Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Valur Páll Eiríksson skrifar 4. nóvember 2024 09:03 Barkley hoppar aftur á bak yfir Jarrion Jones, varnarmann Jaguars, sem veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Elsa/Getty Images „Þetta er það besta sem ég hef séð,“ segir Nick Sirianni, þjálfari Philadelphia Eagles, um magnaða takta hlauparans Saquon Barkley í 28-23 sigri Arnanna á Jacksonville Jaguars í NFL-deildinni í amerískum fótbolta í gærkvöld. Taktar Barkleys hafa farið sem eldur um sinu á samfélags- og fréttamiðlum frá því í gær. Hann sneri þá af sér einn varnarmann og hoppaði svo yfir þann næsta, aftur á bak, áður en hann hélt áfram leið sinni. „Það munu krakkar í Philadelphiu, og um allt land, reyna þetta næstu daga. Það mun ekki takast. Ég held að hann sé sá eini í heiminum sem er fær um þetta. Ég er orðlaus. Þetta var ótrúlegt,“ sagði Sirianni enn fremur. Fólk í stúkunni stóð upp og klappaði fyrir Barkley eftir atvikið og aðrir sáust líta hvor á annan í sjokki. SAQUON BARKLEY IS NOT OF THIS WORLD.📺: #JAXvsPHI on CBS/Paramount+📱: https://t.co/waVpO909ge pic.twitter.com/UtCENDw6no— NFL (@NFL) November 3, 2024 „Þetta var klikkað. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt,“ sagði liðsfélagi Barkleys, útherjinn DeVonta Smith. Aðspurður um taktana stóð Barkley ekki á svörum. Almættið ætti hrós skilið frekar en hann sjálfur. „Ég þarf að þakka Guði. Ég ætla ekki að ljúga, ég held að Guð hafi gefið mér hæfileika til að spila þessa stöðu og hafi blessað mig með ákveðinni eðlishvöt. Stundum þarftu að sleppa þér, og leyfa Guði og eðlishvötinni að ráða för,“ sagði Barkley í viðtali eftir leik. Eagles hafa unnið sex af átta leikjum sínum í deildinni og sitja í öðru sæti í austurriðli NFC hluta deildarinnar, á eftir Washington Commaders sem unnu sinn leik í gær og hafa unnið sjö af níu. Commanders hafa ekki byrjað tímabil svo lengi í háa herrans tíð. Öll úrslit gærdagsins má sjá að neðan. Úrslit gærkvöldsins í NFL-deildinni: Atlanta Falcons 27-21 Dallas Cowboys Baltimore Ravens 41-10 Denver Broncos Buffalo Bills 30-27 Miami Dolphins Carolina Panthers 23-22 New Orleans Saints Cincinnati Bengals 41-24 Las Vegas Raiders Cleveland Browns 10-27 Los Angeles Chargers New York Giants 22-27 Washington Commanders Tennessee Titans 20-17 New England Patriots Arizona Cardinals 29-9 Chicago Bears Philadelphia Eagles 28-23 Jacksonville Jaguars Green Bay Packers 14-24 Detroit Lions Seattle Seahawks 20-26 Los Angeles Rams Minnesota Vikings 21-13 Indianapolis Colts NFL Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad EM í dag: Helgin frá helvíti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Ten Hag rekinn frá Leverkusen Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira
Taktar Barkleys hafa farið sem eldur um sinu á samfélags- og fréttamiðlum frá því í gær. Hann sneri þá af sér einn varnarmann og hoppaði svo yfir þann næsta, aftur á bak, áður en hann hélt áfram leið sinni. „Það munu krakkar í Philadelphiu, og um allt land, reyna þetta næstu daga. Það mun ekki takast. Ég held að hann sé sá eini í heiminum sem er fær um þetta. Ég er orðlaus. Þetta var ótrúlegt,“ sagði Sirianni enn fremur. Fólk í stúkunni stóð upp og klappaði fyrir Barkley eftir atvikið og aðrir sáust líta hvor á annan í sjokki. SAQUON BARKLEY IS NOT OF THIS WORLD.📺: #JAXvsPHI on CBS/Paramount+📱: https://t.co/waVpO909ge pic.twitter.com/UtCENDw6no— NFL (@NFL) November 3, 2024 „Þetta var klikkað. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt,“ sagði liðsfélagi Barkleys, útherjinn DeVonta Smith. Aðspurður um taktana stóð Barkley ekki á svörum. Almættið ætti hrós skilið frekar en hann sjálfur. „Ég þarf að þakka Guði. Ég ætla ekki að ljúga, ég held að Guð hafi gefið mér hæfileika til að spila þessa stöðu og hafi blessað mig með ákveðinni eðlishvöt. Stundum þarftu að sleppa þér, og leyfa Guði og eðlishvötinni að ráða för,“ sagði Barkley í viðtali eftir leik. Eagles hafa unnið sex af átta leikjum sínum í deildinni og sitja í öðru sæti í austurriðli NFC hluta deildarinnar, á eftir Washington Commaders sem unnu sinn leik í gær og hafa unnið sjö af níu. Commanders hafa ekki byrjað tímabil svo lengi í háa herrans tíð. Öll úrslit gærdagsins má sjá að neðan. Úrslit gærkvöldsins í NFL-deildinni: Atlanta Falcons 27-21 Dallas Cowboys Baltimore Ravens 41-10 Denver Broncos Buffalo Bills 30-27 Miami Dolphins Carolina Panthers 23-22 New Orleans Saints Cincinnati Bengals 41-24 Las Vegas Raiders Cleveland Browns 10-27 Los Angeles Chargers New York Giants 22-27 Washington Commanders Tennessee Titans 20-17 New England Patriots Arizona Cardinals 29-9 Chicago Bears Philadelphia Eagles 28-23 Jacksonville Jaguars Green Bay Packers 14-24 Detroit Lions Seattle Seahawks 20-26 Los Angeles Rams Minnesota Vikings 21-13 Indianapolis Colts
Úrslit gærkvöldsins í NFL-deildinni: Atlanta Falcons 27-21 Dallas Cowboys Baltimore Ravens 41-10 Denver Broncos Buffalo Bills 30-27 Miami Dolphins Carolina Panthers 23-22 New Orleans Saints Cincinnati Bengals 41-24 Las Vegas Raiders Cleveland Browns 10-27 Los Angeles Chargers New York Giants 22-27 Washington Commanders Tennessee Titans 20-17 New England Patriots Arizona Cardinals 29-9 Chicago Bears Philadelphia Eagles 28-23 Jacksonville Jaguars Green Bay Packers 14-24 Detroit Lions Seattle Seahawks 20-26 Los Angeles Rams Minnesota Vikings 21-13 Indianapolis Colts
NFL Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad EM í dag: Helgin frá helvíti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Ten Hag rekinn frá Leverkusen Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira