Þrír frambjóðendur detta út Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. nóvember 2024 15:57 Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, las upp úrskurði landskjörstjórnar um gildi framboðslista flokkanna ellefu. Vísir/Vilhelm Þrír frambjóðendur Sósíalistaflokks í Suður- og Suðvesturkjördæmi voru felldir af listunum tveimur vegna ólögmætra undirskrifta á úrskurðarfundi landskjörstjórnar í dag. Hinir listarnir 59 voru samþykktir án athugasemda. Landskjörstórn boðaði til fundar klukkan 15 í Þjóðminjasafninu í dag þar sem úrskurðað var um gildi þeirra ellefu framboða sem skiluðu inn framboðslistum. Framboðslistar tíu stjórnmálaflokka sem skiluðu inn framboðsgögnum voru samþykktir í öllum kjördæmum. Listar Sósíalistaflokksins í Suður- og Suðvesturkjördæmi voru samþykktir með frávikum en listar flokksins í öðrum kjördæmum voru gildir. Í úrskurði landskjörstjórnar um lista Sósíalistaflokks í Suðurkjördæmi segir að samþykki tveggja frambjóðenda sem sendu samþykki sín í tölvupósti uppfylli ekki skilyrði kosningalaga um að vera undirrituð eigin hendi eða með fullgildri rafrænni undirskrift. Landskjörstjórn telur því rétt að fella frambjóðendur í 15. og 17. sæti af framboðslistanum enda skortir samþykki þeirra um að taka sæti á listanum. Frambjóðendurnir sem um ræðir eru hin 63 ára Hildur Vera Sæmundsdóttir sem er sjálfstætt starfandi og hinn 65 ára Stefán Helgi Helgason sem er öryrki. Þar sem ekki er heimilt að bæta nýjum frambjóðendum á framboðslista munu þeir frambjóðendur sem næstir koma á listanum færast upp um sæti í stað þeirra sem falla brott og einungis átján skipa listann. Úrskurður landskjörstjórnar um lista flokksins í Suðvesturkjördæmi er sambærilegur nema þar liggur fyrir að samþykki frambjóðanda í 27. sæti listans uppfylli ekki fyrrnefnd skilyrði. Sá heitir Guðjón Gauti Arnþórsson Jensen og er læknir og ellilífeyrisþegi. Landskjörstjórn fellir hann af listanum og tekur síðasti maður listans sæti hans. Listinn skipar því 27 manns en ekki 28. Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Suðvesturkjördæmi Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Landskjörstórn boðaði til fundar klukkan 15 í Þjóðminjasafninu í dag þar sem úrskurðað var um gildi þeirra ellefu framboða sem skiluðu inn framboðslistum. Framboðslistar tíu stjórnmálaflokka sem skiluðu inn framboðsgögnum voru samþykktir í öllum kjördæmum. Listar Sósíalistaflokksins í Suður- og Suðvesturkjördæmi voru samþykktir með frávikum en listar flokksins í öðrum kjördæmum voru gildir. Í úrskurði landskjörstjórnar um lista Sósíalistaflokks í Suðurkjördæmi segir að samþykki tveggja frambjóðenda sem sendu samþykki sín í tölvupósti uppfylli ekki skilyrði kosningalaga um að vera undirrituð eigin hendi eða með fullgildri rafrænni undirskrift. Landskjörstjórn telur því rétt að fella frambjóðendur í 15. og 17. sæti af framboðslistanum enda skortir samþykki þeirra um að taka sæti á listanum. Frambjóðendurnir sem um ræðir eru hin 63 ára Hildur Vera Sæmundsdóttir sem er sjálfstætt starfandi og hinn 65 ára Stefán Helgi Helgason sem er öryrki. Þar sem ekki er heimilt að bæta nýjum frambjóðendum á framboðslista munu þeir frambjóðendur sem næstir koma á listanum færast upp um sæti í stað þeirra sem falla brott og einungis átján skipa listann. Úrskurður landskjörstjórnar um lista flokksins í Suðvesturkjördæmi er sambærilegur nema þar liggur fyrir að samþykki frambjóðanda í 27. sæti listans uppfylli ekki fyrrnefnd skilyrði. Sá heitir Guðjón Gauti Arnþórsson Jensen og er læknir og ellilífeyrisþegi. Landskjörstjórn fellir hann af listanum og tekur síðasti maður listans sæti hans. Listinn skipar því 27 manns en ekki 28.
Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Suðvesturkjördæmi Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira