Ríkjandi meistari stígur á svið Sindri Sverrisson skrifar 1. nóvember 2024 10:02 Það mæta kanónur til leiks á öðru keppniskvöldi Úrvalsdeildarinnar í pílukasti, með ríkjandi meistara Hallgrím Egilsson fremstan í flokki. Stöð 2 Sport Ríkjandi meistari mætir til keppni á morgun þegar annað keppniskvöld Úrvalsdeildarinnar í pílukasti fer fram á Bullseye við Snorrabraut í Reykjavík. Keppnin er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Dilyan Kolev úr Píludeild Þórs fagnaði sigri á fyrsta keppniskvöldinu, á Selfossi um síðustu helgi. Alls taka 16 bestu pílukastarar landsins þátt í Úrvalsdeildinni og keppir hver þeirra á tveimur af fjórum mótum, áður en átta manna úrslitin taka við í lok þessa mánaðar. Nánar má lesa um fyrirkomulagið hér. Í fyrsta leiknum annað kvöld mætast Grindvíkingarnir Alexander Veigar Þorvaldsson og Guðjón Hauksson. Alexander er einn af bestu pílukösturum landsins um þessar mundir en Guðjón er einn reynslumesti kastarinn á landinu og á fjölmarga Íslandsmeistaratitla. Í öðrum leik kvöldsins mætast þeir Hörður Þór Guðjónsson frá Pílufélagi Grindavíkur og Árni Ágúst Daníelsson frá Pílufélagi Reykjanesbæjar. Hörður kemur inn í miklu formi en hann sigraði síðustu umferð efstu deildar Floridana deildarinnar sem fór fram fyrir nokkrum vikum. Árni Ágúst er ungur og efnilegur kastari sem hefur tekið miklum framförum síðastliðna mánuði og mun ekki gefa Herði neitt eftir. Ríkjandi meistari mætir Skagamanni Í þriðja leik kvöldsins mætast þeir Haraldur Birgisson frá Pílufélagi Kópavogs og Arngrímur Anton Ólafsson frá Pílufélagi Reykjanesbæjar. Haraldur er með bakið upp við vegg eftir tap í fyrstu umferð og þarf því nauðsynlega á sigri að halda til að eiga möguleika á að enda í efstu 8 sætunum fyrir niðurskurð. Haraldur mun þó eiga fullt í fangi með Anton þar sem hann er gríðalega öflugur. Anton tók þátt fyrir Íslands hönd á PDC World Cup of Darts ásamt Pétri Rúðrik Guðmundssyni og er því vel kunnugur að spila fyrir framan myndavélar og fullan sal af fólki. Í fjórða og síðasta leik fjórðungsúrslitanna mætir loks Úrvalsdeildarmeistarinn frá því í fyrra, Hallgrímur Egilsson, til leiks en hann spilar fyrir Pílukastfélag Reykjavíkur. Hann tekur á móti Gunnari Hafsteini Ólafssyni frá Pílufélagi Akraness. Hallgrímur er sigurstranglegri en Gunnar hefur verið að spila fantagóða pílu uppá síðkastið og verður spennandi að fylgjast með. Eftir fjórðungsúrslit kvöldins verða spiluð undanúrslit og fylgir úrslitaleikurinn þar á eftir, allt í þráðbeinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 19:30 annað kvöld. Pílukast Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Fram - Valur | Arnór byrjar á meisturunum Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sjá meira
Dilyan Kolev úr Píludeild Þórs fagnaði sigri á fyrsta keppniskvöldinu, á Selfossi um síðustu helgi. Alls taka 16 bestu pílukastarar landsins þátt í Úrvalsdeildinni og keppir hver þeirra á tveimur af fjórum mótum, áður en átta manna úrslitin taka við í lok þessa mánaðar. Nánar má lesa um fyrirkomulagið hér. Í fyrsta leiknum annað kvöld mætast Grindvíkingarnir Alexander Veigar Þorvaldsson og Guðjón Hauksson. Alexander er einn af bestu pílukösturum landsins um þessar mundir en Guðjón er einn reynslumesti kastarinn á landinu og á fjölmarga Íslandsmeistaratitla. Í öðrum leik kvöldsins mætast þeir Hörður Þór Guðjónsson frá Pílufélagi Grindavíkur og Árni Ágúst Daníelsson frá Pílufélagi Reykjanesbæjar. Hörður kemur inn í miklu formi en hann sigraði síðustu umferð efstu deildar Floridana deildarinnar sem fór fram fyrir nokkrum vikum. Árni Ágúst er ungur og efnilegur kastari sem hefur tekið miklum framförum síðastliðna mánuði og mun ekki gefa Herði neitt eftir. Ríkjandi meistari mætir Skagamanni Í þriðja leik kvöldsins mætast þeir Haraldur Birgisson frá Pílufélagi Kópavogs og Arngrímur Anton Ólafsson frá Pílufélagi Reykjanesbæjar. Haraldur er með bakið upp við vegg eftir tap í fyrstu umferð og þarf því nauðsynlega á sigri að halda til að eiga möguleika á að enda í efstu 8 sætunum fyrir niðurskurð. Haraldur mun þó eiga fullt í fangi með Anton þar sem hann er gríðalega öflugur. Anton tók þátt fyrir Íslands hönd á PDC World Cup of Darts ásamt Pétri Rúðrik Guðmundssyni og er því vel kunnugur að spila fyrir framan myndavélar og fullan sal af fólki. Í fjórða og síðasta leik fjórðungsúrslitanna mætir loks Úrvalsdeildarmeistarinn frá því í fyrra, Hallgrímur Egilsson, til leiks en hann spilar fyrir Pílukastfélag Reykjavíkur. Hann tekur á móti Gunnari Hafsteini Ólafssyni frá Pílufélagi Akraness. Hallgrímur er sigurstranglegri en Gunnar hefur verið að spila fantagóða pílu uppá síðkastið og verður spennandi að fylgjast með. Eftir fjórðungsúrslit kvöldins verða spiluð undanúrslit og fylgir úrslitaleikurinn þar á eftir, allt í þráðbeinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 19:30 annað kvöld.
Pílukast Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Fram - Valur | Arnór byrjar á meisturunum Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sjá meira