Segist aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. nóvember 2024 11:14 Myndin sýnir þrjá þáverandi starfsmenn Bændasamtakanna halda á Vigdísi og Sigurður stendur fyrir aftan. BÍ-menn eru þeir Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson fyrrverandi formaður BÍ og fyrrverandi varaþingmaður Framsóknar, Höskuldur Sæmundsson sérfræðingur á markaðssviði og Ásgeir Helgi Jóhannsson lögfræðingur samtakanna. Vigdís Häsler, fyrrverandi framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, segir ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins um hana sem „þá svörtu“ hafa haft gífurleg áhrif á sig. Hún muni aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum. Þetta segir Vigdís í viðtali við Heimildina í dag. Vigdísi greindi frá því í apríl að hún hefði látið af störfum eftir þrjú ár í starfi framkvæmdastjóra. Breytingarnar urðu í kjölfar stjórnarskipta hjá samtökunum þar sem Vigdís segir kosningavél Framsóknarflokksins hafa verið gangsetta til að Trausti Hjálmarsson yrði kjörin nýr formaður samtakanna. Sauðfjárbóndi í stað Gunnars Þorgeirssonar garðyrkjubónda sem bauð sig fram til endurkjörs. Vigdís hefur um árabil verið virk í starfi Sjálfstæðisflokksins og var ráðin framkvæmdastjóri Bændasamtakanna eftir að Gunnar Ágústsson garðyrkjubóndi og sjálfstæðismaður var kjörinn formaður samtakanna. Stirrt var á milli Framsóknar og Bændasamtakanna í formannstíð Gunnars en Bændasamtökin hafa lengst af verið undir forystu Framsóknarmanna og eru nú á ný. Vigdís rifjar upp atvikið í gleðskap í tengslum við Búnaðarþing í mars 2022. Starfsfólk Bændasamtakanna hafði óskað eftir því að Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins og þáverandi innviðaráðherra yrði með þeim á myndatöku. Sigurður Ingi hafi þá spurt hvort það ætti að taka mynd af honum með „þeirri svörtu“. Málið vakti mikla athygli þar sem aðstoðarmaður Sigurðar Inga hafnaði framan af að nokkuð slíkt hefði átt sér stað. Vigdís sagði í yfirlýsingu á Facebook að Sigurður Ingi hefði látið afar særandi ummæli falla og það væri særandi að lítið væri gert úr hennar upplifun. „Þar voru afar særandi ummæli látin falla og heyrði bæði ég það sem og starfsfólk samtakanna. Aðstoðarmaður ráðherrans var ekki við hlið hans þegar ummælin voru látin falla, eins og hún hefur haldið fram en myndir úr þessari myndatöku sýna það án alls vafa. Það er særandi þegar reynt er að gera lítið úr upplifun minni og þegar beinlínis rangar skýringar eru notaðar við það,“ sagði Vigdís. Sigurður Ingi baðst afsökunar á ummælunum. „Ég er alinn upp við það og það er mín lífsskoðun að allir séu jafnir. Þess vegna hef ég tamið mér að koma jafnt fram við alla. En mér verður á eins og öðrum. Það þykir mér miður. Í kvöldverðarboði Framsóknar fyrir fulltrúa á Búnaðarþingi síðastliðið fimmtudagskvöld, lét ég óviðurkvæmileg orð falla í garð framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Á þeim orðum biðst ég innilegrar afsökunar. Í lífinu er maður alltaf að læra á sjálfan sig. Sárt er þó að sá lærdómur bitni á tilfinningum annarra,“ segir Sigurður Ingi í færslu á Facebook. Nokkrum dögum síðar hittust þau Vigdís og Sigurður Ingi og upplýsti hún í framhaldinu að hún hefði fengið einlæga afsökunarbeiðni. Svo hefði Sigurður Ingi farið að blanda málinu öllu við sveitarstjórnarkosningar og hún um leið ályktað sem svo að afsökunarbeiðnin hefði verið tekin til baka. Hún segir málið allt hafa haft mikil áhrif á hana, fjölskyldu sína, eiginmann og börn. Fólk nefni málið endurtekið við hana á förnum vegi. Hún geti aldrei litið Sigurð Inga sömu augum. Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Félagasamtök Kynþáttafordómar Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Sjá meira
