Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar 1. nóvember 2024 17:03 Opið bréf til Stefáns Eiríkssonar úvarpsstjóra og Ingólfs Bjarna Sigfússonar Heilir og sælir báðir tveir. Þetta bréf er stílað á ykkur báða vegna þess að ekki er alveg skýrt á heimasíðu RUV ohf. hver ber ábyrgð á umfjöllum Kveiks en einnig vegna þess að ég bar upp svipað erindi við þáverandi ritstjóra þáttarins fyrir nokkrum árum án þess að það leiddi til nokkurs. Síðan hefur brostið nokkur flótti í lið Kveiks og er því nauðsynlegt að endurnýja erindið. Þetta bréf er ábending um dagskrárefni því eins og stendur á heimasíðu Kveiks: ,, Við þurfum á ábendingum frá fólki eins og þér að halda.” Erindið er opinbert því ég vil að það fólk sem á í hlut viti að ég er að senda ykkur þessa ábendingu. Þess vegna bið ég ykkur að svara erindinu með sama hætti. Erindið varðar afdrif og örlög þeirra sem misstu íbúðir sínar í hendur Íbúðalánasjóðs og einnig hverjir það voru sem eignuðust íbúðirnar við sölu og uppboð Íbúðalánasjóðs. Á árunum 2009 til 2019 hirti Íbúðalánasjóður um 4.200 íbúðir af skuldurum. Flestar voru boðnar upp. Með þessu misstu um tíu þúsund manns heimili sín. Menn konur og börn. Kveikur fréttaskýringarþáttur RUV ohf var í fyrstu skilgreindur sem vettvangur rannsóknarblaðamennsku og hefur komið víða við. Ég minnist t.d. góðrar umfjöllunar um afdrif innflytjendafjölskyldu sem kom hingað sem flóttamenn en fjölskyldunni var fylgt eftir í nokkur ár. Við áhorf á þá umfjöllun hugleiddi ég nokkuð að Kveikur skyldi ekki hafa sett saman þátt/þætti um þá Íslendinga sem stóðu allt í einu uppi heimilislaus og eignalaus eftir hrun og fylgjast með afdrifum þeirra. Það fólk hefur verið og er væntanlega áskrifendur að dagskrá RUV eins og við erum flest dæmd til. Ég safnaði því saman gögnum, fékk leyfi nokkurra fjórnarlamba til að gefa upp nöfn þeirra og afhenti þáverandi ritstjóra Kveiks. Í stuttu máli gerðist ekkert. Áhugi var ekki til staðar til að taka málið upp. Það voru mikil vonbrigði að RUV sem segist vera okkar allra hafi ekki verið RUV þessa hóps. Það hefur skort mjög á umfjöllun um áhrif hrunsins á almenning á Íslandi. Farið hefur veið ágætlega yfir aðdragandann m.a. í nokkrum skýrslum á vegum Alþingis en ekkert hefur verið fjallað um eftirmál hrunsins. Það er brýnt að fólk sem varð fyrir eignamissi í og eftir hrun fái einhvers konar lúkningu. Þessi hópur þarf réttlæti. Von mín er sú að RUV taki málefni þessa stóra hóps fólks til meðhöndlunar og varpi ljósi á það sem raunverulega gerðist. Vonast eftir skýru og jákvæði svari. Bestu kveðjur. Þorsteinn Sæmundsson. Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Miðflokkurinn Ríkisútvarpið Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Opið bréf til Stefáns Eiríkssonar úvarpsstjóra og Ingólfs Bjarna Sigfússonar Heilir og sælir báðir tveir. Þetta bréf er stílað á ykkur báða vegna þess að ekki er alveg skýrt á heimasíðu RUV ohf. hver ber ábyrgð á umfjöllum Kveiks en einnig vegna þess að ég bar upp svipað erindi við þáverandi ritstjóra þáttarins fyrir nokkrum árum án þess að það leiddi til nokkurs. Síðan hefur brostið nokkur flótti í lið Kveiks og er því nauðsynlegt að endurnýja erindið. Þetta bréf er ábending um dagskrárefni því eins og stendur á heimasíðu Kveiks: ,, Við þurfum á ábendingum frá fólki eins og þér að halda.” Erindið er opinbert því ég vil að það fólk sem á í hlut viti að ég er að senda ykkur þessa ábendingu. Þess vegna bið ég ykkur að svara erindinu með sama hætti. Erindið varðar afdrif og örlög þeirra sem misstu íbúðir sínar í hendur Íbúðalánasjóðs og einnig hverjir það voru sem eignuðust íbúðirnar við sölu og uppboð Íbúðalánasjóðs. Á árunum 2009 til 2019 hirti Íbúðalánasjóður um 4.200 íbúðir af skuldurum. Flestar voru boðnar upp. Með þessu misstu um tíu þúsund manns heimili sín. Menn konur og börn. Kveikur fréttaskýringarþáttur RUV ohf var í fyrstu skilgreindur sem vettvangur rannsóknarblaðamennsku og hefur komið víða við. Ég minnist t.d. góðrar umfjöllunar um afdrif innflytjendafjölskyldu sem kom hingað sem flóttamenn en fjölskyldunni var fylgt eftir í nokkur ár. Við áhorf á þá umfjöllun hugleiddi ég nokkuð að Kveikur skyldi ekki hafa sett saman þátt/þætti um þá Íslendinga sem stóðu allt í einu uppi heimilislaus og eignalaus eftir hrun og fylgjast með afdrifum þeirra. Það fólk hefur verið og er væntanlega áskrifendur að dagskrá RUV eins og við erum flest dæmd til. Ég safnaði því saman gögnum, fékk leyfi nokkurra fjórnarlamba til að gefa upp nöfn þeirra og afhenti þáverandi ritstjóra Kveiks. Í stuttu máli gerðist ekkert. Áhugi var ekki til staðar til að taka málið upp. Það voru mikil vonbrigði að RUV sem segist vera okkar allra hafi ekki verið RUV þessa hóps. Það hefur skort mjög á umfjöllun um áhrif hrunsins á almenning á Íslandi. Farið hefur veið ágætlega yfir aðdragandann m.a. í nokkrum skýrslum á vegum Alþingis en ekkert hefur verið fjallað um eftirmál hrunsins. Það er brýnt að fólk sem varð fyrir eignamissi í og eftir hrun fái einhvers konar lúkningu. Þessi hópur þarf réttlæti. Von mín er sú að RUV taki málefni þessa stóra hóps fólks til meðhöndlunar og varpi ljósi á það sem raunverulega gerðist. Vonast eftir skýru og jákvæði svari. Bestu kveðjur. Þorsteinn Sæmundsson. Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar