Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. október 2024 22:25 Danir héldu kvöldverð til heiðurs Höllu Tómasdóttur, sjöunda forseta íslenska lýðveldisins þan 8. október. Ástralskur slúðurmiðill vill meina að Danakonungur hafi daðrað við utanríkisráðherra Íslendinga. Getty Ástralski slúðurmiðillinn Now to Love segir Friðrik Danakonung hafa daðrað við Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, utanríkisráðherra Íslands, á kvöldverði til heiðurs Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, í byrjun mánaðar Eitthvað eru fréttirnar lengi að berast til Ástrala af því að kvöldverðurinn til heiðurs Höllu var haldinn 8. október síðastliðinn, fyrir rúmum þremur vikum síðan. Þrátt fyrir það birtist í dag greinin „Queen Marys's heartache: Fred gets flirty again!“ sem lauslega mætti þýða „Hugarangur Maríu drottningar: Frikki gerist daðurslegur á ný!“. Þar vilja Ástralarnir meina að Friðrik hafi verið að daðra við utanríkisráðherra Íslands sem hafi komið illa við Maríu Danadrottningu. Þórdís sögð vera týpa Friðriks Ástæðan fyrir þessum áhuga Ástrala á ríkjasambandi Íslands og Danmerkur virðist vera að María Danadrottning er fædd í Hobart í Tasmaníu í Ástralíu og er fyrsta konan af áströlskum uppruna til að vera drottning í evrópsku landi. Í fréttinni er því lýst hvernig María hafi verið tárvot og í uppnámi á meðan Friðrik hvíslaði í eyra Þórdísar, sem sat við hliðina á honum. Reglulega hafi drottningin horft flóttaleg í átt að manni sínum. Danskur heimildamaður ástralska miðilsins segir að María hafi virtst vansæl strax í byrjun kvölds. „Ungi íslenski pólitíkusinn Þórdís er mjög svo týpan hans Friðriks, svo hún hlýtur að hafa haldið Maríu órólegri allt kvöldið,“ segir þessi sami heimildamaður. Þá veltir sá hinn sami fyrir sér hvort það hafi verið stirt á milli þeirra hjóna áður en Þórdís og hinir gestirnir komu í hús. Ár liðið frá skandalnum í Madríd Það er tæplega ár liðið frá því að Friðrik var til umfjöllunar í fjölmiðlum bæði í Danmörku og á Spáni vegna meints framhjáhalds hans með mexíkósku athafnakonunni Genovevu Casanova í Madríd. Spænsk slúðurblöð héldu því fram að Friðrik og Casanova hafi varið nótt saman og farið saman á listasafn. „Ég hafna öllum staðhæfingum sem gefa til kynna að Friðrik Danaprins og ég eigi í rómantísku ástarsambandi,“ sagði Genoveva í yfirlýsingu sem birtist í blaðinu Hola! „Slíkir orðrómar eru hreint út sagt falskir og brengla raunveruleikann á ósvífinn hátt. Mál þetta er nú þegar komið á borð lögmanna minn.“ Heimsókn Friðriks til Spánar átti sér stað á sama tíma og eiginkona hans, María prinsessa, var á fundi Sameinuðu þjóðanna í New York-borg í lok október 2023. Ferð Maríu var formleg og tilkynnt opinberlega en Spánarför Friðriks var það ekki. Þrálátir orðrómar um hjónabandsörðugleika hafa plagað hjónin allar götur síðan. Þá vekur það athygli fjölmiðla að María hafi farið til Ástralíu án Friðriks akkúrat þegar ár er liðið frá því hann var í Madríd. „Þessi nýjasta daðurshrina mun hafa búið til enn meiri spennu milli þeirri og hvort það sé hægt að bæta úr því á enn eftir að koma í ljósi,“ sagði danski heimildamaðurinn einnig við Now to Love. Danmörk Ástralía Fjölmiðlar Friðrik X Danakonungur Kóngafólk Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Fleiri fréttir Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sjá meira
Eitthvað eru fréttirnar lengi að berast til Ástrala af því að kvöldverðurinn til heiðurs Höllu var haldinn 8. október síðastliðinn, fyrir rúmum þremur vikum síðan. Þrátt fyrir það birtist í dag greinin „Queen Marys's heartache: Fred gets flirty again!“ sem lauslega mætti þýða „Hugarangur Maríu drottningar: Frikki gerist daðurslegur á ný!“. Þar vilja Ástralarnir meina að Friðrik hafi verið að daðra við utanríkisráðherra Íslands sem hafi komið illa við Maríu Danadrottningu. Þórdís sögð vera týpa Friðriks Ástæðan fyrir þessum áhuga Ástrala á ríkjasambandi Íslands og Danmerkur virðist vera að María Danadrottning er fædd í Hobart í Tasmaníu í Ástralíu og er fyrsta konan af áströlskum uppruna til að vera drottning í evrópsku landi. Í fréttinni er því lýst hvernig María hafi verið tárvot og í uppnámi á meðan Friðrik hvíslaði í eyra Þórdísar, sem sat við hliðina á honum. Reglulega hafi drottningin horft flóttaleg í átt að manni sínum. Danskur heimildamaður ástralska miðilsins segir að María hafi virtst vansæl strax í byrjun kvölds. „Ungi íslenski pólitíkusinn Þórdís er mjög svo týpan hans Friðriks, svo hún hlýtur að hafa haldið Maríu órólegri allt kvöldið,“ segir þessi sami heimildamaður. Þá veltir sá hinn sami fyrir sér hvort það hafi verið stirt á milli þeirra hjóna áður en Þórdís og hinir gestirnir komu í hús. Ár liðið frá skandalnum í Madríd Það er tæplega ár liðið frá því að Friðrik var til umfjöllunar í fjölmiðlum bæði í Danmörku og á Spáni vegna meints framhjáhalds hans með mexíkósku athafnakonunni Genovevu Casanova í Madríd. Spænsk slúðurblöð héldu því fram að Friðrik og Casanova hafi varið nótt saman og farið saman á listasafn. „Ég hafna öllum staðhæfingum sem gefa til kynna að Friðrik Danaprins og ég eigi í rómantísku ástarsambandi,“ sagði Genoveva í yfirlýsingu sem birtist í blaðinu Hola! „Slíkir orðrómar eru hreint út sagt falskir og brengla raunveruleikann á ósvífinn hátt. Mál þetta er nú þegar komið á borð lögmanna minn.“ Heimsókn Friðriks til Spánar átti sér stað á sama tíma og eiginkona hans, María prinsessa, var á fundi Sameinuðu þjóðanna í New York-borg í lok október 2023. Ferð Maríu var formleg og tilkynnt opinberlega en Spánarför Friðriks var það ekki. Þrálátir orðrómar um hjónabandsörðugleika hafa plagað hjónin allar götur síðan. Þá vekur það athygli fjölmiðla að María hafi farið til Ástralíu án Friðriks akkúrat þegar ár er liðið frá því hann var í Madríd. „Þessi nýjasta daðurshrina mun hafa búið til enn meiri spennu milli þeirri og hvort það sé hægt að bæta úr því á enn eftir að koma í ljósi,“ sagði danski heimildamaðurinn einnig við Now to Love.
Danmörk Ástralía Fjölmiðlar Friðrik X Danakonungur Kóngafólk Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Fleiri fréttir Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sjá meira