Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Valur Páll Eiríksson skrifar 4. nóvember 2024 09:03 Barkley hoppar aftur á bak yfir Jarrion Jones, varnarmann Jaguars, sem veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Elsa/Getty Images „Þetta er það besta sem ég hef séð,“ segir Nick Sirianni, þjálfari Philadelphia Eagles, um magnaða takta hlauparans Saquon Barkley í 28-23 sigri Arnanna á Jacksonville Jaguars í NFL-deildinni í amerískum fótbolta í gærkvöld. Taktar Barkleys hafa farið sem eldur um sinu á samfélags- og fréttamiðlum frá því í gær. Hann sneri þá af sér einn varnarmann og hoppaði svo yfir þann næsta, aftur á bak, áður en hann hélt áfram leið sinni. „Það munu krakkar í Philadelphiu, og um allt land, reyna þetta næstu daga. Það mun ekki takast. Ég held að hann sé sá eini í heiminum sem er fær um þetta. Ég er orðlaus. Þetta var ótrúlegt,“ sagði Sirianni enn fremur. Fólk í stúkunni stóð upp og klappaði fyrir Barkley eftir atvikið og aðrir sáust líta hvor á annan í sjokki. SAQUON BARKLEY IS NOT OF THIS WORLD.📺: #JAXvsPHI on CBS/Paramount+📱: https://t.co/waVpO909ge pic.twitter.com/UtCENDw6no— NFL (@NFL) November 3, 2024 „Þetta var klikkað. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt,“ sagði liðsfélagi Barkleys, útherjinn DeVonta Smith. Aðspurður um taktana stóð Barkley ekki á svörum. Almættið ætti hrós skilið frekar en hann sjálfur. „Ég þarf að þakka Guði. Ég ætla ekki að ljúga, ég held að Guð hafi gefið mér hæfileika til að spila þessa stöðu og hafi blessað mig með ákveðinni eðlishvöt. Stundum þarftu að sleppa þér, og leyfa Guði og eðlishvötinni að ráða för,“ sagði Barkley í viðtali eftir leik. Eagles hafa unnið sex af átta leikjum sínum í deildinni og sitja í öðru sæti í austurriðli NFC hluta deildarinnar, á eftir Washington Commaders sem unnu sinn leik í gær og hafa unnið sjö af níu. Commanders hafa ekki byrjað tímabil svo lengi í háa herrans tíð. Öll úrslit gærdagsins má sjá að neðan. Úrslit gærkvöldsins í NFL-deildinni: Atlanta Falcons 27-21 Dallas Cowboys Baltimore Ravens 41-10 Denver Broncos Buffalo Bills 30-27 Miami Dolphins Carolina Panthers 23-22 New Orleans Saints Cincinnati Bengals 41-24 Las Vegas Raiders Cleveland Browns 10-27 Los Angeles Chargers New York Giants 22-27 Washington Commanders Tennessee Titans 20-17 New England Patriots Arizona Cardinals 29-9 Chicago Bears Philadelphia Eagles 28-23 Jacksonville Jaguars Green Bay Packers 14-24 Detroit Lions Seattle Seahawks 20-26 Los Angeles Rams Minnesota Vikings 21-13 Indianapolis Colts NFL Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira
Taktar Barkleys hafa farið sem eldur um sinu á samfélags- og fréttamiðlum frá því í gær. Hann sneri þá af sér einn varnarmann og hoppaði svo yfir þann næsta, aftur á bak, áður en hann hélt áfram leið sinni. „Það munu krakkar í Philadelphiu, og um allt land, reyna þetta næstu daga. Það mun ekki takast. Ég held að hann sé sá eini í heiminum sem er fær um þetta. Ég er orðlaus. Þetta var ótrúlegt,“ sagði Sirianni enn fremur. Fólk í stúkunni stóð upp og klappaði fyrir Barkley eftir atvikið og aðrir sáust líta hvor á annan í sjokki. SAQUON BARKLEY IS NOT OF THIS WORLD.📺: #JAXvsPHI on CBS/Paramount+📱: https://t.co/waVpO909ge pic.twitter.com/UtCENDw6no— NFL (@NFL) November 3, 2024 „Þetta var klikkað. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt,“ sagði liðsfélagi Barkleys, útherjinn DeVonta Smith. Aðspurður um taktana stóð Barkley ekki á svörum. Almættið ætti hrós skilið frekar en hann sjálfur. „Ég þarf að þakka Guði. Ég ætla ekki að ljúga, ég held að Guð hafi gefið mér hæfileika til að spila þessa stöðu og hafi blessað mig með ákveðinni eðlishvöt. Stundum þarftu að sleppa þér, og leyfa Guði og eðlishvötinni að ráða för,“ sagði Barkley í viðtali eftir leik. Eagles hafa unnið sex af átta leikjum sínum í deildinni og sitja í öðru sæti í austurriðli NFC hluta deildarinnar, á eftir Washington Commaders sem unnu sinn leik í gær og hafa unnið sjö af níu. Commanders hafa ekki byrjað tímabil svo lengi í háa herrans tíð. Öll úrslit gærdagsins má sjá að neðan. Úrslit gærkvöldsins í NFL-deildinni: Atlanta Falcons 27-21 Dallas Cowboys Baltimore Ravens 41-10 Denver Broncos Buffalo Bills 30-27 Miami Dolphins Carolina Panthers 23-22 New Orleans Saints Cincinnati Bengals 41-24 Las Vegas Raiders Cleveland Browns 10-27 Los Angeles Chargers New York Giants 22-27 Washington Commanders Tennessee Titans 20-17 New England Patriots Arizona Cardinals 29-9 Chicago Bears Philadelphia Eagles 28-23 Jacksonville Jaguars Green Bay Packers 14-24 Detroit Lions Seattle Seahawks 20-26 Los Angeles Rams Minnesota Vikings 21-13 Indianapolis Colts
Úrslit gærkvöldsins í NFL-deildinni: Atlanta Falcons 27-21 Dallas Cowboys Baltimore Ravens 41-10 Denver Broncos Buffalo Bills 30-27 Miami Dolphins Carolina Panthers 23-22 New Orleans Saints Cincinnati Bengals 41-24 Las Vegas Raiders Cleveland Browns 10-27 Los Angeles Chargers New York Giants 22-27 Washington Commanders Tennessee Titans 20-17 New England Patriots Arizona Cardinals 29-9 Chicago Bears Philadelphia Eagles 28-23 Jacksonville Jaguars Green Bay Packers 14-24 Detroit Lions Seattle Seahawks 20-26 Los Angeles Rams Minnesota Vikings 21-13 Indianapolis Colts
NFL Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira