Stóð ógn af kærastanum en óforsvaranlegt að stinga hann Jón Þór Stefánsson skrifar 3. nóvember 2024 09:30 Atvik málsins áttu sér stað í íbúð konunnar í Mosfellsbæ. Vísir/Vilhelm Kona hefur hlotið sex mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjaness vegna stunguárásar sem var framin á heimili hennar í Mosfellsbæ um nótt í aprílmánuði 2021. Sá sem varð fyrir árásinni var þáverandi kærasti hennar, en fyrir dómi viðurkenndi konan að hafa stungið hann tvívegis en sagði hann hafa beitt hana grófu ofbeldi í aðdragandanum. Hún neitaði sök á þeim forsendum að um neyðarvörn væri að ræða. Henni var gefið að sök að leggja ítrekað til mannsins með hníf sem var með fimmtán sentímetra löngu blaði. „Ég hélt að hann myndi drepa mig“ Í skýrslutöku fyrir dómi sagði konan að maðurinn hefði tekið upp hníf og skorið samfesting sem hún var klædd í og rifið hann. Síðan hafi hann grýtt henni í gólfið og sparkað í hana. Hún sagðist hafa óttast um líf sitt. „Ég var hrædd um að sex ára sonur minn sem var sofandi inni í herbergi myndi vakna og finna mömmu sína látna,“ sagði hún. Þess vegna hafi hún náð í hníf og stungið manninn í öxlina. Áður en það gerðist sagðist hún hafa verið búin að reyna að kalla á hjálp. „Ég hélt að hann myndi drepa mig.“ Eftir stunguna í öxlina hafi maðurinn kýlt hana niður í jörðina og hún misst hnífinn. Hann hafi aftur byrjað að sparka í hana, en henni hafi þó tekist að ná hnífnum aftur og stinga hann í fótinn. Síðan hafi hún skriðið inn á baðherbergi. Hún segir að maðurinn hefði sagt við hana að hann myndi stinga sjálfan sig meira til að láta hana líta verr út. Í greinargerð verjanda konunnar sagði að hún hefði stungið manninn til þess að bjarga lífi sínu. Árás hans hefði getað endað með andláti hennar og því hafi hnífstungurnar verið forsvaranlegar til að komast undan á lífi. Annað en að beita hnífnum hafi ekki verið mögulegt til að verjast árás mannsins. Sá aldrei hnífinn Fyrir dómi sagði maðurinn að þau hefðu verið í sambandi á þessum tíma en það hafi verið stormasamt. Þetta kvöld hafi komið upp ósætti á milli þeirra og hann sagst vilja slíta sambandinu. Hann hafi skyndilega fundið fyrir því að hafa verið stunginn aftan í hnéð. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm Maðurinn hafi í kjölfarið ætlað úr íbúðinni, en þá hafi komið til ryskinga milli þeirra tveggja. Hann sagði að það mætti vel vera að konan hafi hlotið einhverja áverka við það. Einnig sagði hann að það gæti staðist að hann hafi gripið í konuna og tekið í hár hennar. Áður en hann hafi komist út hafi hún stungið hann í aftanvert læri og í öxl, en hann sagðist aldrei hafa séð hnífinn. Að sögn mannsins skar hann ekki föt utan af konunni eins og hún hafð lýst. Hann sagðist í raun ekkert hafa verið með hníf umrætt kvöld. Eftir hnífstunguna væri hann með varanlegan áverka á hné, en hann gæti ekki lyft fætinum eðlilega. Stóð ógn af manninum en ekki rétta að grípa til hnífs Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að ekkert bendi til annars en að konan hafi hlotið áverka eftir átök við manninn. Myndbönd sem konan tók umrætt kvöld sýni að maðurinn hafi verið talsvert ölvaður og framkoma hans í garð konunnar ekki viðeigandi. Þá væri hægt að gera ráð fyrir því að hann hefði líkamlega yfirburði yfir konunni Í dómnum segir að eflaust hafi konunni staðið ógn af manninum í því ástandi sem hann var. Þrátt fyrir það er það mat dómsins að ekki sé hægt að fullyrða að lífi konunnar hafi verið ógnað, og nauðsynlegt fyrir hana að grípa til hnífs. Dómurinn féllst ekki á að um neyðarvörn hafi verið að ræða og því var konan sakfelld. Líkt og áður segir hlaut hún sex mánaða skilorðsbundinn dóm. Þá er henni gert