Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 4. nóvember 2024 17:02 „Veit ekki hvort margir sáu það en minn mætti, já hann átti að vera á Vog innlögn 8 des, en nei "hann missti af því" því hann er í banni á skýlinu og engin til að reka á eftir, sem er ekki satt því ég var í símasambandi við hann oft um daginn , að biðja hann að fara. Hann lýtur hroðalega út, mjög illa farin og veikur, svo sárt að skilja hann eftir grátandi þegar við fórum, en það er ekkert sem ég get gert, hann er það mikið veikur........." Þetta skrifaði ég í lokuðum hóp á Facebook þann 10 des 2023 daginn eftir að við vorum með mótmæli vegna úrræðaleysis í málefnum fólks með fíknisjúkdóma, enduðum við mótmælin með táknrænum gjörning þar sem við lögðum rauða rós á tröppur alþingishússins til minningar um þau sem höfðu tapað í baráttunni við sjúkdóminn mörg að bíða eftir úrræði en fengu ekki hjálp í tæka tíð. Ég hélt að ég myndi ekki sjá hann aftur á lífi Hann var það veikur og í banni á Gistiskýlinu, ískalt úti og hann og þrír aðrir hírðust í óupphituðum bílastæðakjallara, illa klæddir og engin hugsun nema redda næsta skammti til að deyfa sig fyrir kuldanum, hungrinu og sáraukanum. Sem betur fer fékk sonur minn tækifæri, hann komst inn á Vog 11 des og núna 11 mánuðum seinna færði hann mér málað mynd af fallegri rós. Ég var með honum í gær í afmælisveislu dóttur hans og tengdasonar, knúsandi afa tvíburastrákana sína, svo hamingjusaman að sú gamla komst nú bara við. En hvað hefur gerst þessa ellefu mánuði í málefnum fólks með fíknisjúkdóm? jú það var opnað neyslurými, loksins, og gerður samningur við Vog svo þeir geti hjálpað fleirum með ópíóðafíkn til bata. En við þurfum að gera svo miklu meira, það vantar húsnæði, fleiri meðferðarúrræði, styttri biðtíma, en best væri að við gætum gripið þau þegar þau eru ung, áður en þau lenda á götunni, við erum að missa svo marga flotta krakka í neyslu vegna þess að þau fá ekki þá aðstoð sem þau þurfa nógu snemma, að ótöldum öllum þeim sem hafa fallið frá og skilja eftir aðstandendur í sárum, já bak við hvern einstakling með fíknisjúkdóm eru aðstandendur sem gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fá hjálp en ganga ítrekað á lokaðar dyr. Höfum við efni á þessu, einstaklingur í neyslu kostar samfélagið miklu meira en sú hjálp sem hann þarf myndi kosta, það er sturluð staðreynd, og öll þau sem töpuðu í baráttunni og létust langt fyrir aldur fram er fórnarkostnaður sem við getum ekki sætt okkur við. Við þurfum að aðstoða þá sem eru að ljúka afplánun og ekkert bíður nema gatan og sama vonleysið og varð til þess að þeir hlutu dóma. Hvað ætla þessi ellefu flokkar sem eru í framboði núna að gera í málefnum fíknisjúkra, í löngum biðlistum barna í vanda og í heilbrigðismálum yfirleitt ef þeir komast á þing? Úrræðaleysi og langir biðlistar eru ekki ásættanlegir. Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 6. janúar 2024 11:31 Er barnið þitt eða náinn aðstandandi að deyja vegna fálætis? Ragna Gestsdóttir birti þetta á DV Mánudaginn 8. janúar 2024 13:30 „Ég vil ekki að sonur minn verði rós á tröppum Alþingishússins“ Höfundur er tilvonandi kjósandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmunda G. Guðmundsdóttir Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
„Veit ekki hvort margir sáu það en minn mætti, já hann átti að vera á Vog innlögn 8 des, en nei "hann missti af því" því hann er í banni á skýlinu og engin til að reka á eftir, sem er ekki satt því ég var í símasambandi við hann oft um daginn , að biðja hann að fara. Hann lýtur hroðalega út, mjög illa farin og veikur, svo sárt að skilja hann eftir grátandi þegar við fórum, en það er ekkert sem ég get gert, hann er það mikið veikur........." Þetta skrifaði ég í lokuðum hóp á Facebook þann 10 des 2023 daginn eftir að við vorum með mótmæli vegna úrræðaleysis í málefnum fólks með fíknisjúkdóma, enduðum við mótmælin með táknrænum gjörning þar sem við lögðum rauða rós á tröppur alþingishússins til minningar um þau sem höfðu tapað í baráttunni við sjúkdóminn mörg að bíða eftir úrræði en fengu ekki hjálp í tæka tíð. Ég hélt að ég myndi ekki sjá hann aftur á lífi Hann var það veikur og í banni á Gistiskýlinu, ískalt úti og hann og þrír aðrir hírðust í óupphituðum bílastæðakjallara, illa klæddir og engin hugsun nema redda næsta skammti til að deyfa sig fyrir kuldanum, hungrinu og sáraukanum. Sem betur fer fékk sonur minn tækifæri, hann komst inn á Vog 11 des og núna 11 mánuðum seinna færði hann mér málað mynd af fallegri rós. Ég var með honum í gær í afmælisveislu dóttur hans og tengdasonar, knúsandi afa tvíburastrákana sína, svo hamingjusaman að sú gamla komst nú bara við. En hvað hefur gerst þessa ellefu mánuði í málefnum fólks með fíknisjúkdóm? jú það var opnað neyslurými, loksins, og gerður samningur við Vog svo þeir geti hjálpað fleirum með ópíóðafíkn til bata. En við þurfum að gera svo miklu meira, það vantar húsnæði, fleiri meðferðarúrræði, styttri biðtíma, en best væri að við gætum gripið þau þegar þau eru ung, áður en þau lenda á götunni, við erum að missa svo marga flotta krakka í neyslu vegna þess að þau fá ekki þá aðstoð sem þau þurfa nógu snemma, að ótöldum öllum þeim sem hafa fallið frá og skilja eftir aðstandendur í sárum, já bak við hvern einstakling með fíknisjúkdóm eru aðstandendur sem gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fá hjálp en ganga ítrekað á lokaðar dyr. Höfum við efni á þessu, einstaklingur í neyslu kostar samfélagið miklu meira en sú hjálp sem hann þarf myndi kosta, það er sturluð staðreynd, og öll þau sem töpuðu í baráttunni og létust langt fyrir aldur fram er fórnarkostnaður sem við getum ekki sætt okkur við. Við þurfum að aðstoða þá sem eru að ljúka afplánun og ekkert bíður nema gatan og sama vonleysið og varð til þess að þeir hlutu dóma. Hvað ætla þessi ellefu flokkar sem eru í framboði núna að gera í málefnum fíknisjúkra, í löngum biðlistum barna í vanda og í heilbrigðismálum yfirleitt ef þeir komast á þing? Úrræðaleysi og langir biðlistar eru ekki ásættanlegir. Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 6. janúar 2024 11:31 Er barnið þitt eða náinn aðstandandi að deyja vegna fálætis? Ragna Gestsdóttir birti þetta á DV Mánudaginn 8. janúar 2024 13:30 „Ég vil ekki að sonur minn verði rós á tröppum Alþingishússins“ Höfundur er tilvonandi kjósandi.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar