Barnafangelsi Ásmundar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 29. október 2024 13:15 Afstaða mótmælir harðlega fyrirhugaðri neyðarvistun fyrir börn á lögreglustöðinni í Hafnarfirði, sem hefur verið kynnt af Ásmundi Einari Daðasyni, barnamálaráðherra. Afstaða telur að vistun barna á lögreglustöð gangi gegn 37. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins sbr. lög nr. 19/2013. Einnig 1. mgr. 3. gr. samningsins sem felur í sér sérstakan rétt barna til verndar og þá grundvallarreglu að það sem barni sé fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar stofnanir á vegum hins opinbera, dómstólar eða löggjafinn gera ráðstafanir sem varðar börn. Á grundvelli þess hefur Afstaða ákveðið að beina kvörtun um fyrirætlan barnamálaráðherra til OPCAT-eftirlits umboðsmanns Alþingis. Neyðarvistun barna á lögreglustöðvum gengur gegn grundvallar mannréttindum barna. Rannsóknir hafa sýnt að vistun barna í lögregluumhverfi getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir sálræna og félagslega velferð þeirra. Börn eiga rétt á öruggu og stuðningsfullu umhverfi, ekki að vera undir áhrifum þess að vera í fangelsi eða öllu heldur “æfingabúðum” fyrir fangavist. Að vista börn á lögreglustöðvum er ekki lausn. Þvert á móti, það getur dýpkað vandamálin sem þau þegar glíma við. Við þurfum að þróa úrræði sem stuðla að velferð barna, en ekki setja þau í óöryggi og mannskemmandi aðstæður. Afstaða kallar eftir því að barnamálaráðherra endurskoði þessa aðgerð og leiti að valkostum sem hafa í för með sér betri lausnir fyrir börn, eins og að fjárfesta í samfélagslegum úrræðum sem veita stuðning og ráðgjöf á jafningagrundvelli og öruggt umhverfi. Við hvetjum alla aðila til að koma saman í þessari mikilvægu umræðu um velferð barna í okkar samfélagi og sameinast gegn þessum áformum og finna betri lausn. Lausnin þarf samt að koma strax. Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Börn og uppeldi Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Afstaða mótmælir harðlega fyrirhugaðri neyðarvistun fyrir börn á lögreglustöðinni í Hafnarfirði, sem hefur verið kynnt af Ásmundi Einari Daðasyni, barnamálaráðherra. Afstaða telur að vistun barna á lögreglustöð gangi gegn 37. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins sbr. lög nr. 19/2013. Einnig 1. mgr. 3. gr. samningsins sem felur í sér sérstakan rétt barna til verndar og þá grundvallarreglu að það sem barni sé fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar stofnanir á vegum hins opinbera, dómstólar eða löggjafinn gera ráðstafanir sem varðar börn. Á grundvelli þess hefur Afstaða ákveðið að beina kvörtun um fyrirætlan barnamálaráðherra til OPCAT-eftirlits umboðsmanns Alþingis. Neyðarvistun barna á lögreglustöðvum gengur gegn grundvallar mannréttindum barna. Rannsóknir hafa sýnt að vistun barna í lögregluumhverfi getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir sálræna og félagslega velferð þeirra. Börn eiga rétt á öruggu og stuðningsfullu umhverfi, ekki að vera undir áhrifum þess að vera í fangelsi eða öllu heldur “æfingabúðum” fyrir fangavist. Að vista börn á lögreglustöðvum er ekki lausn. Þvert á móti, það getur dýpkað vandamálin sem þau þegar glíma við. Við þurfum að þróa úrræði sem stuðla að velferð barna, en ekki setja þau í óöryggi og mannskemmandi aðstæður. Afstaða kallar eftir því að barnamálaráðherra endurskoði þessa aðgerð og leiti að valkostum sem hafa í för með sér betri lausnir fyrir börn, eins og að fjárfesta í samfélagslegum úrræðum sem veita stuðning og ráðgjöf á jafningagrundvelli og öruggt umhverfi. Við hvetjum alla aðila til að koma saman í þessari mikilvægu umræðu um velferð barna í okkar samfélagi og sameinast gegn þessum áformum og finna betri lausn. Lausnin þarf samt að koma strax. Höfundur er formaður Afstöðu.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun