Þrír frambjóðendur detta út Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. nóvember 2024 15:57 Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, las upp úrskurði landskjörstjórnar um gildi framboðslista flokkanna ellefu. Vísir/Vilhelm Þrír frambjóðendur Sósíalistaflokks í Suður- og Suðvesturkjördæmi voru felldir af listunum tveimur vegna ólögmætra undirskrifta á úrskurðarfundi landskjörstjórnar í dag. Hinir listarnir 59 voru samþykktir án athugasemda. Landskjörstórn boðaði til fundar klukkan 15 í Þjóðminjasafninu í dag þar sem úrskurðað var um gildi þeirra ellefu framboða sem skiluðu inn framboðslistum. Framboðslistar tíu stjórnmálaflokka sem skiluðu inn framboðsgögnum voru samþykktir í öllum kjördæmum. Listar Sósíalistaflokksins í Suður- og Suðvesturkjördæmi voru samþykktir með frávikum en listar flokksins í öðrum kjördæmum voru gildir. Í úrskurði landskjörstjórnar um lista Sósíalistaflokks í Suðurkjördæmi segir að samþykki tveggja frambjóðenda sem sendu samþykki sín í tölvupósti uppfylli ekki skilyrði kosningalaga um að vera undirrituð eigin hendi eða með fullgildri rafrænni undirskrift. Landskjörstjórn telur því rétt að fella frambjóðendur í 15. og 17. sæti af framboðslistanum enda skortir samþykki þeirra um að taka sæti á listanum. Frambjóðendurnir sem um ræðir eru hin 63 ára Hildur Vera Sæmundsdóttir sem er sjálfstætt starfandi og hinn 65 ára Stefán Helgi Helgason sem er öryrki. Þar sem ekki er heimilt að bæta nýjum frambjóðendum á framboðslista munu þeir frambjóðendur sem næstir koma á listanum færast upp um sæti í stað þeirra sem falla brott og einungis átján skipa listann. Úrskurður landskjörstjórnar um lista flokksins í Suðvesturkjördæmi er sambærilegur nema þar liggur fyrir að samþykki frambjóðanda í 27. sæti listans uppfylli ekki fyrrnefnd skilyrði. Sá heitir Guðjón Gauti Arnþórsson Jensen og er læknir og ellilífeyrisþegi. Landskjörstjórn fellir hann af listanum og tekur síðasti maður listans sæti hans. Listinn skipar því 27 manns en ekki 28. Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Suðvesturkjördæmi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Sjá meira
Landskjörstórn boðaði til fundar klukkan 15 í Þjóðminjasafninu í dag þar sem úrskurðað var um gildi þeirra ellefu framboða sem skiluðu inn framboðslistum. Framboðslistar tíu stjórnmálaflokka sem skiluðu inn framboðsgögnum voru samþykktir í öllum kjördæmum. Listar Sósíalistaflokksins í Suður- og Suðvesturkjördæmi voru samþykktir með frávikum en listar flokksins í öðrum kjördæmum voru gildir. Í úrskurði landskjörstjórnar um lista Sósíalistaflokks í Suðurkjördæmi segir að samþykki tveggja frambjóðenda sem sendu samþykki sín í tölvupósti uppfylli ekki skilyrði kosningalaga um að vera undirrituð eigin hendi eða með fullgildri rafrænni undirskrift. Landskjörstjórn telur því rétt að fella frambjóðendur í 15. og 17. sæti af framboðslistanum enda skortir samþykki þeirra um að taka sæti á listanum. Frambjóðendurnir sem um ræðir eru hin 63 ára Hildur Vera Sæmundsdóttir sem er sjálfstætt starfandi og hinn 65 ára Stefán Helgi Helgason sem er öryrki. Þar sem ekki er heimilt að bæta nýjum frambjóðendum á framboðslista munu þeir frambjóðendur sem næstir koma á listanum færast upp um sæti í stað þeirra sem falla brott og einungis átján skipa listann. Úrskurður landskjörstjórnar um lista flokksins í Suðvesturkjördæmi er sambærilegur nema þar liggur fyrir að samþykki frambjóðanda í 27. sæti listans uppfylli ekki fyrrnefnd skilyrði. Sá heitir Guðjón Gauti Arnþórsson Jensen og er læknir og ellilífeyrisþegi. Landskjörstjórn fellir hann af listanum og tekur síðasti maður listans sæti hans. Listinn skipar því 27 manns en ekki 28.
Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Suðvesturkjördæmi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Sjá meira