Ekkert gaman að heyra að allt sé að fara til fjandans Lovísa Arnardóttir skrifar 31. október 2024 07:03 Sigrún Perla segir loftslagvænasta matinn þann sem átti að fara í ruslið. Aðsend Ungir umhverfissinnar bjóða á laugardaginn í matarveislu úr rusli og hrekkjavökuhátíð lífvera. Náttúruverndarfulltrúi hjá Ungum umhverfissinnum segir að samtökin vilji gera loftslagsmál heit aftur og draga úr efasemdum. Ungir umhverfissinnar halda á laugardaginn COP Reykjavík hátíð í Iðnó ásamt fleiri umhverfisverndarsamtökum. Í tilkynningu kemur fram að hátíðinni sé ætlað að sameina málefni COP16 um líffræðilegan fjölbreytileika, sem nú stendur yfir í Kólumbíu, dagana 21. október til 1. nóvember annars vegar, og COP29 um loftslagsmál sem haldin verður í Azerbaijan 11. til 22. nóvember hins vegar. Ungir umhverfissinnar eiga frumkvæðið að viðburðinum en fengu til liðs við sig systurfélögin Landvernd, Aldin fyrir loftslagsvá, BIODICE, NASF og VÁ! Félag um vernd fjarðar. Verkefnið er eitt fjölda verkefna sem hlaut styrk úr Loftslagssjóði ungs fólks í Reykjavík. Úthlutun úr Loftlagssjóði unga fólksins í Höfða. Hópmynd af öllum styrkþegum fyrir utan Höfða.Aðsend „Hugmyndin að þessum viðburði kom út frá til dæmis umfjöllun um Running Tide og skógræktarmálið á Húsavík. Þetta eru mál sem fóru fyrir brjóstið á fólki og gerir það skeptískt á loftslagsaðgerðir. Við sem að lifum og hrærumst í þessu vitum að loftslagsaðgerðir og náttúruvernd geta farið saman. Það er hægt að fara í loftslagsaðgerðir án þess að rústa náttúrunni og við verðum að gera það, því við þurfum bæði,“ segir Sigrún Perla Birgisdóttir náttúruverndarfulltrúi Ungra umhverfissinna. „Loftslags-COP og líffræðilegs fjölbreytileika COP eru sitthvor viðburðurinn hjá Sameinuðu þjóðunum en tilgangurinn með okkar viðburði er að undirstrika að þetta getur, og verður, að fara hönd í hönd,“ segir Sigrún Perla. Mikilvægar en gagnrýnisverðar ráðstefnur Perla hefur farið á báðar COP ráðstefnur og segir sinn helsta lærdóm hafa verið hversu mikilvægar þær eru. Þær séu á sama tíma gagnrýnisverðar og væri sem dæmi gott ef þær væru ein. Hún segir COP Reykjavík algjörlega sjálfstæða hátíð. Ungir umhverfissinnar sendi alltaf út fulltrúa á COP og hafi haldið viðburð til að taka saman það sem kemur þar fram en vilja með þessum viðburði nýta bilið á milli viðburða til að halda einn sameiginlegan viðburð. Sigrún Perla á COP15 í Montreal árið 2022.Aðsend Hátíðin hefst klukkan 14 á örerindum frá ungum umhverfissinnum á mannamáli. Eftir það taka við pallborðsumræður um lausnir fyrir bæði loftslagsaðgerðir og náttúruvernd og eftir það koma fulltrúar stjórnmálaflokka til að ræða sína stefnu og lausnir. Að því loknu verður svo loftslagsvænn kvöldverður þar sem allur maturinn er vegan og eitthvað sem átti að henda. Að loknum kvöldverði er svo haldið Hrekkjavökuball lífveranna þar sem fólk er hvatt til þess að klæða sig upp sem uppáhalds lífveran sín. Sjálf ætlar Perla að vera beltisþari. Vilja gera loftslagsmálin heit á ný „Hugmyndin er líka að halda skemmtilegan viðburð. Því loftslagsmál eru ekki heit akkúrat núna og það þarf enginn enn eitt leiðinlega málþingið í viðbót. Ungir umhverfissinnar eru ekki pólitíkusar eða prófessorar. Við viljum hafa áhrif en líka hafa gaman og fá þannig fólk með okkur í lið við að vekja athygli á málstaðnum.