Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Ólafur Björn Sverrisson skrifar 31. október 2024 20:37 Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands. vísir Formaður Læknafélags Íslands segir að það virði sem læknar skili út í samfélagið, skili sér ekki til baka í launaumslaginu. Launin geti verið há, en þá liggi mjög mikið vinnuálag að baki. Félagsmenn í Læknafélagi Íslands hafa samþykkt að boða til verkfalls náist ekki samkomulag í kjaradeilu við ríkið. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur og samþykktu 93 prósent verkfallsaðgerðir. 83 prósent félagsmanna sem samningarnir ná til tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. Verkfallsaðgerðir hjá læknum, sem starfa á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum, hefjast 18. nóvember og verða í nokkrum lotum. Fyrst 18.-21. nóvember, svo 2-5. desember. og þriðja lotan verður 16.-19. desember. Í janúar verða verkföll í hverri viku. Verkfallsaðgerðirnar eru nánar útlistaðar í fréttinni hér: Verkfallsréttur lækna er þó takmarkaður. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins segir að í aðgerðunum verði lágmarksþjónusta ávallt tryggð. „Við erum með verkfallslista sem tryggir þessa lágmarksmönnum. Við höfum hlegið að því í gegnum tárin að á þeim er mönnunin oft betri en það sem við búum til dæmis á sumrin á Landspítala,“ segir Steinunn sem ræddi verkfallsaðgerðir og kröfur lækna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2: Lengi að vinda ofan af biðlistum Verkfallsaðgerðirnar munu samt sem áður hafa áhrif, segir Steinunn. „Við fórum í sambærilegar aðgerðir fyrir 10 árum, sem var fyrsta verkfall lækna nokkru sinn. Það tók ansi langan tíma að vinda ofan af biðlistum og öðrum áhrifum þess verkfalls. Við vonum auðvitað í lengstu lög að við þurfum ekki að fara þessa leið.“ Varðandi launakröfur og hvort læknar séu almennt ekki með hærri laun en komi fram á launatöflum, vegna álags og mismunandi vakta, segir hún: „Þarna erum við að tala um grunnlaun lækna fyrir hundrað prósent vinnu, 40 tíma vinnuviku. Þegar maður er að horfa á þessar tölur verðum við að horfa á þær í þessu samhengi. Mjög margir sem við berum okkur saman við eru með styttri vinnuviku en það. Tímakaupið er því enn lægra í samanburðinum.“ Verðmætin birtist ekki í launaumslaginu „Auðvitað getur maður náð upp laununum sem læknir ef maður vinnur mjög mikið, og þá á öllum tímum sólarhringsins. Tekur mjög mikið af aukavöktum. Heildarlaunin geta verið töluvert hærri en þá er yfirleitt mjög mikið vinnuálag þar að baki,“ segir Steinunn. Steinunn kveðst vona að læknar njóti enn trausts í samfélaginu og að stéttin sé enn aðdráttarafl, hvað sem breytingum á ásýnd stéttarinnar líður. „En launin hafa dregist aftur úr eins og hjá mörgum stéttum sem vinna með fólki. Því miður. Við erum að skapa gríðarlegt virði í samfélaginu, það er bara ekki í beinhörðum peningum eins og í sumum öðrum geirum. Það er sjaldnast horft á það, og það birtist ekki í launaumslaginu,“ segir Steinunn og bætir við að launalhækkun sé forsenda þess að hægt sé að laða fólk að í alþjóðlegri samkeppni um starfskrafta lækna. Heilbrigðismál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Læknaverkfall 2024 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Sjá meira
Félagsmenn í Læknafélagi Íslands hafa samþykkt að boða til verkfalls náist ekki samkomulag í kjaradeilu við ríkið. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur og samþykktu 93 prósent verkfallsaðgerðir. 83 prósent félagsmanna sem samningarnir ná til tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. Verkfallsaðgerðir hjá læknum, sem starfa á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum, hefjast 18. nóvember og verða í nokkrum lotum. Fyrst 18.-21. nóvember, svo 2-5. desember. og þriðja lotan verður 16.-19. desember. Í janúar verða verkföll í hverri viku. Verkfallsaðgerðirnar eru nánar útlistaðar í fréttinni hér: Verkfallsréttur lækna er þó takmarkaður. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins segir að í aðgerðunum verði lágmarksþjónusta ávallt tryggð. „Við erum með verkfallslista sem tryggir þessa lágmarksmönnum. Við höfum hlegið að því í gegnum tárin að á þeim er mönnunin oft betri en það sem við búum til dæmis á sumrin á Landspítala,“ segir Steinunn sem ræddi verkfallsaðgerðir og kröfur lækna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2: Lengi að vinda ofan af biðlistum Verkfallsaðgerðirnar munu samt sem áður hafa áhrif, segir Steinunn. „Við fórum í sambærilegar aðgerðir fyrir 10 árum, sem var fyrsta verkfall lækna nokkru sinn. Það tók ansi langan tíma að vinda ofan af biðlistum og öðrum áhrifum þess verkfalls. Við vonum auðvitað í lengstu lög að við þurfum ekki að fara þessa leið.“ Varðandi launakröfur og hvort læknar séu almennt ekki með hærri laun en komi fram á launatöflum, vegna álags og mismunandi vakta, segir hún: „Þarna erum við að tala um grunnlaun lækna fyrir hundrað prósent vinnu, 40 tíma vinnuviku. Þegar maður er að horfa á þessar tölur verðum við að horfa á þær í þessu samhengi. Mjög margir sem við berum okkur saman við eru með styttri vinnuviku en það. Tímakaupið er því enn lægra í samanburðinum.“ Verðmætin birtist ekki í launaumslaginu „Auðvitað getur maður náð upp laununum sem læknir ef maður vinnur mjög mikið, og þá á öllum tímum sólarhringsins. Tekur mjög mikið af aukavöktum. Heildarlaunin geta verið töluvert hærri en þá er yfirleitt mjög mikið vinnuálag þar að baki,“ segir Steinunn. Steinunn kveðst vona að læknar njóti enn trausts í samfélaginu og að stéttin sé enn aðdráttarafl, hvað sem breytingum á ásýnd stéttarinnar líður. „En launin hafa dregist aftur úr eins og hjá mörgum stéttum sem vinna með fólki. Því miður. Við erum að skapa gríðarlegt virði í samfélaginu, það er bara ekki í beinhörðum peningum eins og í sumum öðrum geirum. Það er sjaldnast horft á það, og það birtist ekki í launaumslaginu,“ segir Steinunn og bætir við að launalhækkun sé forsenda þess að hægt sé að laða fólk að í alþjóðlegri samkeppni um starfskrafta lækna.
Heilbrigðismál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Læknaverkfall 2024 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Sjá meira