Súperstjarnan braut reglur með því að lýsa yfir stuðningi við Trump í beinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2024 08:24 Nick Bosa vildi ólmur lýsa yfir stuðningi við Donald Trump og mætti því inn í mitt viðtal hjá liðsfélaga sínum. Getty/ Lachlan Cunningham/ NFL stjörnuleikmaðurinn Nick Bosa braut reglur deildarinnar þegar hann mætti óumbeðinn í viðtal með Donald Trump derhúfu. Bosa var greinilega staðráðinn að lýsa yfir stuðningi sínum við fyrrverandi forseta Bandaríkjanna en Trump reynir að komast aftur til valda í forsetakosningunum á þriðjudaginn kemur. Bosa var öflugur í sigri San Francisco 49ers á Dallas Cowboys um síðustu helgi. Hann var þó ekki tekin í sjónvarpsviðtal eftir leikinn heldur var leikstjórnandi hans Brock Purdy í umræddu viðtali. Bosa ákvað að trufla viðtalið og birtist þá með „Make America great again“ Maga-derhúfu. Þetta eru einkunnarorð Trump frá því að hann var kosinn forseti árið 2016. Bosa benti á húfu sína og það fór ekkert á milli mála að hann var lýsa yfir stuðningi við Trump. Uppátæki Bosa vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum og þar skiptust menn í tvo hópa eins og oft áður í bandarískum stjórnmálum. Bosa er stórstjarnan í deildinni og var kosinn besti varnarmaður deildarinnar árið 2022. Bosa var seinna spurður út í framferði sitt á blaðamannafundi en vildi þá ekki segja mikið. „Ég vil ekki tala mikið um það en ég tel að við lifum á mikilvægum tímum,“ sagði Bosa. Bosa á von á refsingu, líklegast vænlegri sekt, fyrir brot á reglum deildarinnar sem banna öll pólitísk skilaboð. Það fylgir þó sögunni að treyja Bosa hefur selst vel síðan og væntanlega til ánægðra Trump stuðningsmanna. #49ers DE Nick Bosa crashed NBC’s postgame interview with Brock Purdy to flash his Donald Trump “MAGA” hat. pic.twitter.com/Ifw1ACt09l— Ari Meirov (@MySportsUpdate) October 28, 2024 NFL Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Friðrik Ingi hættur með Hauka Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Hörður kominn undan feldinum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Sjá meira
Bosa var greinilega staðráðinn að lýsa yfir stuðningi sínum við fyrrverandi forseta Bandaríkjanna en Trump reynir að komast aftur til valda í forsetakosningunum á þriðjudaginn kemur. Bosa var öflugur í sigri San Francisco 49ers á Dallas Cowboys um síðustu helgi. Hann var þó ekki tekin í sjónvarpsviðtal eftir leikinn heldur var leikstjórnandi hans Brock Purdy í umræddu viðtali. Bosa ákvað að trufla viðtalið og birtist þá með „Make America great again“ Maga-derhúfu. Þetta eru einkunnarorð Trump frá því að hann var kosinn forseti árið 2016. Bosa benti á húfu sína og það fór ekkert á milli mála að hann var lýsa yfir stuðningi við Trump. Uppátæki Bosa vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum og þar skiptust menn í tvo hópa eins og oft áður í bandarískum stjórnmálum. Bosa er stórstjarnan í deildinni og var kosinn besti varnarmaður deildarinnar árið 2022. Bosa var seinna spurður út í framferði sitt á blaðamannafundi en vildi þá ekki segja mikið. „Ég vil ekki tala mikið um það en ég tel að við lifum á mikilvægum tímum,“ sagði Bosa. Bosa á von á refsingu, líklegast vænlegri sekt, fyrir brot á reglum deildarinnar sem banna öll pólitísk skilaboð. Það fylgir þó sögunni að treyja Bosa hefur selst vel síðan og væntanlega til ánægðra Trump stuðningsmanna. #49ers DE Nick Bosa crashed NBC’s postgame interview with Brock Purdy to flash his Donald Trump “MAGA” hat. pic.twitter.com/Ifw1ACt09l— Ari Meirov (@MySportsUpdate) October 28, 2024
NFL Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Friðrik Ingi hættur með Hauka Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Hörður kominn undan feldinum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó