Þrír frambjóðendur detta út Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. nóvember 2024 15:57 Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, las upp úrskurði landskjörstjórnar um gildi framboðslista flokkanna ellefu. Vísir/Vilhelm Þrír frambjóðendur Sósíalistaflokks í Suður- og Suðvesturkjördæmi voru felldir af listunum tveimur vegna ólögmætra undirskrifta á úrskurðarfundi landskjörstjórnar í dag. Hinir listarnir 59 voru samþykktir án athugasemda. Landskjörstórn boðaði til fundar klukkan 15 í Þjóðminjasafninu í dag þar sem úrskurðað var um gildi þeirra ellefu framboða sem skiluðu inn framboðslistum. Framboðslistar tíu stjórnmálaflokka sem skiluðu inn framboðsgögnum voru samþykktir í öllum kjördæmum. Listar Sósíalistaflokksins í Suður- og Suðvesturkjördæmi voru samþykktir með frávikum en listar flokksins í öðrum kjördæmum voru gildir. Í úrskurði landskjörstjórnar um lista Sósíalistaflokks í Suðurkjördæmi segir að samþykki tveggja frambjóðenda sem sendu samþykki sín í tölvupósti uppfylli ekki skilyrði kosningalaga um að vera undirrituð eigin hendi eða með fullgildri rafrænni undirskrift. Landskjörstjórn telur því rétt að fella frambjóðendur í 15. og 17. sæti af framboðslistanum enda skortir samþykki þeirra um að taka sæti á listanum. Frambjóðendurnir sem um ræðir eru hin 63 ára Hildur Vera Sæmundsdóttir sem er sjálfstætt starfandi og hinn 65 ára Stefán Helgi Helgason sem er öryrki. Þar sem ekki er heimilt að bæta nýjum frambjóðendum á framboðslista munu þeir frambjóðendur sem næstir koma á listanum færast upp um sæti í stað þeirra sem falla brott og einungis átján skipa listann. Úrskurður landskjörstjórnar um lista flokksins í Suðvesturkjördæmi er sambærilegur nema þar liggur fyrir að samþykki frambjóðanda í 27. sæti listans uppfylli ekki fyrrnefnd skilyrði. Sá heitir Guðjón Gauti Arnþórsson Jensen og er læknir og ellilífeyrisþegi. Landskjörstjórn fellir hann af listanum og tekur síðasti maður listans sæti hans. Listinn skipar því 27 manns en ekki 28. Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Suðvesturkjördæmi Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Sjá meira
Landskjörstórn boðaði til fundar klukkan 15 í Þjóðminjasafninu í dag þar sem úrskurðað var um gildi þeirra ellefu framboða sem skiluðu inn framboðslistum. Framboðslistar tíu stjórnmálaflokka sem skiluðu inn framboðsgögnum voru samþykktir í öllum kjördæmum. Listar Sósíalistaflokksins í Suður- og Suðvesturkjördæmi voru samþykktir með frávikum en listar flokksins í öðrum kjördæmum voru gildir. Í úrskurði landskjörstjórnar um lista Sósíalistaflokks í Suðurkjördæmi segir að samþykki tveggja frambjóðenda sem sendu samþykki sín í tölvupósti uppfylli ekki skilyrði kosningalaga um að vera undirrituð eigin hendi eða með fullgildri rafrænni undirskrift. Landskjörstjórn telur því rétt að fella frambjóðendur í 15. og 17. sæti af framboðslistanum enda skortir samþykki þeirra um að taka sæti á listanum. Frambjóðendurnir sem um ræðir eru hin 63 ára Hildur Vera Sæmundsdóttir sem er sjálfstætt starfandi og hinn 65 ára Stefán Helgi Helgason sem er öryrki. Þar sem ekki er heimilt að bæta nýjum frambjóðendum á framboðslista munu þeir frambjóðendur sem næstir koma á listanum færast upp um sæti í stað þeirra sem falla brott og einungis átján skipa listann. Úrskurður landskjörstjórnar um lista flokksins í Suðvesturkjördæmi er sambærilegur nema þar liggur fyrir að samþykki frambjóðanda í 27. sæti listans uppfylli ekki fyrrnefnd skilyrði. Sá heitir Guðjón Gauti Arnþórsson Jensen og er læknir og ellilífeyrisþegi. Landskjörstjórn fellir hann af listanum og tekur síðasti maður listans sæti hans. Listinn skipar því 27 manns en ekki 28.
Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Suðvesturkjördæmi Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Sjá meira