Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2024 15:47 Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. AP/Alexander Nemonov Ráðamenn í Rússlandi og Íran ætla að skrifa undir „umfangsmikinn“ sáttmála sem mun meðal annars snúast um aukið samstarf á sviði varnarmála. Skrifa á undir sáttmálann í náinni framtíð. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í morgun að þessu aukna samstarfi væri ætlað að stuðla að friði, bæði á heimaslóðum þessara ríkja og á heimsvísu, samkvæmt Tass fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins. Ráðherrann sagði að verið væri að undirbúa samkomulagið og líklega yrði skrifað undir það í náinni framtíð. Fregnir hafa borist af því að Masoud Pezeshkian, forseti Íran, stefni á að ferðast til Rússlands fyrir árslok. Sjá einnig: Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar Frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu hafa þeir fengið mikið magn hergagna frá Íran og þá aðallega Shahed-sjálfsprengidróna. Íranar hafa einnig verið sakaðir um að senda skammdrægar skotflaugar til Rússlands, sem hafa verið notaðar í Úkraínu. Síðasta sumar skrifaði Vladimír Pútín, forseti Rússlands, undir varnarsamkomulag við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, en samskipti Rússlands við bæði Norður-Kóreu og Íran hafa aukist á undanförnum árum. Öll ríkin hafa verið beitt umfangsmiklum viðskiptaþvingunum af Vesturlöndum í gegnum árin vegna eldflaugaáætlana og kjarnorkuþróunar og í tilfelli bæði Norður-Kóreu og Íran af Rússlandi einnig. Kim er sagður hafa sent rúmlega tíu þúsund hermenn til Rússlands en fregnir hafa borist af því að þeim sé ætlað að aðstoða Rússa við innrásina í Úkraínu og við að hrekja úkraínska hermenn frá Kúrsk-héraði í Rússlandi. Rússland Íran Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Norður-Kórea Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í morgun að þessu aukna samstarfi væri ætlað að stuðla að friði, bæði á heimaslóðum þessara ríkja og á heimsvísu, samkvæmt Tass fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins. Ráðherrann sagði að verið væri að undirbúa samkomulagið og líklega yrði skrifað undir það í náinni framtíð. Fregnir hafa borist af því að Masoud Pezeshkian, forseti Íran, stefni á að ferðast til Rússlands fyrir árslok. Sjá einnig: Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar Frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu hafa þeir fengið mikið magn hergagna frá Íran og þá aðallega Shahed-sjálfsprengidróna. Íranar hafa einnig verið sakaðir um að senda skammdrægar skotflaugar til Rússlands, sem hafa verið notaðar í Úkraínu. Síðasta sumar skrifaði Vladimír Pútín, forseti Rússlands, undir varnarsamkomulag við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, en samskipti Rússlands við bæði Norður-Kóreu og Íran hafa aukist á undanförnum árum. Öll ríkin hafa verið beitt umfangsmiklum viðskiptaþvingunum af Vesturlöndum í gegnum árin vegna eldflaugaáætlana og kjarnorkuþróunar og í tilfelli bæði Norður-Kóreu og Íran af Rússlandi einnig. Kim er sagður hafa sent rúmlega tíu þúsund hermenn til Rússlands en fregnir hafa borist af því að þeim sé ætlað að aðstoða Rússa við innrásina í Úkraínu og við að hrekja úkraínska hermenn frá Kúrsk-héraði í Rússlandi.
Rússland Íran Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Norður-Kórea Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira