Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Lestrarklefinn og Sæunn Gísladóttir 6. nóvember 2024 10:32 Skvísubók Ásu Marinar, Hittu mig í Hellisgerði er til umfjöllunar í Lestrarklefanum. Gassi Á menningarvefnum Lestrarklefinn er nú fjallað um hinar ýmsu bækur sem komið hafa út á árinu. Sæunn Gísladóttir fjallar hér um bókina Hittu mig í Hellisgerði eftir Ásu Marin. Hittu mig í Hellisgerði er nýjasta bók Ásu Marinar sem hefur undanfarin ár gefið út hugljúfar ferðasögur. Við höfum áður fjallað um bækur hennar sem hafa farið með lesendur í ferðalög, meðal annars til Andalúsíu og alla leið til Víetnam. Sæunn Gísladóttir fjallar um bókina. Á íslenskum bókamarkaði hefur verið gat á markaði hvað varðar skvísubækur, en alltaf selst nóg af slíkum erlendum bókum. Því er gaman að hafa fengið í flóruna Ásu Marin sem skrifar léttari bækur sem má njóta þess að lesa í amstri dagsins. Að þessu sinni er Ása Marin með jólaívaf í bók sinni. Hittu mig í Hellisgerði segir frá Snjólaugu sem er að nálgast fertugt og er einhleyp móðir ungrar stelpu. Hún á í góðu sambandi við barnsföður sinn Nökkva en í ár hefur hann eyðilagt jólin með því að skipuleggja ferð til Tenerife með dóttur þeirra og stendur Snjólaug frammi fyrir því að vera ein á aðfangadagskvöld. Þessi ógnvekjandi staðreynd verður til þess að Snjólaug tekur loks af skarið í eigin ástarlífi og ákveður að vera búin að finna sér kærasta þegar klukkurnar hringja inn jólin. Hvernig henni mun takast til er svo umfjöllunarefni bókarinnar sem gerist frá lok nóvember og fram yfir hátíðarnar. Norsk áhrif Ef söguþráðurinn í bókinni, að kona á fertugsaldri ákveði að næla sér í jólakæró korter í jól, hljómar kunnuglega er það ef til vill því hann minnir óneitanlega á hina frábæru norsku Netflix-seríu Hjem til jul. Ása Marin er ekkert að fela Netflix áhrifin en hún vísar meðal annars í aðra norska jólaseríu á streymisveitunni, A Storm for Christmas, og ver söguhetjan Snjólaug ófáum kvöldum í að horfa á jólamyndir á veitunni. Snjólaug er sjálfstæð kona sem á sitt eigið brauðtertu-fyrirtæki eins og gjarnan í Netflix jólamyndum og þrátt fyrir að vera mörgum mannkostum gædd hefur lítið gerst í ástarlífi hennar sé samband þeirra Nökkva, sem skildu þegar dóttir þeirra var pínu lítil, undanskilið. Þrátt fyrir þessi Netflix áhrif er sagan að öðru leyti íslensk. Þegar Snjólaug ákveður að taka af skarið og skrá sig á stefnumótaöppin mæta henni misslæmir menn, Kristín besta vinkona hennar reynir að stappa í hana stálinu en er sjálf harðgift og því ekki mjög gagnleg í stefnumótaheiminum. Ég var farin að hugsa með mér eftir nokkra kafla um daglega líf Snjólaugar og raunir hennar, hvort kæmi ekki að einhverju ferðalagi (ég hafði greinilega gleymt að lesa aftan á kápuna) en þá einmitt hvetur Kristín hana til að skrá sig í rómantíska stefnumótaferð á landsbyggðinni. Snjólaug er valin til þátttöku og fer af stað í vikulanga óvissuferð með níu öðrum einhleypum einstaklingum. Því er einnig að ræða um ferðasögu um helstu náttúruundur Suðurlands. Umfjöllunina í heild sinni má lesa hér. Fleiri bókadómar eru inni á Lestrarklefinn.is. Menning Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir Bylgjulestin mætir á Kótelettuna „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Flottasti garður landsins - taktu þátt! Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Icewear verður einn af aðalstyrktaraðilum Íslandsmótsins í golfi 2025 Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Myndaveisla frá Hafnarfirði - Bylgjulestin 2025 Bylgjulestin mætir á Hjarta Hafnarfjarðar á laugardag Reykjalundur hlýtur alþjóðlega gæðavottun fyrir endurhæfingarþjónustu Myndaveisla frá Hallormsstað - Bylgjulestin 2025 90% þeirra sem upplifa hárlos meðhöndla það ekki - það er þó hægt Bylgjulestin verður í Hallormsstaðaskógi á laugardag Taktu þátt í sumarbókaviku á Bylgjunni og Vísi Aukasýningu bætt við á vinsælustu ABBA sýningu heims Iðnaðarmaður ársins fer í frí – sjáumst að ári! Bylgjulestin tók þátt í Bíladögum - myndaveisla Myndband við Þjóðhátíðarlagið frumsýnt á Vísi Iðnaðarmaður ársins hlustar á IceGuys til að koma sér í stuð Bylgjulestin verður í stuði á Bíladögum á Akureyri Myndaveisla frá Hveragerði þar sem Bylgjulestin var í beinni Ferð þú til Ástralíu með Bondi Sands og KILROY? Stálheppinn viðskiptavinur N1 vann frítt flug í heilt ár með PLAY Einn heppinn vinnur frítt flug í heilt ár með PLAY Bylgjulestin brunar af stað inn í sumarið Sjá meira