“ Hún segir sérfræðinga síðustu misseri hafa verið að hrópa út í tómið. „Það er auðvitað ekkert gaman að heyra að við séum í rugli og allt að fara til fjandans. Það finnst engum gaman að heyra það og það er alveg skiljanlegt að fólk velji að horfa annað,“ segir hún og að viðburðurinn sé tilraun til að fá fólk til að horfa aftur í átt að vandanum og mögulegum lausnum. Beltisþari og krossfiskur.Aðsend Hún segir að enn sé tími til að bregðast við og því vilji Ungir umhverfissinnar leggja áherslu á lausnir. Loftslagsaðgerðir og náttúruvernd verði að vinna saman. Sigrún Perla segist ekki hafa áhyggjur af því að pallborðsumræður stjórnmálamannanna muni draga stemninguna niður. „Við erum reyndar ekki búin að segja þeim það en þau eiga helst að mæta í búningum og þá verður það strax aðeins skemmtilegra. Það er ungt fólk að stýra með fólki frá Aldin, sem er hreyfing eldra fólks gegn loftslagsvánni. Það verður þannig einn ungur og einn gamall að spyrja og svo verður Níels Thibaud kynnir og hann verður á vaktinni til að sjá til þess að þetta verði ekki leiðinlegt. Ef einhver byrjar að rausa eitthvað leiðinlegt stekkur hann inn í.“ Kvöldverður og ball Eftir umræðurnar verður kvöldverður og ball sem stendur öllum opið á meðan húsrúm leyfir. Kvöldverðurinn er á efri hæðinni og hefst klukkan 18. Ballið er í hátíðarsal og hefst klukkan 20. „Loftslagsvænasti maturinn er sá sem átti að fara í ruslið. Það er hópur frá okkur að kafa í gáma en við erum einnig búin að heyra í fyrirtækjum um mat sem þau ætla að henda. Það er verið að henda alveg heillum helling. Við gerum ráð fyrir að elda fyrir allaveganna 50 til 100 manns. Það verður örugglega graskerssúpa því það eru svo margir að henda graskerjum núna.“ Allan daginn verða auk þess listaverk til sýnis í þema dagsins auk þess sem ÝRÚRARÍ verður með vinnustofu þar sem gestir geta hannað sína eigin líffræðilegu flík. Umhverfismál Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Hrekkjavaka Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira
Ungir umhverfissinnar halda á laugardaginn COP Reykjavík hátíð í Iðnó ásamt fleiri umhverfisverndarsamtökum. Í tilkynningu kemur fram að hátíðinni sé ætlað að sameina málefni COP16 um líffræðilegan fjölbreytileika, sem nú stendur yfir í Kólumbíu, dagana 21. október til 1. nóvember annars vegar, og COP29 um loftslagsmál sem haldin verður í Azerbaijan 11. til 22. nóvember hins vegar. Ungir umhverfissinnar eiga frumkvæðið að viðburðinum en fengu til liðs við sig systurfélögin Landvernd, Aldin fyrir loftslagsvá, BIODICE, NASF og VÁ! Félag um vernd fjarðar. Verkefnið er eitt fjölda verkefna sem hlaut styrk úr Loftslagssjóði ungs fólks í Reykjavík. Úthlutun úr Loftlagssjóði unga fólksins í Höfða. Hópmynd af öllum styrkþegum fyrir utan Höfða.Aðsend „Hugmyndin að þessum viðburði kom út frá til dæmis umfjöllun um Running Tide og skógræktarmálið á Húsavík. Þetta eru mál sem fóru fyrir brjóstið á fólki og gerir það skeptískt á loftslagsaðgerðir. Við sem að lifum og hrærumst í þessu vitum að loftslagsaðgerðir og náttúruvernd geta farið saman. Það er hægt að fara í loftslagsaðgerðir án þess að rústa náttúrunni og við verðum að gera það, því við þurfum bæði,“ segir Sigrún Perla Birgisdóttir náttúruverndarfulltrúi Ungra umhverfissinna. „Loftslags-COP og líffræðilegs fjölbreytileika COP eru sitthvor viðburðurinn hjá Sameinuðu þjóðunum en tilgangurinn með okkar viðburði er að undirstrika að þetta getur, og verður, að fara hönd í hönd,“ segir Sigrún Perla. Mikilvægar en gagnrýnisverðar ráðstefnur