Ný göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár opin umferð Kristján Már Unnarsson skrifar 3. nóvember 2024 09:15 Nýja brúin er neðan við Fella- og Hólahverfi í Breiðholti. Bráðabirgðahandrið eru á brúarkantinum. KMU Ný göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár í Víðidal, eða Dimmu, eins og áin nefnist einnig á þessum kafla, hefur verið opnuð umferð. Brúin er við Grænugróf neðan við Fella- og Hólakirkju í Breiðholti á móts við félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks og var hún tengd við stígakerfi Elliðaárdals með malbiki fyrir helgi. Nýja brúin er við lítt uppgötvaða útivistarperlu sem vaxandi skógarreitir hafa verið að mynda í Grænugróf. Af brúnni opnast sýn að fögrum hluta Elliðaánna en brúin kemur yfir ána á slaufukafla og liggur á milli tveggja bugða í ánni. Af brúnni sést vel yfir bugðurnar tvær sem eru á þessum kafla árinnar.KMU Smíði brúarinnar, sem verktakafyrirtækið Gleipnir annast, er þó ekki lokið. Eftir er að setja á hana endanlegt brúarhandrið og koma fyrir lýsingu. Bráðabirgðagirðingar á brúarkantinum þjóna á meðan sem handrið. Þá er unnið að því að tyrfa jarðvegssár meðfram stígum. Brúin séð í átt að Grænugróf og Fellahverfi.KMU Reykjavíkurborg stendur að brúargerðinni í Grænugróf. Hún er hluti verkefna samgöngusáttmálans milli ríkisins og sveitarfélaganna sex á höfuðborgarsvæðinu. Verksamningur með brú og stígum var upp á 322 milljónir króna. Borgin segir verkefnið í samræmi við þá stefnu hennar að efla vistvæna ferðamáta og að auka hlutdeild hjólreiða sem samgöngumáta í borginni. Horft yfir brúna í átt að Vatnsendahverfi í Kópavogi.KMU Brúin og göngustígar henni tengdir gagnast þó ekki síst íbúum Vatnsendahverfis í Kópavogi. Með henni opnast þeim greið hjóla- og gönguleið inn til Reykjavíkur með tengingu við meginstígakerfi borgarinnar. Svona mun nýja brúin líta út þegar endanlegt handrið verður komið á hana.Reykjavíkurborg/Liska Brúin er 55 metra löng og 6,5 metra breið; nægilega breið til að unnt sé að skilja að gangandi og hjólandi umferð. Samkvæmt lýsingu á vef Reykjavíkurborgar munu tíu sentimetra blá rör mynda samhverf handrið, sem sveigjast á hliðum brúarinnar. Segir borgin þarna vísað í kalda vatnið og vatnsveituna. Arkitekar eru Teiknistofan Stika í samvinnu við Tertu. Verkfræðingar eru Verkfræðistofa Bjarna Viðarssonar. Ljósahönnuðir eru Liska. Mikið er lagt í lýsingarhönnun og mun brúin setja svip á umhverfið í myrkri. Lýsingin mun beinast niður á brúargólfið.Reykjavíkurborg/Liska Þetta er önnur brúin sem byggð er á sama tíma í Víðidal. Um fimmhundruð metrum ofar í ánni er önnur brú að rísa. Sú er liður í gerð Arnarnesvegar um Vatnsendahæð. Suðurverk annast verkið fyrir Vegagerðina sem er í samstarfi við Kópavogsbæ og Reykjavíkurborg. Hér sést hvar efri brúin kemur neðan Breiðholtsbrautar á móts við Urðahvarf.Vegagerðin/Verkís Tilkoma beggja þessara brúa mun opna á fjölbreyttari ferðamöguleika, hvort sem er fyrir gangandi, skokkandi eða hjólandi, á efri hluta Elliðaárdalssvæðisins á milli Breiðholtsbrautar og Vatnsveitubrúar. Þar hefur verið mun lengra á milli göngubrúa yfir árnar heldur en í neðri hluta dalsins, neðan Árbæjarstíflu. Kortið sýnir báðar brýrnar og nýja göngu- og hjólastíga sem þeim fylgja.Reykjavíkurborg/Verkfræðistofa Bjarna Viðarssonar Verkinu fylgja 800 metrar af nýjum stígum og verða göngu- og hjólastígar aðskildir þar sem því verður við komið. Í verkinu felast einnig breytingar á reiðstígum og gerð nýs áningarstaðar við Dimmu. Reykjavík Kópavogur Vegagerð Samgöngur Hjólreiðar Göngugötur Skipulag Skógrækt og landgræðsla Hestar Tengdar fréttir Tvær göngu- og hjólabrýr koma yfir Elliðaár í Víðidal Framkvæmdir vegna nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaár, eða Dimmu, eins og áin nefnist einnig á þessum kafla, hófust í síðustu viku. Brúin rís í Grænugróf neðan við Fella- og Hólakirkju á móts við félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks. Þetta er önnur brúin sem byggð er á sama tíma í Víðidal. 2. mars 2024 12:48 Vinna hafin við göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár Framkvæmdir eru hafnar við gerð nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaár, eða Dimmu, eins og áin nefnist á þessum kafla í Víðidal. Brúarsmíðin er einn verkþátta Arnarnesvegar, milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar, sem Suðurverk og Loftorka annast. 25. febrúar 2024 07:07 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Sjá meira