Hittu mig í Hellisgerði er nýjasta bók Ásu Marinar sem hefur undanfarin ár gefið út hugljúfar ferðasögur. Við höfum áður fjallað um bækur hennar sem hafa farið með lesendur í ferðalög, meðal annars til Andalúsíu og alla leið til Víetnam. Sæunn Gísladóttir fjallar um bókina. Á íslenskum bókamarkaði hefur verið gat á markaði hvað varðar skvísubækur, en alltaf selst nóg af slíkum erlendum bókum. Því er gaman að hafa fengið í flóruna Ásu Marin sem skrifar léttari bækur sem má njóta þess að lesa í amstri dagsins. Að þessu sinni er Ása Marin með jólaívaf í bók sinni. Hittu mig í Hellisgerði segir frá Snjólaugu sem er að nálgast fertugt og er einhleyp móðir ungrar stelpu. Hún á í góðu sambandi við barnsföður sinn Nökkva en í ár hefur hann eyðilagt jólin með því að skipuleggja ferð til Tenerife með dóttur þeirra og stendur Snjólaug frammi fyrir því að vera ein á aðfangadagskvöld. Þessi ógnvekjandi staðreynd verður til þess að Snjólaug tekur loks af skarið í eigin ástarlífi og ákveður að vera búin að finna sér kærasta þegar klukkurnar hringja inn jólin. Hvernig henni mun takast til er svo umfjöllunarefni bókarinnar sem gerist frá lok nóvember og fram yfir hátíðarnar. Norsk áhrif Ef söguþráðurinn í bókinni, að kona á fertugsaldri ákveði að næla sér í jólakæró korter í jól, hljómar kunnuglega er það ef til vill því hann minnir óneitanlega á hina frábæru norsku Netflix-seríu Hjem til jul. Ása Marin er ekkert að fela Netflix áhrifin en hún vísar meðal annars í aðra norska jólaseríu á streymisveitunni, A Storm for Christmas, og ver söguhetjan Snjólaug ófáum kvöldum í að horfa á jólamyndir á veitunni. Snjólaug er sjálfstæð kona sem á sitt eigið brauðtertu-fyrirtæki eins og gjarnan í Netflix jólamyndum og þrátt fyrir að vera mörgum mannkostum gædd hefur lítið gerst í ástarlífi hennar sé samband þeirra Nökkva, sem skildu þegar dóttir þeirra var pínu lítil, undanskilið. Þrátt fyrir þessi Netflix áhrif er sagan að öðru leyti íslensk. Þegar Snjólaug ákveður að taka af skarið og skrá sig á stefnumótaöppin mæta henni misslæmir menn, Kristín besta vinkona hennar reynir að stappa í hana stálinu en er sjálf harðgift og því ekki mjög gagnleg í stefnumótaheiminum. Ég var farin að hugsa með mér eftir nokkra kafla um daglega líf Snjólaugar og raunir hennar, hvort kæmi ekki að einhverju ferðalagi (ég hafði greinilega gleymt að lesa aftan á kápuna) en þá einmitt hvetur Kristín hana til að skrá sig í rómantíska stefnumótaferð á landsbyggðinni. Snjólaug er valin til þátttöku og fer af stað í vikulanga óvissuferð með níu öðrum einhleypum einstaklingum. Því er einnig að ræða um ferðasögu um helstu náttúruundur Suðurlands. Umfjöllunina í heild sinni má lesa hér. Fleiri bókadómar eru inni á Lestrarklefinn.is.
Menning Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir Bylgjulestin mætir á Kótelettuna „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Flottasti garður landsins - taktu þátt! Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Icewear verður einn af aðalstyrktaraðilum Íslandsmótsins í golfi 2025 Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Myndaveisla frá Hafnarfirði - Bylgjulestin 2025 Bylgjulestin mætir á Hjarta Hafnarfjarðar á laugardag Reykjalundur hlýtur alþjóðlega gæðavottun fyrir endurhæfingarþjónustu Myndaveisla frá Hallormsstað - Bylgjulestin 2025 90% þeirra sem upplifa hárlos meðhöndla það ekki - það er þó hægt Bylgjulestin verður í Hallormsstaðaskógi á laugardag Taktu þátt í sumarbókaviku á Bylgjunni og Vísi Aukasýningu bætt við á vinsælustu ABBA sýningu heims Iðnaðarmaður ársins fer í frí – sjáumst að ári! Bylgjulestin tók þátt í Bíladögum - myndaveisla Myndband við Þjóðhátíðarlagið frumsýnt á Vísi Iðnaðarmaður ársins hlustar á IceGuys til að koma sér í stuð Bylgjulestin verður í stuði á Bíladögum á Akureyri Myndaveisla frá Hveragerði þar sem Bylgjulestin var í beinni Ferð þú til Ástralíu með Bondi Sands og KILROY? Stálheppinn viðskiptavinur N1 vann frítt flug í heilt ár með PLAY Einn heppinn vinnur frítt flug í heilt ár með PLAY Bylgjulestin brunar af stað inn í sumarið Sjá meira