Perla hefur farið á báðar COP ráðstefnur og segir sinn helsta lærdóm hafa verið hversu mikilvægar þær eru. Þær séu á sama tíma gagnrýnisverðar og væri sem dæmi gott ef þær væru ein. Hún segir COP Reykjavík algjörlega sjálfstæða hátíð. Ungir umhverfissinnar sendi alltaf út fulltrúa á COP og hafi haldið viðburð til að taka saman það sem kemur þar fram en vilja með þessum viðburði nýta bilið á milli viðburða til að halda einn sameiginlegan viðburð. Sigrún Perla á COP15 í Montreal árið 2022.Aðsend Hátíðin hefst klukkan 14 á örerindum frá ungum umhverfissinnum á mannamáli. Eftir það taka við pallborðsumræður um lausnir fyrir bæði loftslagsaðgerðir og náttúruvernd og eftir það koma fulltrúar stjórnmálaflokka til að ræða sína stefnu og lausnir. Að því loknu verður svo loftslagsvænn kvöldverður þar sem allur maturinn er vegan og eitthvað sem átti að henda. Að loknum kvöldverði er svo haldið Hrekkjavökuball lífveranna þar sem fólk er hvatt til þess að klæða sig upp sem uppáhalds lífveran sín. Sjálf ætlar Perla að vera beltisþari. Vilja gera loftslagsmálin heit á ný „Hugmyndin er líka að halda skemmtilegan viðburð. Því loftslagsmál eru ekki heit akkúrat núna og það þarf enginn enn eitt leiðinlega málþingið í viðbót. Ungir umhverfissinnar eru ekki pólitíkusar eða prófessorar. Við viljum hafa áhrif en líka hafa gaman og fá þannig fólk með okkur í lið við að vekja athygli á málstaðnum.“ Hún segir sérfræðinga síðustu misseri hafa verið að hrópa út í tómið. „Það er auðvitað ekkert gaman að heyra að við séum í rugli og allt að fara til fjandans. Það finnst engum gaman að heyra það og það er alveg skiljanlegt að fólk velji að horfa annað,“ segir hún og að viðburðurinn sé tilraun til að fá fólk til að horfa aftur í átt að vandanum og mögulegum lausnum. Beltisþari og krossfiskur.Aðsend Hún segir að enn sé tími til að bregðast við og því vilji Ungir umhverfissinnar leggja áherslu á lausnir. Loftslagsaðgerðir og náttúruvernd verði að vinna saman. Sigrún Perla segist ekki hafa áhyggjur af því að pallborðsumræður stjórnmálamannanna muni draga stemninguna niður. „Við erum reyndar ekki búin að segja þeim það en þau eiga helst að mæta í búningum og þá verður það strax aðeins skemmtilegra. Það er ungt fólk að stýra með fólki frá Aldin, sem er hreyfing eldra fólks gegn loftslagsvánni. Það verður þannig einn ungur og einn gamall að spyrja og svo verður Níels Thibaud kynnir og hann verður á vaktinni til að sjá til þess að þetta verði ekki leiðinlegt. Ef einhver byrjar að rausa eitthvað leiðinlegt stekkur hann inn í.“ Kvöldverður og ball Eftir umræðurnar verður kvöldverður og ball sem stendur öllum opið á meðan húsrúm leyfir. Kvöldverðurinn er á efri hæðinni og hefst klukkan 18. Ballið er í hátíðarsal og hefst klukkan 20. „Loftslagsvænasti maturinn er sá sem átti að fara í ruslið. Það er hópur frá okkur að kafa í gáma en við erum einnig búin að heyra í fyrirtækjum um mat sem þau ætla að henda. Það er verið að henda alveg heillum helling. Við gerum ráð fyrir að elda fyrir allaveganna 50 til 100 manns. Það verður örugglega graskerssúpa því það eru svo margir að henda graskerjum núna.“ Allan daginn verða auk þess listaverk til sýnis í þema dagsins auk þess sem ÝRÚRARÍ verður með vinnustofu þar sem gestir geta hannað sína eigin líffræðilegu flík.
Umhverfismál Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Hrekkjavaka Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira