Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sindri Sverrisson skrifar 5. nóvember 2024 07:01 Þórir Hergeirsson kallar skipanir á HM 2017 - mótinu þar sem hann varð fyrir mestum vonbrigðum með sína leikmenn. Getty/Oliver Hardt Það styttist í að Þórir Hergeirsson láti af störfum sem þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta. Árangurinn hefur verið stórkostlegur en einu sinni varð Þórir fyrir miklum vonbrigðum með sína leikmenn. Þórir hættir með Noreg eftir Evrópumótið sem hefst í lok þessa mánaðar. Á fimmtán árum sem aðalþjálfari Noregs hefur liðið sextán sinnum unnið til verðlauna á stórmóti, nú síðast Ólympíumeistaratitil í París í sumar. Þórir segir sínar konur hins vegar einu sinni hafa „fallið á prófinu“, og á þá ekki við hvað árangur varðar heldur með hegðun sinni gagnvart mótherjunum. Það var á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi árið 2017. Þær norsku mættu sigurstranglegar á mótið og komust með sannfærandi hætti í úrslitaleikinn, en töpuðu þar í spennuleik gegn Frökkum, 23-21. Vonbrigðin voru mikil og tárin runnu hjá leikmönnum norska liðsins, en Þórir segir að þarna hafi þeir farið gegn gildum norska handknattleikssambandsins. „Þarna fannst mér við falla á prófinu,“ sagði Þórir við NRK í gær. Tárin streymdu hjá leikmönnum norska liðsins eftir tapið í úrslitaleik HM 2017. En Þórir segir ekki boðlegt að leikmenn sýni mótherjum sínum ekki virðingu í verðlaunaafhendingu.Getty/Axel Heimken „Frakkland vann því liðið var betra en við, og við áttum skilið að tapa. Eftir leikinn voru auðvitað vonbrigði og miklar tilfinningar. Ef maður skoðar myndir frá verðlaunaafhendingunni þá var framkoma okkar ekki samkvæmt gildum okkar. Þetta átti ekki við um þær allar en margar. Við heiðruðum ekki liðið sem vann og bárum ekki virðingu fyrir því að þær voru betri en við,“ sagði Þórir. Hann var ekki einn um að verða fyrir vonbrigðum með framkomu norska liðsins því franska stjarnan Alexandra Lacrabere kvartaði til að mynda undan skorti á virðingu frá norsku leikmönnunum, og sagði það væri „dásamlegt að sjá Noru Mörk gráta“. Franska liðið fagnaði heimsmeistaratitlinum innilega 2017, eftir sigurinn gegn Noregi.Getty/Axel Heimken Þórir sá til þess að leikmenn lærðu sína lexíu og færu eftir sínum gildum, sem meðal annars segja að leikmenn eigi að sýna heiðarleika og virðingu gagnvart andstæðingum sínum. „Við unnum með þetta eftir á. Við tókum á þessu og notuðum myndir til að sýna dæmi. Það er í lagi að vera leiður, og það er í lagi að vera vonsvikinn. Það er meira að segja í lagi að verða pirraður. En þegar maður fer og tekur við verðlaununum þá sýnir maður sigurvegaranum virðingu. Og maður getur sett upp smá bros, jafnvel þó að það sé ekki alvöru bros,“ sagði Þórir. Hann segir leikmenn hafa brugðist vel við og staðið við gildin eftir þetta. „Þegar allt gengur vel þá er auðvelt að standa við gildin. En þegar það gengur ekki eins vel þá reynir á fólk. Við erum bara mannleg. Stundum bregðumst við rétt við og stundum rangt við. Árið 2017 gerðum við mistök en mér fannst við komast fljótt á réttan kjöl.“ Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Þórir hættir með Noreg eftir Evrópumótið sem hefst í lok þessa mánaðar. Á fimmtán árum sem aðalþjálfari Noregs hefur liðið sextán sinnum unnið til verðlauna á stórmóti, nú síðast Ólympíumeistaratitil í París í sumar. Þórir segir sínar konur hins vegar einu sinni hafa „fallið á prófinu“, og á þá ekki við hvað árangur varðar heldur með hegðun sinni gagnvart mótherjunum. Það var á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi árið 2017. Þær norsku mættu sigurstranglegar á mótið og komust með sannfærandi hætti í úrslitaleikinn, en töpuðu þar í spennuleik gegn Frökkum, 23-21. Vonbrigðin voru mikil og tárin runnu hjá leikmönnum norska liðsins, en Þórir segir að þarna hafi þeir farið gegn gildum norska handknattleikssambandsins. „Þarna fannst mér við falla á prófinu,“ sagði Þórir við NRK í gær. Tárin streymdu hjá leikmönnum norska liðsins eftir tapið í úrslitaleik HM 2017. En Þórir segir ekki boðlegt að leikmenn sýni mótherjum sínum ekki virðingu í verðlaunaafhendingu.Getty/Axel Heimken „Frakkland vann því liðið var betra en við, og við áttum skilið að tapa. Eftir leikinn voru auðvitað vonbrigði og miklar tilfinningar. Ef maður skoðar myndir frá verðlaunaafhendingunni þá var framkoma okkar ekki samkvæmt gildum okkar. Þetta átti ekki við um þær allar en margar. Við heiðruðum ekki liðið sem vann og bárum ekki virðingu fyrir því að þær voru betri en við,“ sagði Þórir. Hann var ekki einn um að verða fyrir vonbrigðum með framkomu norska liðsins því franska stjarnan Alexandra Lacrabere kvartaði til að mynda undan skorti á virðingu frá norsku leikmönnunum, og sagði það væri „dásamlegt að sjá Noru Mörk gráta“. Franska liðið fagnaði heimsmeistaratitlinum innilega 2017, eftir sigurinn gegn Noregi.Getty/Axel Heimken Þórir sá til þess að leikmenn lærðu sína lexíu og færu eftir sínum gildum, sem meðal annars segja að leikmenn eigi að sýna heiðarleika og virðingu gagnvart andstæðingum sínum. „Við unnum með þetta eftir á. Við tókum á þessu og notuðum myndir til að sýna dæmi. Það er í lagi að vera leiður, og það er í lagi að vera vonsvikinn. Það er meira að segja í lagi að verða pirraður. En þegar maður fer og tekur við verðlaununum þá sýnir maður sigurvegaranum virðingu. Og maður getur sett upp smá bros, jafnvel þó að það sé ekki alvöru bros,“ sagði Þórir. Hann segir leikmenn hafa brugðist vel við og staðið við gildin eftir þetta. „Þegar allt gengur vel þá er auðvelt að standa við gildin. En þegar það gengur ekki eins vel þá reynir á fólk. Við erum bara mannleg. Stundum bregðumst við rétt við og stundum rangt við. Árið 2017 gerðum við mistök en mér fannst við komast fljótt á réttan kjöl.“
Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira