Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2024 12:02 Mótmælendur veifa georgíska fánanum á mótmælum gegn kosningaúrslitunum í Tblisi. AP/Zurab Tsertsvadze Rannsóknafyrirtæki sem gerði útgönguspá fyrir þingkosningarnar í Georgíu um síðustu helgi segir opinber úrslit sem voru gefin út „tölfræðilega ómöguleg“. Stjórnarandstaðan hvetur til frekari mótmæla gegn kosningaúrslitanna. Georgíski draumurinn, sitjandi stjórnarflokkur Georgíu, var sagður hafa hlotið 54 prósent atkvæða í þingkosningunum þrátt fyrir að útgönguspár bentu til sigurs stjórnarandstöðunnar. Þrír stjórnarandstöðuflokkar og forseti landsins hafa síðan fullyrt að úrslitunum hafi verið hagrætt. Alþjóðalega rannsóknafyrirtækið HarrisX sem gerði útgönguspá fyrir kosningarnar fyrir sjónvarpsstöð stjórnarandstöðunnar segist hafa fundið misræmi í opinberum niðurstöðum þeirra sem eigi sér ekki tölfræðilegar skýringar og gæti bent til kosningasvindls, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Misræmið náði til um átta prósent atkvæða í kosningunum, hátt á annað hundruð þúsunda í að minnsta kosti 27 kjördæmum. Eftirlitsmenn Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) greindu frá því að borið hefði á ýmis konar ógnunum, mútum og fölsuðum atkvæðum í kosningunum. Vestræn ríki hafa krafist þess að ásakanirnar verði rannsakaðar til hlítar. Ríkissaksóknari Georgíu sagðist í vikunni ætla að rannsaka málið. Stjórnarandstöðuflokkarnir þrír hafa boðað til frekari mótmæla á mánudagskvöld. Tíð mótmæli hafa orðið í Georgíu á þessu ári. Fjöldamótmæli voru haldin í fleiri vikur fyrr á þessu ári gegn lögum sem Georgíski draumurinn kom á endanum í gegn um fjölmiðla og frjáls félagasamtök. Lögin eru mjög í anda rússneskra laga sem hafa verið notuð til þess að þagga niður í andófsröddum með því að skilgreina fjölmiðla og samtök sem útsendrara erlendra ríkja. Kosningunum um síðustu helgi hafði verið stillt upp sem baráttu um framtíð Georgíu og hvort hún halli sér frekar til austurs eða vesturs. Stjórnarandstaðan segir Georgíska drauminn vilja leita aftur í faðm Rússlands á sama tíma og landið hefur sótt um aðild að Evrópusambandinu. Umsóknin var fryst eftir að georgíska þingið samþykkti rússnesku lögin svonefndu. Georgía Evrópusambandið Rússland Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Georgíski draumurinn, sitjandi stjórnarflokkur Georgíu, var sagður hafa hlotið 54 prósent atkvæða í þingkosningunum þrátt fyrir að útgönguspár bentu til sigurs stjórnarandstöðunnar. Þrír stjórnarandstöðuflokkar og forseti landsins hafa síðan fullyrt að úrslitunum hafi verið hagrætt. Alþjóðalega rannsóknafyrirtækið HarrisX sem gerði útgönguspá fyrir kosningarnar fyrir sjónvarpsstöð stjórnarandstöðunnar segist hafa fundið misræmi í opinberum niðurstöðum þeirra sem eigi sér ekki tölfræðilegar skýringar og gæti bent til kosningasvindls, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Misræmið náði til um átta prósent atkvæða í kosningunum, hátt á annað hundruð þúsunda í að minnsta kosti 27 kjördæmum. Eftirlitsmenn Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) greindu frá því að borið hefði á ýmis konar ógnunum, mútum og fölsuðum atkvæðum í kosningunum. Vestræn ríki hafa krafist þess að ásakanirnar verði rannsakaðar til hlítar. Ríkissaksóknari Georgíu sagðist í vikunni ætla að rannsaka málið. Stjórnarandstöðuflokkarnir þrír hafa boðað til frekari mótmæla á mánudagskvöld. Tíð mótmæli hafa orðið í Georgíu á þessu ári. Fjöldamótmæli voru haldin í fleiri vikur fyrr á þessu ári gegn lögum sem Georgíski draumurinn kom á endanum í gegn um fjölmiðla og frjáls félagasamtök. Lögin eru mjög í anda rússneskra laga sem hafa verið notuð til þess að þagga niður í andófsröddum með því að skilgreina fjölmiðla og samtök sem útsendrara erlendra ríkja. Kosningunum um síðustu helgi hafði verið stillt upp sem baráttu um framtíð Georgíu og hvort hún halli sér frekar til austurs eða vesturs. Stjórnarandstaðan segir Georgíska drauminn vilja leita aftur í faðm Rússlands á sama tíma og landið hefur sótt um aðild að Evrópusambandinu. Umsóknin var fryst eftir að georgíska þingið samþykkti rússnesku lögin svonefndu.
Georgía Evrópusambandið Rússland Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira