Innlent

Þau skipa lista Mið­flokksins í Reykja­víkur­kjör­dæmunum

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Þau skipa efstu sætin á framboðslistum Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur.
Þau skipa efstu sætin á framboðslistum Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Miðflokkurinn

Snorri Másson leiðir lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður og Sigríður Andersen í Reykjavíkurkjördæmi norður. Jakob Frímann Magnússon er í öðru sæti í Reykjavík norður og Þorsteinn Sæmundsson í öðru sæti í Reykjavík suður.

Framboðslistar Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir alþingiskosningar 30. nóvember voru samþykktir á félagsfundi flokksins í Hamraborg í Kópavoginum í kvöld.

Listarnir í heild sinni eru eftirfarandi

Reykjavíkurkjördæmi norður:

  1. Sigríður Á. Andersen, lögmaður 
  2. Jakob Frímann Magnússon, alþingismaður 
  3. Bessí Þóra Jónsdóttir, doktorsnemi í atferlishagfræði 
  4. Einar Jóhannes Guðnason, viðskiptastjóri 
  5. Jón Ívar Einarsson, læknir 
  6. Erna Valsdóttir, fv. fasteignasali 
  7. Ásta Karen Ágústsdóttir, dómritari og laganemi 
  8. Ólafur Kristinn Guðmundsson, umferðarsérfræðingur 
  9. Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri 
  10. Svavar Guðmundsson, sjávarútvegsfræðingur 
  11. Fabiana Martins De Almeida Silva, aðhlynning 
  12. Haukur Einarsson, sölumaður 
  13. Ágúst Karlsson, verkfræðingur 
  14. Bjarki Ólafur Hugason, leiðsögumaður 
  15. Eva Þorsteinsdóttir, heimavinnandi
  16. Stefán Hans Stephenssen, ellilífeyrisþegi 
  17. Bjarney Kristín Ólafsdóttir, sjúkraliði 
  18. Guðmundur Bjarnason, verkamaður 
  19. Kristján Orri Hugason, háskólanemi 
  20. Ellert Scheving Markússon, framkvæmdastjóri 
  21. Sigfús Arnþórsson, hljómlistamaður 
  22. Vigdís Hauksdóttir, lögfræðingur, fv. alþingismaður og borgarfulltrúi

Reykjavíkurkjördæmi suður:

  1. Snorri Másson,blaðamaður og rithöfundur 
  2. Þorsteinn Sæmundsson, fv. alþingismaður 
  3. Fjóla Hrund Björnsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks 
  4. Hilmar Garðars Þorsteinsson, lögmaður 
  5. Danith Chan, lögfræðingur 
  6. Sólveig Bjarney Daníelsdóttir, aðstoðardeildarstjóri 
  7. Sveinn Guðmundsson, fiskútflytjandi 
  8. Ólafur Vigfússon, kaupmaður 
  9. Bóas Sigurjónsson, laganemi 
  10. Garðar Rafn Nellett, varðstjóri 
  11. Björn Guðjónsson, ellilífeyrisþegi og nemandi í fornleifafræði 
  12. Dorota Anna Zaorska, fornleifafræðingur 
  13. Jafet Bergmann Viðarsson, matreiðslumaður 
  14. Guðlaugur Gylfi Sverrisson, viðskiptastjóri 
  15. Jón A Jónsson, vélvirkjameistari 
  16. Gunnlaugur A. Júlíusson, hagfræðingur og leiðsögumaður 
  17. A Jóhann Árnason, viðskipta- og tölvunarfræðingur 
  18. Katrín Haukdal Magnúsdóttir, náms- og starfsráðgjafi 
  19. Viktor Hrafn Gudmundsson, vörustjóri hugbúnaðargerðar 
  20. Jóhanna Eiríksdóttir, útfarastjóri 
  21. Halldór Gunnarsson, viðskiptafræðingur 
  22. Snorri Þorvaldsson, ellilífeyrisþegi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×