Lífið

Breiðholtsskóli og Haga­skóli á­fram í Skrekk

Lovísa Arnardóttir skrifar
Atriði Breiðholtsskóla Hraði lífsins.
Atriði Breiðholtsskóla Hraði lífsins. Mynd/Anton Bjarni

Fyrsta undanúrslitakvöld Skrekks 2024 fór fram í Borgarleikhúsinu í gær. Í úrslit komust Breiðholtsskóli með atriðið Hraða lífsins og Hagaskóli með atriðið Stingum af.

Átta grunnskólar tóku þátt en það voru Austurbæjarskóli, Breiðholtsskóli, Dalskóli, Fellaskóli, Hagaskóli, Landakotsskóli, Norðlingaskóli og Víkurskóli.

Atriði Hagaskóla Stingum af.Mynd/Anton Bjarni

238 ungmenni í Reykjavík tóku þátt í atriðunum í kvöld.  Í heildina er 721 þátttakandi í Skrekk í ár. Öll atriðin má sjá á vef UngRUV.is


Tengdar fréttir

Skrekkur í lausu lofti vegna verkfalls: „Þetta er út í hött“

„Það eru allir mjög svekktir yfir þessu, enda er þetta einn stærsti viðburður ársins,“ segir Marta Maier 10. bekkingur og formaður nemendaráðs Laugalækjarskóla. Kennarar skólans hófu verkfallsaðsgerðir í dag og ýmislegt er í lausu lofti í vegna þess, svo sem Skrekksviðburður nemenda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×