Þetta segir Vigdís í viðtali við Heimildina í dag. Vigdísi greindi frá því í apríl að hún hefði látið af störfum eftir þrjú ár í starfi framkvæmdastjóra. Breytingarnar urðu í kjölfar stjórnarskipta hjá samtökunum þar sem Vigdís segir kosningavél Framsóknarflokksins hafa verið gangsetta til að Trausti Hjálmarsson yrði kjörin nýr formaður samtakanna. Sauðfjárbóndi í stað Gunnars Þorgeirssonar garðyrkjubónda sem bauð sig fram til endurkjörs. Vigdís hefur um árabil verið virk í starfi Sjálfstæðisflokksins og var ráðin framkvæmdastjóri Bændasamtakanna eftir að Gunnar Ágústsson garðyrkjubóndi og sjálfstæðismaður var kjörinn formaður samtakanna. Stirrt var á milli Framsóknar og Bændasamtakanna í formannstíð Gunnars en Bændasamtökin hafa lengst af verið undir forystu Framsóknarmanna og eru nú á ný. Vigdís rifjar upp atvikið í gleðskap í tengslum við Búnaðarþing í mars 2022. Starfsfólk Bændasamtakanna hafði óskað eftir því að Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins og þáverandi innviðaráðherra yrði með þeim á myndatöku. Sigurður Ingi hafi þá spurt hvort það ætti að taka mynd af honum með „þeirri svörtu“. Málið vakti mikla athygli þar sem aðstoðarmaður Sigurðar Inga hafnaði framan af að nokkuð slíkt hefði átt sér stað. Vigdís sagði í yfirlýsingu á Facebook að Sigurður Ingi hefði látið afar særandi ummæli falla og það væri særandi að lítið væri gert úr hennar upplifun. „Þar voru afar særandi ummæli látin falla og heyrði bæði ég það sem og starfsfólk samtakanna. Aðstoðarmaður ráðherrans var ekki við hlið hans þegar ummælin voru látin falla, eins og hún hefur haldið fram en myndir úr þessari myndatöku sýna það án alls vafa. Það er særandi þegar reynt er að gera lítið úr upplifun minni og þegar beinlínis rangar skýringar eru notaðar við það,“ sagði Vigdís. Sigurður Ingi baðst afsökunar á ummælunum. „Ég er alinn upp við það og það er mín lífsskoðun að allir séu jafnir. Þess vegna hef ég tamið mér að koma jafnt fram við alla. En mér verður á eins og öðrum. Það þykir mér miður. Í kvöldverðarboði Framsóknar fyrir fulltrúa á Búnaðarþingi síðastliðið fimmtudagskvöld, lét ég óviðurkvæmileg orð falla í garð framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Á þeim orðum biðst ég innilegrar afsökunar. Í lífinu er maður alltaf að læra á sjálfan sig. Sárt er þó að sá lærdómur bitni á tilfinningum annarra,“ segir Sigurður Ingi í færslu á Facebook. Nokkrum dögum síðar hittust þau Vigdís og Sigurður Ingi og upplýsti hún í framhaldinu að hún hefði fengið einlæga afsökunarbeiðni. Svo hefði Sigurður Ingi farið að blanda málinu öllu við sveitarstjórnarkosningar og hún um leið ályktað sem svo að afsökunarbeiðnin hefði verið tekin til baka. Hún segir málið allt hafa haft mikil áhrif á hana, fjölskyldu sína, eiginmann og börn. Fólk nefni málið endurtekið við hana á förnum vegi. Hún geti aldrei litið Sigurð Inga sömu augum.
Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Félagasamtök Kynþáttafordómar Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Sjá meira