Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var um þriggja bíla árekstur að ræða. Þrír voru fluttir á slysadeild og var einn töluvert meira slasaður en klippa þurfti hann út úr bílnum. Hinir tveir voru með minniháttar meiðsli.

Heilmiklar tafir hafa orðið á umferð vegna árekstursins en biðin fer að styttast því verið er að draga bílana í burtu.