að greiða manninum 500 þúsund krónur, sem og sakarkostnað málsins sem er tæplega 1,3 milljónir króna. Dómsmál Mosfellsbær Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Sá sem varð fyrir árásinni var þáverandi kærasti hennar, en fyrir dómi viðurkenndi konan að hafa stungið hann tvívegis en sagði hann hafa beitt hana grófu ofbeldi í aðdragandanum. Hún neitaði sök á þeim forsendum að um neyðarvörn væri að ræða. Henni var gefið að sök að leggja ítrekað til mannsins með hníf sem var með fimmtán sentímetra löngu blaði. „Ég hélt að hann myndi drepa mig“ Í skýrslutöku fyrir dómi sagði konan að maðurinn hefði tekið upp hníf og skorið samfesting sem hún var klædd í og rifið hann. Síðan hafi hann grýtt henni í gólfið og sparkað í hana. Hún sagðist hafa óttast um líf sitt. „Ég var hrædd um að sex ára sonur minn sem var sofandi inni í herbergi myndi vakna og finna mömmu sína látna,“ sagði hún. Þess vegna hafi hún náð í hníf og stungið manninn í öxlina. Áður en það gerðist sagðist hún hafa verið búin að reyna að kalla á hjálp. „Ég hélt að hann myndi drepa mig.“ Eftir stunguna í öxlina hafi maðurinn kýlt hana niður í jörðina og hún misst hnífinn. Hann hafi aftur byrjað að sparka í hana, en henni hafi þó tekist að ná hnífnum aftur og stinga hann í fótinn. Síðan hafi hún skriðið inn á baðherbergi. Hún segir að maðurinn hefði sagt við hana að hann myndi stinga sjálfan sig meira til að láta hana líta verr út. Í greinargerð verjanda konunnar sagði að hún hefði stungið manninn til þess að bjarga lífi sínu. Árás hans hefði getað endað með andláti hennar og því hafi hnífstungurnar verið forsvaranlegar til að komast undan á lífi. Annað en að beita hnífnum hafi ekki verið mögulegt til að verjast árás mannsins. Sá aldrei hnífinn Fyrir dómi sagði maðurinn að þau hefðu verið í sambandi á þessum tíma en það hafi verið stormasamt. Þetta kvöld hafi komið upp ósætti á milli þeirra og hann sagst vilja slíta sambandinu. Hann hafi skyndilega fundið fyrir því að hafa verið stunginn aftan í hnéð. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm Maðurinn hafi í kjölfarið ætlað úr íbúðinni, en þá hafi komið til ryskinga milli þeirra tveggja. Hann sagði að það mætti vel vera að konan hafi hlotið einhverja áverka við það. Einnig sagði hann að það gæti staðist að hann hafi gripið í konuna og tekið í hár hennar. Áður en hann hafi komist út hafi hún stungið hann í aftanvert læri og í öxl, en hann sagðist aldrei hafa séð hnífinn. Að sögn mannsins skar hann ekki föt utan af konunni eins og hún hafð lýst. Hann sagðist í raun ekkert hafa verið með hníf umrætt kvöld. Eftir hnífstunguna væri hann með varanlegan áverka á hné, en hann gæti ekki lyft fætinum eðlilega. Stóð ógn af manninum en ekki rétta að grípa til hnífs Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að ekkert bendi til annars en að konan hafi hlotið áverka eftir átök við manninn. Myndbönd sem konan tók umrætt kvöld sýni að maðurinn hafi verið talsvert ölvaður og framkoma hans í garð konunnar ekki viðeigandi. Þá væri hægt að gera ráð fyrir því að hann hefði líkamlega yfirburði yfir konunni Í dómnum segir að eflaust hafi konunni staðið ógn af manninum í því ástandi sem hann var. Þrátt fyrir það er það mat dómsins að ekki sé hægt að fullyrða að lífi konunnar hafi verið ógnað, og nauðsynlegt fyrir hana að grípa til hnífs. Dómurinn féllst ekki á að um neyðarvörn hafi verið að ræða og því var konan sakfelld. Líkt og áður segir hlaut hún sex mánaða skilorðsbundinn dóm. Þá er henni gert að greiða manninum 500 þúsund krónur, sem og sakarkostnað málsins sem er tæplega 1,3 milljónir króna.
Dómsmál Mosfellsbær Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira