Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur Bjarki Sigurðsson skrifar 29. október 2024 13:21 Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Sigurjón Ólason Sveitarstjóri Skagafjarðar segir túlkun sveitarfélagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) þannig að heimilt sé að starfsmenn ekki í verkfalli haldi starfsemi leikskólans Ársala gangandi. Enginn gangi í störf þeirra sem eru í verkfalli. Enn er langt á milli Kennarasambandsins, ríkis og sveitarfélaga í kjaraviðræðum. Samningafundi lauk í gær án niðurstöðu og fyrstu verkföllin eru skollin á. Kennarar níu skóla víðs vegar um landið lögðu niður störf á miðnætti, þar á meðal í leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki. Þrátt fyrir boðað verkfall fengu foreldrar barna í skólanum tölvupóst síðdegis í gær þar sem tilkynnt var að skerðing yrði á starfsemi leikskólans. Opnunartími yrði frá 8:20 til 15:40 og var feitletrað í póstinum, til að leggja áherslu á það, að barnið mætti mæta í skólann. Telur Kennarasambandið sveitarfélagið með þessu brjóta viðmiðunarreglur sambandsins í verkfalli. Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segist verulega ósáttur með viðbrögð Skagafjarðar. „Við vissum að við þurfum að fjárfesta í kennurum en kannski miðað við þetta er greinilegt að við þurfum að fjárfesta í betra sveitarstjórnarfólki,“ segir Haraldur. Í svari við skriflegri fyrirspurn fréttastofu segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar, að túlkun starfsmanna sveitarfélagsins og SÍS sé á þann veg að heimilt sé að þeir starfsmenn sem ekki eru í verkfalli haldi starfsemi leikskólans gangandi eins og við á. „Fyrir þessu eru fjölmörg fordæmi, meðal annars í fyrri verkföllum leikskólakennara. Það er því ekki er skylt að loka starfseminni þrátt fyrir verkfall hluta starfsmanna. Skipulagið okkar er með þeim hætti að ekki er gengið í störf þeirra sem eru í verkfalli og við virðum að sjálfsögðu verkfallsrétt þeirra starfsmanna sem hafa lagt niður störf,“ segir Sigfús. Skóla- og menntamál Leikskólar Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Kennaraverkfall 2024 Börn og uppeldi Skagafjörður Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Enn er langt á milli Kennarasambandsins, ríkis og sveitarfélaga í kjaraviðræðum. Samningafundi lauk í gær án niðurstöðu og fyrstu verkföllin eru skollin á. Kennarar níu skóla víðs vegar um landið lögðu niður störf á miðnætti, þar á meðal í leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki. Þrátt fyrir boðað verkfall fengu foreldrar barna í skólanum tölvupóst síðdegis í gær þar sem tilkynnt var að skerðing yrði á starfsemi leikskólans. Opnunartími yrði frá 8:20 til 15:40 og var feitletrað í póstinum, til að leggja áherslu á það, að barnið mætti mæta í skólann. Telur Kennarasambandið sveitarfélagið með þessu brjóta viðmiðunarreglur sambandsins í verkfalli. Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segist verulega ósáttur með viðbrögð Skagafjarðar. „Við vissum að við þurfum að fjárfesta í kennurum en kannski miðað við þetta er greinilegt að við þurfum að fjárfesta í betra sveitarstjórnarfólki,“ segir Haraldur. Í svari við skriflegri fyrirspurn fréttastofu segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar, að túlkun starfsmanna sveitarfélagsins og SÍS sé á þann veg að heimilt sé að þeir starfsmenn sem ekki eru í verkfalli haldi starfsemi leikskólans gangandi eins og við á. „Fyrir þessu eru fjölmörg fordæmi, meðal annars í fyrri verkföllum leikskólakennara. Það er því ekki er skylt að loka starfseminni þrátt fyrir verkfall hluta starfsmanna. Skipulagið okkar er með þeim hætti að ekki er gengið í störf þeirra sem eru í verkfalli og við virðum að sjálfsögðu verkfallsrétt þeirra starfsmanna sem hafa lagt niður störf,“ segir Sigfús.
Skóla- og menntamál Leikskólar Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Kennaraverkfall 2024 Börn og uppeldi Skagafjörður Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira