að nota farsíma við aksturinn. Bíll hans hafi hafnað á ökumanninum sem hafi kropið á veginum. Í fyrstu neitaði ökumaðurinn sök, en ákæruvaldið féll síðan frá hluta ákærunnar og þá játaði hann sök. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að eftir atvikið hafi ökumaðurinn átt erfitt með andlega líðan eftir atburðinn. Í dómnum segir að atvik málsins hafi verið fremur sérstæð og að taka verði tillit til þess. Þá hafi tafir orðið á meðferð málsins sem varð til þess að dómurinn yrði mildaður. Líkt og áður segir er ákvörðun um refsingu á hendur manninum frestað, og mun hún falla niður haldi hann skilorð.
Dómsmál Reykjavík Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Sjá meira