Innlent

Verk­fall í MR sam­þykkt í annarri til­raun

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Menntaskólinn í Reykjavík.
Menntaskólinn í Reykjavík. Vísir/Vilhelm

Endurtaka þurfti atkvæðagreiðslu um verkfall í Menntaskólanum í Reykjavík. Niðurstöður liggja fyrir og var boðun verkfalls samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Þetta kemur fram á vef Kennarasambandsins.

Félagsmenn, FF og FS, sem starfa í Menntaskólanum í Reykjavík hafa samþykkt að boða verkfall 18. nóvember næstkomandi. Boðað er til tímabundins verkfalls; frá 18. nóvember til 20. desember, hafi samningar ekki náðst.

Endurtaka þurfti atkvæðagreiðsluna vegna þess að það fórst fyrir að boða verkfallið með réttum hætti.

Atkvæðagreiðslan nú stóð frá 30. október og 1. nóvember 2024. Niðurstaðan er sú að 85% þeirra sem greiddu atkvæði sögðu já við boðun verkfalls. Sex, eða 9% sögðu nei og auðir seðlar voru 6%.

Kjörsókn var góð, eða 95%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×