Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Sindri Sverrisson skrifar 1. nóvember 2024 11:33 Erik ten Hag vann titil bæði tímabil sín hjá Manchester United, deildabikar og bikar, en gengið í ensku úrvalsdeildinni og Evrópukeppni var langt undir væntingum. Getty/Eddie Keogh Erik ten Hag var rekinn sem knattspyrnustjóri Manchester United á mánudagsmorgun. Hann fær veglegan starfslokasamning en er engu að síður í öngum sínum. Portúgalinn Ruben Amorim verður brátt kynntur sem nýr stjóri United og stýra liðinu í fyrsta sinn þegar það mætir Ipswich 24. nóvember, eftir landsleikjahléið, samkvæmt Fabrizio Romano og fleiri virtum blaðamönnum. Ruud van Nistelrooy, sem var aðstoðarmaður Ten Hag, stýrir United í leikjunum þremur fram að því eftir að hafa stýrt liðinu í 5-2 sigri gegn Leicester í deildabikarleik á miðvikudag. Ten Hag, sem tók við United sumarið 2022 eftir að hafa stýrt Ajax í fjögur ár, er hins vegar orðinn atvinnulaus og þessi 54 ára Hollendingur er sagður niðurbrotinn maður. Það fullyrðir að minnsta kosti Hans Kraay Jr., fyrrverandi liðsfélagi Ten Hag og fjölmiðlamaður. „Mér skilst að hann fái sautján milljónir evra [rúmlega 2,5 milljarða króna] og þá heldur fólk að hann hafi hoppað hæð sína af gleði í Manchester. Nei, hann er gjörsamlega, algjörlega í öngum sínum. Hann er alveg niðurbrotinn,“ sagði Kraay Jr. samkvæmt hollenska miðlinum Soccernews. „Á svona augnabliki þá er maður ekkert að hugsa um peninga,“ bætti hann við. Flaug strax heim til Hollands Daily Mail segir að Ten Hag hafi flogið með einkavél frá Manchester heim til Hollands, eftir brottreksturinn, og að foreldrar hans hafi heimsótt hann til Oldenzaal. Nistelrooy kvaðst fyrr í vikunni hafa verið í sambandi við Ten Hag: „Ég hitti hann á mánudaginn og talaði við hann fyrir leikinn,“ sagði Nistelrooy þegar hann ræddi við fjölmiðla í kringum leikinn við Leicester á miðvikudag. Nistelrooy sagði líkt og Krayy Jr. að Ten Hag væri afar svekktur enda væri honum annt um félagið. Næsti leikur United er við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Enski boltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Portúgalinn Ruben Amorim verður brátt kynntur sem nýr stjóri United og stýra liðinu í fyrsta sinn þegar það mætir Ipswich 24. nóvember, eftir landsleikjahléið, samkvæmt Fabrizio Romano og fleiri virtum blaðamönnum. Ruud van Nistelrooy, sem var aðstoðarmaður Ten Hag, stýrir United í leikjunum þremur fram að því eftir að hafa stýrt liðinu í 5-2 sigri gegn Leicester í deildabikarleik á miðvikudag. Ten Hag, sem tók við United sumarið 2022 eftir að hafa stýrt Ajax í fjögur ár, er hins vegar orðinn atvinnulaus og þessi 54 ára Hollendingur er sagður niðurbrotinn maður. Það fullyrðir að minnsta kosti Hans Kraay Jr., fyrrverandi liðsfélagi Ten Hag og fjölmiðlamaður. „Mér skilst að hann fái sautján milljónir evra [rúmlega 2,5 milljarða króna] og þá heldur fólk að hann hafi hoppað hæð sína af gleði í Manchester. Nei, hann er gjörsamlega, algjörlega í öngum sínum. Hann er alveg niðurbrotinn,“ sagði Kraay Jr. samkvæmt hollenska miðlinum Soccernews. „Á svona augnabliki þá er maður ekkert að hugsa um peninga,“ bætti hann við. Flaug strax heim til Hollands Daily Mail segir að Ten Hag hafi flogið með einkavél frá Manchester heim til Hollands, eftir brottreksturinn, og að foreldrar hans hafi heimsótt hann til Oldenzaal. Nistelrooy kvaðst fyrr í vikunni hafa verið í sambandi við Ten Hag: „Ég hitti hann á mánudaginn og talaði við hann fyrir leikinn,“ sagði Nistelrooy þegar hann ræddi við fjölmiðla í kringum leikinn við Leicester á miðvikudag. Nistelrooy sagði líkt og Krayy Jr. að Ten Hag væri afar svekktur enda væri honum annt um félagið. Næsti leikur United er við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.
Enski boltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Sjá meira