Nýja brúin er við lítt uppgötvaða útivistarperlu sem vaxandi skógarreitir hafa verið að mynda í Grænugróf. Af brúnni opnast sýn að fögrum hluta Elliðaánna en brúin kemur yfir ána á slaufukafla og liggur á milli tveggja bugða í ánni. Af brúnni sést vel yfir bugðurnar tvær sem eru á þessum kafla árinnar.KMU Smíði brúarinnar, sem verktakafyrirtækið Gleipnir annast, er þó ekki lokið. Eftir er að setja á hana endanlegt brúarhandrið og koma fyrir lýsingu. Bráðabirgðagirðingar á brúarkantinum þjóna á meðan sem handrið. Þá er unnið að því að tyrfa jarðvegssár meðfram stígum. Brúin séð í átt að Grænugróf og Fellahverfi.KMU Reykjavíkurborg stendur að brúargerðinni í Grænugróf. Hún er hluti verkefna samgöngusáttmálans milli ríkisins og sveitarfélaganna sex á höfuðborgarsvæðinu. Verksamningur með brú og stígum var upp á 322 milljónir króna. Borgin segir verkefnið í samræmi við þá stefnu hennar að efla vistvæna ferðamáta og að auka hlutdeild hjólreiða sem samgöngumáta í borginni. Horft yfir brúna í átt að Vatnsendahverfi í Kópavogi.KMU Brúin og göngustígar henni tengdir gagnast þó ekki síst íbúum Vatnsendahverfis í Kópavogi. Með henni opnast þeim greið hjóla- og gönguleið inn til Reykjavíkur með tengingu við meginstígakerfi borgarinnar. Svona mun nýja brúin líta út þegar endanlegt handrið verður komið á hana.Reykjavíkurborg/Liska Brúin er 55 metra löng og 6,5 metra breið; nægilega breið til að unnt sé að skilja að gangandi og hjólandi umferð. Samkvæmt lýsingu á vef Reykjavíkurborgar munu tíu sentimetra blá rör mynda samhverf handrið, sem sveigjast á hliðum brúarinnar. Segir borgin þarna vísað í kalda vatnið og vatnsveituna. Arkitekar eru Teiknistofan Stika í samvinnu við Tertu. Verkfræðingar eru Verkfræðistofa Bjarna Viðarssonar. Ljósahönnuðir eru Liska. Mikið er lagt í lýsingarhönnun og mun brúin setja svip á umhverfið í myrkri. Lýsingin mun beinast niður á brúargólfið.Reykjavíkurborg/Liska Þetta er önnur brúin sem byggð er á sama tíma í Víðidal. Um fimmhundruð metrum ofar í ánni er önnur brú að rísa. Sú er liður í gerð Arnarnesvegar um Vatnsendahæð. Suðurverk annast verkið fyrir Vegagerðina sem er í samstarfi við Kópavogsbæ og Reykjavíkurborg. Hér sést hvar efri brúin kemur neðan Breiðholtsbrautar á móts við Urðahvarf.Vegagerðin/Verkís Tilkoma beggja þessara brúa mun opna á fjölbreyttari ferðamöguleika, hvort sem er fyrir gangandi, skokkandi eða hjólandi, á efri hluta Elliðaárdalssvæðisins á milli Breiðholtsbrautar og Vatnsveitubrúar. Þar hefur verið mun lengra á milli göngubrúa yfir árnar heldur en í neðri hluta dalsins, neðan Árbæjarstíflu. Kortið sýnir báðar brýrnar og nýja göngu- og hjólastíga sem þeim fylgja.Reykjavíkurborg/Verkfræðistofa Bjarna Viðarssonar Verkinu fylgja 800 metrar af nýjum stígum og verða göngu- og hjólastígar aðskildir þar sem því verður við komið. Í verkinu felast einnig breytingar á reiðstígum og gerð nýs áningarstaðar við Dimmu.
Reykjavík Kópavogur Vegagerð Samgöngur Hjólreiðar Göngugötur Skipulag Skógrækt og landgræðsla Hestar Tengdar fréttir Tvær göngu- og hjólabrýr koma yfir Elliðaár í Víðidal Framkvæmdir vegna nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaár, eða Dimmu, eins og áin nefnist einnig á þessum kafla, hófust í síðustu viku. Brúin rís í Grænugróf neðan við Fella- og Hólakirkju á móts við félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks. Þetta er önnur brúin sem byggð er á sama tíma í Víðidal. 2. mars 2024 12:48 Vinna hafin við göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár Framkvæmdir eru hafnar við gerð nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaár, eða Dimmu, eins og áin nefnist á þessum kafla í Víðidal. Brúarsmíðin er einn verkþátta Arnarnesvegar, milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar, sem Suðurverk og Loftorka annast. 25. febrúar 2024 07:07 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Sjá meira
Tvær göngu- og hjólabrýr koma yfir Elliðaár í Víðidal Framkvæmdir vegna nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaár, eða Dimmu, eins og áin nefnist einnig á þessum kafla, hófust í síðustu viku. Brúin rís í Grænugróf neðan við Fella- og Hólakirkju á móts við félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks. Þetta er önnur brúin sem byggð er á sama tíma í Víðidal. 2. mars 2024 12:48
Vinna hafin við göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár Framkvæmdir eru hafnar við gerð nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaár, eða Dimmu, eins og áin nefnist á þessum kafla í Víðidal. Brúarsmíðin er einn verkþátta Arnarnesvegar, milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar, sem Suðurverk og Loftorka annast. 25. febrúar 2024 07:07