Beðin um að tilkynna líkfundi Tómas Arnar Þorláksson skrifar 30. október 2024 11:42 Petra Ósk Steinarsdóttir, dýralæknanemi sem býr í grennd við Valensía-borg. Aðsend Að minnsta kosti 51 er látinn í Valensía-héraði í hamfaraflóðum sem gengið hafa yfir suðausturhluta Spánar síðan í gær. Fjöldi Íslendinga hefur vetursetu á Spáni og í grennd við Valensía en utanríkisráðuneytið fylgist grannt með stöðu mála þar fyrir sunnan. Íslendingur á svæðinu segir óraunverulegt að upplifa hamfarirnar. Petra Ósk Steinarsdóttir dýralæknanemi sem býr tíu mínútum frá Valensía-borg, segist hafa sloppið að mestu við flóðið en tekur fram að eyðilegging eftir óveðrið í nótt sé umtalsverð. Fólk á svæðinu er beðið um að tilkynna líkfundi í sérstakt símanúmer. „Ég bý fyrir norðan borgina, tíu mínútum fyrir ofan. Það versta sem var þarna, var beint fyrir neðan hana og í kringum hana. Þessir bæir sem voru að lenda verst í þessu eru sumir bara 20 mínútum frá mér. Ég er aðallega bara að sjá eftir vindinn, það er mikið af brotnum trjám. Ég er að sjá hérna í nágrenninu eyðileggingu, einn gluggi sem er brotinn. Grindverkið í garðinum mínum brotnaði. Það var bara rifið upp úr steypunni.“ Nóttin skelfileg Hún segir alla þá Íslendinga sem hún þekkir á svæðinu vera örugga. Ótrúlegt sé að sjá að staðir sem hún er vön að keyra í gegnum séu rústir einar. Nóttin hafi verið skelfileg og óraunverulegt sé að horfa upp á afleiðingar hamfaranna. „Þetta byrjaði þannig að við byrjuðum að fá neyðarskilaboð í símann frá ríkinu sem er þá bara svona sírena sem kemur í símann. Það byrjar að segja, haldið ykkur inni ekki fara neitt, og ég var að fá þannig yfir nóttina. Ég vaknaði tvisvar yfir nóttina við það að það var sírena í gangi í símanum mínum. Ég fékk svona skilaboð í nótt aftur. Fékk þá símanúmer fyrir ef maður finnur fólk sem er dáið að láta vita, því talan er núna komin yfir 50, þá virkar ekki lengur að hringja í neyðarlínuna.“ Petra stunda nám við dýralækningar.Aðsend Neyðarástand á svæðinu Petra segist eiga að halda sig inni í dag samkvæmt fyrirmælum frá stjórnvöldum. Skólar, fyrirtæki og flest allir staðir á svæðinu séu lokaðir í dag. „Við fengum annað svona neyðarskilaboð í morgun, bara vinsamlegast haldið ykkur inni, leyfið lögreglu og þeim að nota göturnar til að hjálpa.“ Svo það er bara algjört neyðarástand þarna á svæðinu? „Já eiginlega. Þetta var mjög skrítið í nótt, þegar þetta var sem verst.“ Spánn Náttúruhamfarir Veður Íslendingar erlendis Flóð í Valencia 2024 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Petra Ósk Steinarsdóttir dýralæknanemi sem býr tíu mínútum frá Valensía-borg, segist hafa sloppið að mestu við flóðið en tekur fram að eyðilegging eftir óveðrið í nótt sé umtalsverð. Fólk á svæðinu er beðið um að tilkynna líkfundi í sérstakt símanúmer. „Ég bý fyrir norðan borgina, tíu mínútum fyrir ofan. Það versta sem var þarna, var beint fyrir neðan hana og í kringum hana. Þessir bæir sem voru að lenda verst í þessu eru sumir bara 20 mínútum frá mér. Ég er aðallega bara að sjá eftir vindinn, það er mikið af brotnum trjám. Ég er að sjá hérna í nágrenninu eyðileggingu, einn gluggi sem er brotinn. Grindverkið í garðinum mínum brotnaði. Það var bara rifið upp úr steypunni.“ Nóttin skelfileg Hún segir alla þá Íslendinga sem hún þekkir á svæðinu vera örugga. Ótrúlegt sé að sjá að staðir sem hún er vön að keyra í gegnum séu rústir einar. Nóttin hafi verið skelfileg og óraunverulegt sé að horfa upp á afleiðingar hamfaranna. „Þetta byrjaði þannig að við byrjuðum að fá neyðarskilaboð í símann frá ríkinu sem er þá bara svona sírena sem kemur í símann. Það byrjar að segja, haldið ykkur inni ekki fara neitt, og ég var að fá þannig yfir nóttina. Ég vaknaði tvisvar yfir nóttina við það að það var sírena í gangi í símanum mínum. Ég fékk svona skilaboð í nótt aftur. Fékk þá símanúmer fyrir ef maður finnur fólk sem er dáið að láta vita, því talan er núna komin yfir 50, þá virkar ekki lengur að hringja í neyðarlínuna.“ Petra stunda nám við dýralækningar.Aðsend Neyðarástand á svæðinu Petra segist eiga að halda sig inni í dag samkvæmt fyrirmælum frá stjórnvöldum. Skólar, fyrirtæki og flest allir staðir á svæðinu séu lokaðir í dag. „Við fengum annað svona neyðarskilaboð í morgun, bara vinsamlegast haldið ykkur inni, leyfið lögreglu og þeim að nota göturnar til að hjálpa.“ Svo það er bara algjört neyðarástand þarna á svæðinu? „Já eiginlega. Þetta var mjög skrítið í nótt, þegar þetta var sem verst.“
Spánn Náttúruhamfarir Veður Íslendingar erlendis Flóð í Valencia 2024 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira